Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 45

Morgunblaðið - 19.03.2022, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 ✝ Guðrún Ágústa Hall- dórsdóttir fæddist á Steinsstöðum í Öxnadal í Eyja- firði 31. maí 1946. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. febrúar 2022. Foreldrar henn- ar voru Svanhvít Eggertína Jóns- dóttir, f. 6.6. 1919, d. 29.3. 2007, og Halldór Kristjánsson, dór, f. 1953, Trausti Guð- mundur, f. 1958, Óskar Frið- rik, f. 1959, og Sveinfríður Unnur, f. 1963. Börn Guðrúnar eru: Halldór Kristinn Gunnarsson, f. 1965, kvæntur Magneu Kristínu Helgadóttur. Þau eiga synina Daníel, Dag og Helga. Magni Friðrik Gunnarsson, f. 1967, kvæntur Kömmu Jónsdóttur. Magni á soninn Andra Má og fóstursoninn Viktor. Anna Ólafsdóttir, f. 1974, gift Áka Thoroddsen. Þau eiga dæt- urnar Þóru og Guðrúnu. Barnabarnabörn Guðrúnar eru tvö. Sambýlismaður Guðrúnar er Þórhallur Matthíasson, f. 27.9. 1947. Útförin fór fram í kyrrþey 25. febrúar 2022. f. 22.6. 1913, d. 10.7. 1997. Guðrún eign- aðist tíu systkini og var hún sú fjórða í röðinni. Systkini Guðrúnar eru Sigfús, f. 1939, Hjörleifur, f. 1944, Helga Elín, f. 1945, Kristín Jón- ína, f. 1948, Þor- gerður Stefanía, f. 1951, Óskírð Halldórsdóttir, f. 1951, d. 1952, Svanlaugur Hall- Elsku mamma, þú ert fallin frá. Eftir áralanga baráttu við veikindi hefur þú loks fengið hvíldina. Það á fyrir okkur flest- um að liggja að missa foreldri, það er víst lífsins gangur. Þrátt fyrir það fylgir því sorg og til- finning tómleika. Hversdagsleg- ar venjur eru horfnar á braut eins og að hringjast á og deila því hvað á daga okkar dreif. Við hreyktum okkur góðlátlega af nýbökuðu brauði eða bakkelsi og ræddum hvernig okkur gengi með prjónaskapinn. Missirinn verður eflaust áþreifanlegri þeg- ar frá líður og hversdagurinn tekur við. Hugurinn mun hvarfla til þín þegar ég kíki síðsumars til berja eða geri slátur að hausti. Þú ólst okkur systkinin upp við vinnusemi og myndarskap að gömlum sveitasið. Við búum að því fyrir lífstíð og fyrir það er ég þakklát. Ég held ég geti sagt að lengst af hafi lífið farið heldur óblíðum höndum um þig. Þú varðst snemma einstæð móðir og þurft- ir að vinna hörðum höndum til að sjá okkur farborða. Það kallaði á útsjónarsemi og hagsýni að halda heimilið og koma okkur til manns. Nægur matur var á borð- um, föt voru saumuð af hjartans lyst og sokkar og vettlingar prjónaðir á milli þess sem þú leit- aðir uppi hvert rykkorn á heim- ilinu. Okkur skorti aldrei neitt nema þá helst frítíma til að eiga stundir saman. Ósérhlífni og dugnaður einkenndu þig, þú stóðst ávallt þína plikt sama hvert litið var. Þegar við börnin vorum flogin úr hreiðrinu komstu í kynni við gler- og leirgerð og ullarþæf- ingu. Þú naust þín við að skapa fallega og nytsamlega hluti sem unnir voru af mikilli nákvæmni og vandvirkni. Þú kynntist líka Þórhalli, skipstjóranum okkar, sem tók okkur opnum örmum og sem reyndist þér svo vel þann tíma sem þið áttuð saman. Þið ferðuðust um landið okkar sem þú dáðir og á haustin var berjat- ínslan stunduð af miklum móð enda vissir þú fátt betra en að gleyma þér í móunum. Þú varst sönn amma stelpn- anna okkar, áttir í þeim hvert bein og naust þess að verja með þeim tíma þegar þær voru tátur. Þú lékst við þær og hlóst með þeim af innlifun, faðmaðir og kysstir. Spilin voru aldrei langt undan og líklega urðu orrusturn- ar í ólsen-ólsen og veiðimanni óteljandi. Þú prjónaðir svo mikið magn vettlinga og sokka að eftir því var tekið á leikskólunum og auðvitað skörtuðu dúkkurnar fötum sem þú hafðir hannað og saumað af mikilli natni. Síðustu árin voru þér erfið því veikindi og sjúkdómar lituðu til- veru þína á óvæginn hátt. Það má með sanni segja að sannleik- ur orðanna, að lengi skuli mann- inn reyna, hafi átt við í þínu til- felli því vart er meira á eina manneskju leggjandi. Þú mættir veikindunum og öllu sem þeim fylgdi af sömu þrautseigju og æðruleysi og öðrum verkefnum lífsins. Elsku mamma, nú ert þú á betri stað. Kannski situr þú og skrafar og skeggræðir við elsku ömmu og afa yfir kaffi og sultu- brauði eða kanilsnúðum. Ef til vill takið þið einn kana eða marí- as eins og forðum daga. Hvar sem andi þinn svífur þá lifir minningin um þig í hjörtum okk- ar, hvíl þú í friði, þín verður sárt saknað. Ég lýk kveðju minni með er- indi úr kvæðinu Dalvísu eftir Jónas Hallgrímsson sem hann orti sem dýrðaróð til Öxnadals sem var ykkar æskuslóðir. Fífilbrekka! gróin grund! grösug hlíð með berjalautum! flóatetur! fífusund! fífilbrekka! smáragrund! yður hjá ég alla stund! uni best í sæld og þrautum, fífilbrekka! gróin grund! grösug hlíð með berjalautum! Þín dóttir, Anna. Mamma mín, nú ertu farin frá okkur og eftir sitjum við og minnumst þín með tár á hvarmi. Þú varst svo úrræðagóð og dug- leg. Hugsaðir alltaf svo vel um okkur systkinin og passaðir upp á að okkur skorti ekki neitt. Þeg- ar við vorum börn þá saumaðir þú á okkur fötin, prjónaðir á okk- ur húfur, vettlinga og sokka svo hlýja og góða. Bjóst til brauð og mat frá grunni svo við hefðum alltaf nóg að bíta og brenna. Kannski lagðir þú of mikið á þig því líkaminn fór að láta und- an hægt og hljótt, veikindin tóku sinn toll en ég dáist enn að þér hvernig þú tókst á við þau af æðruleysi og yfirvegun. Alltaf barstu þig vel og kvartaðir aldrei þótt þú hafir oft verið verkjuð. Það var mikil gæfa að þið Þór- hallur funduð hvort annað. Þú hafðir yndi af að ferðast í hús- bílnum með honum og mikið var gott og gaman að sjá hvað þú varst glöð eftir góða helgi á flandri um landið. Elsku mamma, nú ertu farin í enn eitt ferðalagið sem að þessu sinni endar í Draumalandinu þar sem ég veit að amma og afi taka vel á móti þér. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þinn sonur, Magni Gunnarsson. Kæra Guðrún. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una tókstu mér og syni mínum opnum örmum. Það tókust með okkur góð kynni og þú sýndir mér aldrei annað en góðvild og kærleik. Alltaf var gott að koma á heimili þitt og Þórhalls í Lyng- holti. Þar tók ætíð á móti manni hlýr faðmur og þú töfraðir fram veisluborð með alls kyns heima- bökuðum kræsingum. Sömu sögu er að segja þegar kíkt var við í húsbílnum, þá var ekkert dregið úr, heldur alltaf slegið upp veislu. Guðrún var glæsileg kona, traust, ósérhlífin og dugleg. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af miklum myndarskap. Aldrei neitt hálfkák. Henni var líka margt til lista lagt, s.s. baka, prjóna og vinna muni úr gleri og leir. Hún hugsaði vel um alla í fjölskyldunni sinni. Hún tíndi ber í kílóavís og sendi okkur sem og heimsins bestu fiskibollur. Smá- kökurnar sem hún sendi okkur voru unnar af slíkri nákvæmni og vandvirkni að ég gat ekki annað en brosað, enda hafði ég aldrei séð annað eins. Hún hafði gaman af að hafa fallega hluti í kringum sig og lagði mikla alúð og metnað í heimilið sitt og er mér minn- isstæð skemmtiferð okkar um borgina þegar þú varst að velja ný húsgögn í stofuna. Þú hafðir gaman af að vera fín og áttum við nokkrar skemmtilegar búðar- ferðir saman og þegar þú dvald- ist hjá okkur spiluðum við og spjölluðum tímunum saman. Það er komið að kveðjustund. Í senn finn ég fyrir söknuði og er full þakklætis; fyrir að hafa kynnst þér, fyrir allar góðu sam- verustundirnar og skemmtilegu símtölin okkar. Ég sakna þín sárt en er þakklát fyrir þær góðu minningar sem munu ylja mér um ókomna tíð. Ég kveð þig í bili með ást og hlýhug í hjarta. Hvíldu í friði, elsku besta tengdamamma mín og vinkona. Þín tengdadóttir, Kamma. Nú þegar við kveðjum kæra mágkonu og systur hinstu kveðju er margt sem leitar á hugann. Góðar minningar um liðnar stundir sem við hefðum viljað að yrðu svo miklu fleiri. Gunna, eins og hún var oftast kölluð, hafði gaman af að ferðast og er okkur mjög minnisstæð jeppaferð sem við tókum hana með í um aust- urhálendið sumarið 1998. Þá var farið að Herðubreið, gengið inn að Öskjuvatni og síðan keyrt inn í Kverkfjöll. Hafði hún ekki farið á þessar slóðir síðan hún var að vinna hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem sá um rútuferðir með ferða- menn um hálendið en þar ann- aðist hún matseld og sá um eld- húsbílinn. Það hefur nú ekki verið í kot vísað að vera í þessum ferðum, allavega ekki hvað mat- seldina varðar ef við þekkjum hana rétt. Gunna var myndarleg húsmóðir, kattþrifin og lagin í höndunum hvort sem hún var að baka, sauma eða föndra með leir og gler, allt var unnið af ná- kvæmni og vandvirkni. Eftir að Gunna kynntist honum Þórhalli sínum urðu ferðalögin fleiri og þá oftast farið á húsbílnum, var oft gantast með það þegar þau voru að mæta á svæðið að þarna kæmi nú eldhúsbíllinn. Varla var karl- inn búinn að leggja bílnum þegar Gunna var búin að töfra fram veisluborð, kaffi, pönnukökur og ótal sortir af bakkelsi. Það var farið á ættarmót, í berjaferðir og í heimsóknir á Vestfirðina. Sér- staklega er okkur minnisstæð ferð um Vestfirði, sú síðasta sem þau fóru á þær slóðir. Við vorum búin að mæla okkur mót á Litlabæ í Skötufirði en þar á Þórhallur sínar rætur og greini- legt að honum er staðurinn kær, frændfólk hans er þar yfir sum- arið og rekur þar veitingasölu. Þar nutum við mikillar gestrisni í góðu veðri og fallegu umhverfi og fengum fróðlegar og skemmtilegar sögur. Gunna hafði mjög gaman af því að fara í berjamó og alltaf teknir „nokkr- ir“ pottar á hverju hausti og nutu börn, barnabörn og vinir oft góðs af þegar sprettan var góð, og þrátt fyrir heilsubrest dreif hún sig með okkur í berjamó á liðnu hausti, það var mikið af bláberj- um og aftók hún með öllu að fara heim fyrr en hún væri búin að fylla öll ílátin sem hún hafði með- ferðis. Alltaf var gott að sækja Gunnu heim og var hún ætíð ein- staklega hlý í okkar garð. Þegar við heimsóttum hana rétt fyrir síðustu jól sáum við að verulega var farið að halla undan fæti. Var hún flutt á Sjúkrahúsið á Akur- eyri rétt eftir áramótin og átti ekki afturkvæmt heim eftir það. Mikið sem við eigum eftir að sakna hennar. Elsku Þórhallur, Dóri, Magni, Anna og fjölskyldur, ykkar miss- ir er mestur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Björg og Óskar. Guðrún Ágústa Halldórsdóttir ✝ María Péturs- dóttir fæddist á Siglufirði 3. júní 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu á Laugarási 11. febr- úar 2022. Foreldrar Maríu voru Pétur Bóasson frá Reyðarfirði, f. 1.3. 