Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 1
6 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 7 . A P R Í L 2 0 2 2
Flott samstarf í
Nýlistasafninu
Heilluðust af
sleðahundum
Menning ➤ 36 Lífið ➤ 38
Skoðaðu
blaðið á
netto.is
Páskablað
Nettó
Frábært úrval af páskamat,
góð tilboð, viðtöl og uppskriftir
Ódýrt
Mmm ...
Allt í brönsinn!
Einn fjórmenninganna sem
sátu yfir 100 daga í gæsluvarð-
haldi í Guðmundar- og Geir-
finnsmálunum gagnrýnir
harðlega aðkomu stjórnmála-
manna að bótum til þeirra
sem komu þeim í fangelsi
með röngum sakargiftum.
DÓMSMÁL Magnús Leópoldsson,
einn fjórmenninganna sem upp-
runalegir dómþolar í Guðmundar-
og Geirfinnsmálinu beittu röngum
sakargiftum með þeim afleiðingum
að þeir sátu að ósekju í gæsluvarð-
haldi í yfir 100 daga árið 1976, segir
það þungbært fyrir þá að horfa upp á
að fólkið sem dregið hafi þá saklausa
inn í málið fái nú „greiddar himin-
háar bætur, án þess að fyrir liggi
niðurstaða Hæstaréttar um hvort og
hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að
hafa á bótagreiðslur.“ Hann hafi það
á tilfinningunni að verið sé að greiða
bætur fyrir að bera á þá rangar sakir.
Magnús segir „afskipti stjórn-
málamanna af þessu máli, fyrr og
síðar, vera algerlega óþolandi og hafa
valdið miklum skaða.“
Og Magnús segir þar ekkert lát á.
„Það er vægast sagt einkennilegt að
sumir stjórnmálamenn skuli hafa
frumkvæði að því að greiða þessu
fólki bætur án þess að fyrir liggi
dómur eða endanlegt samkomu-
lag um uppgjör málsins. Stjórn-
málamenn eiga ekki að blanda sér í
úrlausn dómsmála eða reyna að hafa
áhrif á niðurstöðuna.“
Þá sé það undarleg hagsmuna-
gæsla fyrir hönd ríkissjóðs að ákveða
að áfrýja ekki nýlegum héraðsdómi í
máli Erlu Bolladóttur. „Í mínum huga
er ekki hægt að kveða þetta mál úr
íslensku samfélagi hvað bætur varð-
ar án endanlegs dóms Hæstaréttar,“
segir Magnús Leópoldsson.
Hann er ómyrkur í máli gagnvart
upprunalegu dómþolunum. Þeir
beri fulla ábyrgð á því að afvega-
leiða rannsóknina á sínum tíma, en
í dómnum yfir þeim frá 1980 viður-
kenni þeir að það hafi verið saman-
tekin ráð að bendla Magnús, Einar
Bollason, Valdimar Olsen og Sigur-
björn heitinn Eiríksson við málið til
að torvelda rannsókn þess, færi svo
að upprunalegu dómþolarnir yrðu
bendlaðir við það. Hugmyndin hafi
verið að þá myndi rannsóknin bein-
ast frá þeim.
„Þetta fólk gerði af einhverjum
ástæðum fyrir fram ráð fyrir að það
yrði spurt út í Geirfinnsmálið og
sammæltist um það að draga okkur
saklausa inn í þetta mál, væntanlega
til þess að dylja eigin glæpi,“ segir
Magnús.
Himinháar bótagreiðslur í þessu
ljósi séu eftirlifandi fjórmenningum
mjög þungbærar. SJÁ SÍÐU 10
Segir afskipti stjórnmálamanna af
Geirfinnsmálinu algerlega óþolandi
Magnús Leópoldsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
ÚKRAÍNA „Við höfum verið að skoða
þessi mál og fylgst með en ekki tekið
neina ákvörðun,“ segir Einar Einars-
son, rekstrarstjóri Íseyjar hjá MS,
spurður um hvort til standi að rifta
samningum við Rússa.
Kaupfélag Skagfirðinga, MS og KS,
hafa ekki rift samningum við rúss-
neska aðila um framleiðslu, sölu og
dreifingu á Ísey skyri í Rússlandi.
Forstöðumaður kjötafurðastöðvar
KS, Ólafur Ágúst Andrésson, sem er
kjörræðismaður Rússlands á Íslandi
hefur ekki sagt sig frá þeirri stöðu.
„Ég hef nú ekki einu sinni hugleitt
það,“ segir Ólafur Ágúst. SJÁ SÍÐU 2
Ekki einu sinni
hugleitt afsögn
Ólafur Ágúst
Andrésson
Mikið var drukkið af vönduðum veigum í Gamla Bíó í gær. Þar fór fram Íslandsmeistaramót barþjóna sem er hluti af hátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend sem Barþjónaklúbbur Ísland heldur ár
hvert. Keppt var í tveimur greinum og var mótið vel sótt, að sögn Elnu Maríu Tómasdóttur, sem situr í stjórn Barþjónaklúbbsins. Hátíðin stendur til 10. apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI