Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 54

Morgunblaðið - 19.03.2022, Page 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2022 Tri di oro með tónleika til heiðurs Chet Baker á Björtuloft- um Morgunblaði/Arnþór Birkisson Tríó Marína Ósk, Andrés Þór og Þorgrímur Jónsson skipa tríóið Tri di oro sem kom fram á tónleikunum. Ánægja Tónleikagestir voru ánægðir með það sem bar fyrir augu og eyru í Hörpu. Glöð Eóghain Mitchison og Friederike Borngräber voru kát á tónleikunum. » Tríóið Tri di oro kom fram á tónleikum á Björtuloftum Hörpu í vikunni og flutti dagskrá til heiðurs Chet Baker. Tónleik- arnir voru hluti af vordagskrá Jazz- klúbbsins Múlans. Tríóið skipa söng- konan Marína Ósk, gítarleik- arinn Andrés Þór og bassaleikarinn Þorgrímur Jóns- son. Fín Tónleikar tríósins Tri di oro mælt- ust vel fyrir hjá tónleikagestum. „Alveg eins og ekkert hlé hafi verið dettur mér í hug að hafa sýningu á verkum unninn síðustu tvö ár. Ég kalla sýninguna „afsakið ekkert hlé“ og leyfi ég mér að gægjast út úr helli mínum og deila því sem á daga mína hefur drifið.“ Þannig kynnti Einar Örn Bene- diktsson, listamaðurin fjölhæfi, sýn- inguna á um 60 nýjum myndverkum sem hann opnar í Gallerí Listamönn- um á Skúlagötu 32 í dag, laugardag. Hann hefur haldið ótrauður áfram að vinna í myndum sínum, eins og faraldur hafi aldrei brostið á. „Ég hef unnið að þessum myndum síðan 2019,“ segir Einar. Upphafið liggur í samstarfi við Damon Albarn og Íslandstónverkið sem hann flutti í Hörpu á dögunum en þar kom Einar einnig fram og vann með mynd- rænan þátt verksins. Viðfangsefnið þar var veður og „whether people“, eða hvort-er fólk. „Ég hélt svo áfram með þær myndir. Það var ekkert hlé hjá mér þótt við dyttum inn í kóvíd. Ég kemst stundum að þeirri niðurstöðu að við séum komin inn í hellinn og ég er nútímafrummaður sem geri þess- ar hellaristur hér. Það er eins og ég sé könnuður og hér eru einhverjar ókennilegar myndir sem reyna að segja sögur. Það eru titlar á þeim öllum myndunum, þær hafa allar sögur í sér. Ég er alltaf að segja sög- ur og þar sem ég er sögumaðurinn þá eru þetta sjálfsmyndir.“ Einar Örn nam á sínum tíma fjöl- miðlafræði og hefur starfað í tónlist ártugum saman. Eftir að hafa verið farinn að vinna í myndlist og sýna reglulega þá skellti hann sér í meistaranám í myndlist. Hverju breytti það? „Núna er ég í sjónlist frekar en tónlist eða tónlitun. Námið gerði mér kleift að staldra við og hugsa um sjálfan mig og hvað ég væri að gera. Ég var þá að gera teikningar og fékk í byrjun þá krítík að ég væri of öruggur, of „safe“, og þá fór ég að taka teikningarnar sundur og byggja þær upp aftur. Samt hafa þær áfram þann grunnþátt að ég er alltaf að segja sögu.“ Myndsköpunin er alltaf viss axjón hjá Einari. „Ég byrja að teikna en kem svo aftur að myndunum seinna og þá koma frekari smáatriði inn í þær. Eins og þessi,“ – hann bendir á eina myndina: „Hún gæti verið ein- föld línuteikning en svo er ég búinn að bæta inn smáatriðum eins og hjarta á hvolfi. En myndin heitir „Tindilfættur trítla ég“. Það er alltaf leikur í þessum myndum, og axjón, þótt mér finnst líka vera ákveðin kyrrð í þeim. Það færist yfir mig kyrrð þegar ég hef klárað myndirnar. Einu sinni kom kona á sýningu hjá mér og sagði um mynd: Þetta er eins og hjúkrunarkona. En myndin heitir úti að hjóla, sagði ég. Þá er þetta hjúkrnarkona úti að hjóla, svaraði hún þá. Það getur allt gerst hér.“ efi@mbl.is Það getur allt gerst hér Morgunblaðið/Einar Falur Einar Örn „Þar sem ég er sögumaðurinn þá eru þetta sjálfsmyndir.