1888, d. 30.4. 1947, og Kristín Jó- hanna Pálsdóttir frá Siglufirði, f. 25.8. 1894, d. 8.5. 1932. Bræð- ur Maríu voru Helgi Pétursson, f. 17.11. 1924, d. 16.2. 2017, og Páll Kröyer Pétursson, f. 22.12. 1927, d. 28.4. 1988. Eiginmaður Maríu frá 31.5. 1950 var Bene- dikt Ársæll Guðbjartsson, f. 1.1. 1924, d. 29.11. 2008. Börn þeirra eru: 1) Kristinn Pétur, f. 12.10. 1945, eiginkona Marissa Libres Benediktsson, f. 1.3. 1971. 2) Örn, f. 1.9. 1950. 3) Bene- dikt Helgi, f. 14.4. 1953, eiginkona Inga Hrönn Hjör- leifsdóttir, f. 22.5. 1961. 4) Ásta Kristín, f. 25.8. 1967, eiginmaður Ægir Rúnar Sigurbjörnsson, f. 13.7. 1965. Barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin 15. Útför Maríu hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. María Pétursdóttir, mágkona mín, er látin á 96. aldursári. Hún kveður þennan heim síðust þriggja systkina sem komust til fullorðinsára; Helgi minn lést fyrir fimm árum, en Páll bróðir þeirra lést árið 1988, aðeins sex- tugur að aldri. Systkinin þrjú höfðu snemma á lífsleiðinni fund- ið athvarf og styrk hvert hjá öðru eftir lát móður þeirra, Kristínar Jóhönnu Pálsdóttur, árið 1932 er María var tæpra sex ára. „Nú ætla ég að kynna þig fyrir Maju systur,“ orð Helga hljóma enn í huga mínum – og síðan var skundað vestur í bæ heim til Mar- íu og Benedikts sem áttu fjögur börn, ýmist stálpuð eða uppkom- in og flutt að heiman. Enginn tími til að kvíða því að hitta 25 árum eldri verðandi mágkonu í fyrsta sinn enda hefði þeim kvíða verið kastað á glæ, María tók mér strax vel. Frá henni streymdi áreynslu- laus orka, hún var blátt áfram og glaðleg í fasi, ekkert vandræða- legt þar og ekkert heldur reynt að fela eða koma sér hjá að segja. Þar með var ísinn brotinn. Ég varð þess fljótt áskynja hve sterkur strengur kærleiks og umhyggju lá milli þeirra systk- ina; þar þurfti ekki endilega tíð samskipti, þar þurfti ekki heldur orð, fortíðin og uppvaxtarár þeirra á Siglufirði endurómuðu í því ósagða. – Orðin komu seinna, smátt og smátt með árunum; þannig var María, að sínu leyti í senn bæði dul og opinská. Um þetta og margt fleira voru þau Helgi lík í sér. Benedikt lést árið 2008 eftir erfið veikindi og undir það síðasta hjúkraði sjúkraliðinn María hon- um heima. Eftir lát Benedikts átti María nokkur ár við góða heilsu, hún naut þess að fylgjast með og taka þátt í lífi barna sinna og barnabarna, keyrði sinn bíl, fór í sund og göngur og ferðaðist til útlanda. Fyrir nokkrum árum tók að halla undan fæti hjá henni og kom þar aðallega til versnandi sjón og síðar einnig hrakandi skammtímaminni. Alltaf var hún samt góð heim að sækja þótt hin síðustu ár kæmi ég einsömul eða talaði við hana í síma, fékk fyrst helstu fréttir af nánustu afkom- endum og síðan var þráðurinn tekinn upp þar sem þau systkin höfðu hætt í frásögnum af lífi for- eldra sinna og bernskuárum á Siglufirði. María kom alltaf beint að hlutunum og árin eftir nírætt sagði hún stundum við mig að fólk ætti ekki að lifa svona lengi, þetta væri nú orðið gott; svo brosti hún þegar ég svaraði að þetta réðum við víst engu um. Síðasta árið bjó María á Hrafn- istu á Laugarási þar sem vel fór um hana. Fyrst og fremst var María umvafin ást og umhyggju barna sinna fjögurra til hinstu stundar. Ég þakka góða samfylgd með Maríu Pétursdóttur undanfarin 45 ár og hugsa til hennar í síðustu ferðinni. Börnum hennar og af- komendum öllum bið ég guðs blessunar. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Anna Sigríður Einarsdóttir. María Pétursdóttir Stig mágur minn var einstaklega heil- steyptur maður. Það var ekki að ástæðulausu að fé- lagasamtök og stofnanir treystu honum fyrir alls kyns ábyrgðar- stöðum og verkefnum. Hann var traustsins verður. Ég bjó hjá Einari Þór og Stig á Bræðraborgarstígnum í tæp tvö ár. Bjó hjá þeim þegar ég var á fyrsta ári í stjórnmálafræði og sýndi Stig því nokkurn áhuga. Spurði mig af og til út í ESB, NATO, öryggis- og varnarmál og þess háttar. En hann sýndi ekki á spilin og maður vissi því lítið um hvaða skoðanir hann hafði sjálf- ur. Eflaust birtingarmynd þess aga sem hann hafði tileinkað sér á starfsferlinum. Með einni und- antekningu þó. Það var ekki hernaðarleyndarmál að Göran Persson, þáverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, átti ekki upp á Stig Arne Wadentoft ✝ Stig Arne Wad- entoft fæddist 26. apríl 1940. Hann lést 28. febr- úar 2022. Útför Stigs fór fram 11. mars 2022. pallborðið hjá Stig. Þær skyldur sem Stig voru faldar í þágu sænsku þjóð- arinnar voru mjög forvitnilegar og því reyndi ég stundum að fiska eftir ein- hverjum sögum því tengdum. Hann tal- aði ekki af sér og gerði ekki mikið úr sínu hlutverki. Ég hafði afskrifað þennan möguleika þegar hann sagði mér óvænt skemmtilega sögu þar sem við sátum fyrir framan arineldinn á Traðarstígnum í Víkinni. Erlendir gestir með blátt blóð í æðum höfðu komið til Stokk- hólms í opinbera heimsókn til sænsku konungsfjölskyldunnar. Stig var einn þeirra sem höfðu hlutverki að gegna í þeirri mót- tökuathöfn allri. Fallbyssuskot að gömlum sið var einn liður í að bjóða gestina velkomna. Nú hef ég ekki skotið af fallbyssu en eitt- hvað vantaði til að hægt væri að hleypa af, og birgjar sem sænski sjóherinn hafði verslað við áttu ekki til það sem vantaði. Var þá verslað hinum megin við landa- mærin af Norðmönnum í þetta skiptið í þeirri viðleitni að bjarga málunum. Eitthvað fór úrskeiðis þegar hleypa átti af og kónga- fólkið mátti gera sér það að góðu að koma í heimsókn án þess að hleypt væri af fallbyssu. Stig sagði hlæjandi að í strangasta skilningi mætti túlka slíkt sem óvild gestgjafa í garð gestanna en það varð auðvitað ekki niðurstað- an. „Aldrei treysta Norðmönn- um,“ bætti hann við og glotti. Ýmsir skæðir sjúkdómar reyndu að fella Stig á lífsleiðinni en hann hafði lengst af betur. HIV-veiran hjó í hann, krabba- mein hjó í hann og hjartasjúk- dómar hjuggu í hann. Stig rétti alltaf úr sér aftur og hélt ein- hverri makalausri reisn sem ekki er svo auðvelt að útskýra. Hann var yfirleitt glæsilegasti maður- inn í herberginu og þarf nú tölu- vert til að slá Einari bróður við í þeim efnum. Alzheimer-sjúk- dómurinn er hins vegar grimmur og náði tökum á Stig. Stig var afskaplega hógvær maður og ég vona að hann fyr- irgefi mér þótt ég lofi hann hér á síðum blaðsins. Sjálfur sagði hann stundum í gríni að Íslend- ingar kæmust ekki til himnaríkis nema um þá væri skrifuð minn- ingargrein í Morgunblaðið. Ég á eingöngu góðar minning- ar um mág minn Stig Arne Wa- dentoft og mun geyma þær nú þegar góður drengur siglir í hinsta sinn. Einn sá allra besti. Kristján Jónsson. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.