“ - Einar Örn Bene- diktsson sýnir í Gall- erí Listamönnum Sýningin Immune, eða Ónæm, verð- ur opnuð í Nýlistasafninu í dag, laugardag, kl. 16-19. Sýningin er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis ellefu al- þjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra og er útgangspunktur þess Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar. Fjallað verður um afný- lenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímynd- unarsköpun. Listamennirnir sem standa að sýningunni eru Annarosa Krøyer Holm, kollektívið hands.on.matter (Sandra Nicoline Nielsen & Tim van der Loo), kollektívið Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (Olando Whyte & Rut Karin Zetter- gren), Páll Haukur Björnsson, Sheida Soleimani, kollektívið The Many Headed Hydra (Aziz Sohail, Bryndís Björnsdóttir, Emma Wolf Haugh & Suza Husse), Pia Arke og Zahra Malkani. Ýmsir viðburðir munu fara fram samhliða sýningunni, svo sem vinnustofur, gjörningar og opnar samræður. Á morgun, sunnudag, verður listamannaspjall kl. 14. Þá verða Steinunn Gunnlaugsdóttir og Bryndís Björnsdóttir með verk og gjörð hluta af sýningartímanum fyrir framan Marshallhúsið. Sýn- ingin stendur til 1. maí 2022. Morgunblaðið/Einar Falur Samstarf Páll Haukur Björnsson er meðal þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni. Afnýlenduvæðing og hinsegin vistkerfi Mannréttindi eru þema Þýskra kvikmyndadaga sem nú standa yfir í Bíó Paradís. Þýska sendiráðið á Íslandi býður áhugasömum á sýn- ingar á tveimur kvikmyndum nú um helgina. Í dag, laugardag, kl. 17 á myndina The Ants and the Grass- hopper og á morgun, sunnudag, kl. 17 á Dear Future Children. Á eftir þeirri sýningu mun sendiherra Þýskalands, Dietrich Becker, stjórna samtali og taka við spurn- ingum sem beint verður til leik- stjóra myndarinnar, Franz Böhm. Léttar veitingar verða í boði að sýningu lokinni. Áhugasamir eru beðnir að taka frá miða á sýningarnar á vef Bíós Paradísar. Allar myndir á Þýskum kvik- myndadögum eru sýndar á þýsku með enskum texta. Þýska sendiráðið býður í bíó um helgina Framtíð Stilla úr kvikmyndinni Dear Future Children sem fjallar um unga aktívista. Hljómsveitin Sycamore Tree kemur fram á tónleikum í húsnæði Máls & menningar við Laugaveg í kvöld, laug- ardagskvöld, klukkan 21. Í tilkynningu segir að hljómveitin snúi aftur á sviðið í Máli & menningu eftir nokkra vel heppnaða tónleika þar á síðasta ári þar sem leikið var fyrir troðfullu húsi. Dúettinn hefur notið vin- sælda og lög með honum, „Western Sessions“ og „Winter Songs“, hafa setið á vinsældalistum, eins og eldri lög þeirra. Með þeim stofnfélögum Syca- more Tree, Ágústu Evu og Gunna Hilm- ars, kemur fram gítarleikarinn snjalli Ómar Guðjónsson. Þau munu flytja lög af fyrri plötum ásamt efni af næstu breiðskífu sem kemur út á næstunni. Sycamore Tree með tónleika í kvöld Dúettinn Sycamore Tree. Velkomin í land ástar er yfirskrift einkasýningar Katrínar Ingu Jóns- dóttur Hjördísardóttur sem hefur verið opnuð í Listvali – Granda á Hólmaslóð 6. Sýningarstjóri er Kerly Ritval. Katrín Inga vinnur að listsköpun sinni í ýmsa miðla og ef fyrirliggj- andi miðlar henta ekki verkinu þá, eins og segir í tilkynningu, skapar hún sína eigin, svo list hennar kom- ist fullkomlega til skila. Kerfisleg fyrirbæri eru sögð vera Katrínu Ingu „hugleikin og skipta sköpum í sjónrænni heimspeki hennar. Hún leggur áherslu á hugarfars- breytingu á gildismati ástar- og kyn- vitundar og að gagnrýnin hugsun tilheyri hversdagsleikanum. Til- gangur listar og ástar verður í hönd- um Katrínar Ingu að viðspyrnu mót hinni endalausu hringrás pólitískra og menningarlegra árekstra í heim- inum.“ 45 prósent andvirðis seldra verka á sýningunni renna til stuðnings Úkraínu. Sýningin í Listvali er opin nú um helgina frá kl. 14 til 17 báða dagana. Boðið í land ástar á sýningu Katrínar Hugarfarsbreyting Eitt verkanna á einka- sýningu Katrínar Ingu í Listvali – Granda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.