Fréttablaðið - 07.04.2022, Side 2
Hlusti á kveinstafi miðbæjarbúa
Samningum MS og KS við
rússneska aðila um fram-
leiðslu og sölu á Ísey skyri í
Rússlandi hefur ekki verið
rift. Kjörræðismaður Rúss-
lands á Íslandi hefur heldur
ekki sagt af sér tigninni.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Mjólkursamsalan og
Kaupfélag Skagfirðinga, MS og KS,
hafa ekki rift samningum við rúss-
neska aðila um framleiðslu, sölu og
dreifingu á Ísey skyri í Rússlandi.
Forstöðumaður kjötafurðastöðvar
KS sem er kjörræðismaður Rúss-
lands á Íslandi hefur ekki sagt af
sér þeirri stöðu.
„Við höfum verið að skoða þessi
mál og fylgst með en ekki tekið
neina ákvörðun,“ segir Einar Einars-
son, rekstrarstjóri Íseyjar hjá MS,
spurður um hvort til standi að rifta
samningum við Rússa.
MS er með samning við rúss-
neska félagið IcePro, sem er í eigu
KS og rússneskra fjárfesta, frá árinu
2018. IcePro er svo með samning við
mjólkurframleiðandann Lactika
sem sér um að framleiða og dreifa
Ísey skyri í Rússlandi. Einkum í
höfuðborginni Moskvu og Sankti
Pétursborg. Samkvæmt heimasíðu
MS var heildarfjárfestingin 500
milljónir króna og markmiðið að
ná 5.000 tonna ársframleiðslu fyrir
Rússlandsmarkað á þremur árum.
„Það eru engin riftunarákvæði
sem hægt er að grípa til vegna þess
ástands sem er,“ segir Einar en vildi
þó ekki tjá sig um það hvort fyrir-
tækið teldi sig bundið af samningn-
um.
Vildi Einar heldur ekki tjá sig um
hvers vegna ekki væri búið að slíta
þessu samstarfi í ljósi stríðsins og
þeirra voðaverka sem séu að koma í
ljós. En fjöldi fyrirtækja, stórra sem
smárra, hefur hætt allri starfsemi í
Rússlandi. Til að mynda skyndi-
bitakeðjur á borð við McDonald’s
og símaframleiðendur á borð við
Apple, án þess að vera skikkaðir til
þess.
Aðspurður hvenær skoðun fyrir-
tækisins lyki og ákvörðun yrði
tekin sagðist Einar ekki ætla að tjá
sig um það.
Ólafur Ágúst Andrésson, for-
stöðumaður kjötafurðastöðvar KS,
varð kjörræðismaður Rússlands á
Íslandi árið 2014. Í viðtali við hér-
aðsmiðilinn Feyki það ár taldi hann
að nafnbótin ætti eftir að nýtast
honum vel í viðskiptum sem hann
hefði farið fyrir í Rússlandi en hann
hafði verið í forsvari fyrir kjöt- og
fisksölu þar í landi.
Ólafur segist ekki hafa sagt af
sér sem kjörræðismaður þrátt fyrir
stríðið. „Ég hef nú ekki einu sinni
hugleitt það,“ segir hann. „Það er
ekki brjálað að gera í þessu. Þetta
snýst um að aðstoða almenna borg-
ara, miðla menningu og aðstoða
fólk í neyð. Til dæmis flóttafólk eða
túrista. Eins og staðan er núna eru
engir að koma.“
Aðspurður segist hann ekki hafa
nein tengsl við stjórnvöld í Kreml.
Kjötsölunni hafi verið sjálf hætt
eftir innlimun Krímskaga árið
2014, en þá settu Rússar hömlur
á matarinnflutning frá Íslandi og
f leiri löndum sem beittu þá þving-
unum. ■
Rússar geta enn bragðað á
Ísey skyri þrátt fyrir stríðið
Ísey hefur verið komið í búðir í Moskvu og Sankti Pétursborg. MYND/SKJÁSKOT
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
bth@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Engar vonir eru um frið
eða vopnahlé að mati þeirra íbúa
Úkraínu sem Óskar Hallgrímsson,
ljósmyndari í Kænugarði, hefur rætt
við.
Þetta kom fram í viðtali við Óskar
á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í
gærkvöld.
Stríðsglæpir, nauðganir, aftökur
og annar hryllingur eru daglegt
brauð hjá rússneska hernum að
sögn Óskars. Hann heimsótti Bútsja
í fyrradag og ræddi við heimamenn.
Hann segir að íbúar, börn, konur og
gamalmenni hafi sjálf þurft að grafa
eigin fjöldagrafir áður en fólkið var
skotið.
Óskar á úkraínsku eiginkonu
og segist ekki á leið til Íslands. Þau
hjónin veiti hvort öðru styrk sem
vonandi dugi þeim til að halda
sönsum. ■
Létu íbúana grafa eigin gröf í Bútsja
Óskar ljósmyndari í Bútsja, sem líkja
má við brunarústir að hans sögn.
MYND/AÐSEND
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Hjónin Kristín Matthías-
dóttir og Kristinn S. Jórmundsson
vilja kaupa gömlu kirkjuna í Grinda-
vík.
Hjónin sátu bæjarráðsfund á
þriðjudag og kynntu hugmyndir
sínar um aukna starfsemi í gömlu
kirkjunni með hugsanleg kaup í
huga. Var Fannari Jónassyni bæjar-
stjóra falið að vinna málið áfram.
Ekki náðist í hann í gær.
Kristinn vildi lítið tjá sig um
hugsanleg kaup þegar Fréttablaðið
sló á þráðinn. „Þetta er svona bara
í bígerð. Nú er bara að bíða og sjá,“
segir hann. Nú fær hugmyndin að
malla í kerfinu.
Gamlan kirkjan var reist árið
1909. Var byggingarefnið að hluta
til fengið úr gömlu kirkjunni að Stað
sem byggð var 1858. Kirkjan þjónaði
Grindvíkingum til 1982 þegar núver-
andi kirkja þeirra var tekin í notkun.
Frá 1988 var starfrækt barna-
heimili í kirkjunni en þar hefur verið
félagsstarfsemi undanfarin ár. ■
Hjón vilja kaupa
gömlu kirkjuna
Gamla kirkjan í Grindavík, reist 1909
og afhelguð 1982. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VÞetta snýst um að
aðstoða almenna
borgara, miðla menn-
ingu og aðstoða fólk í
neyð.
Ólafur Ágúst
Andrésson kjör-
ræðismaður
Rússlands á
Íslandi á
Íbúafundur fyrir miðbæjarbúa var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöld. Hannes Sigurðsson segir í Fréttablaðinu í dag að framganga næturklúbba í miðborginni sé
„ekkert annað en hljóðpyndingar, hreint ofbeldi, í boði borgarinnar sem lætur kveinstafi íbúanna sem vind um eyru þjóta.“ SJÁ SÍÐU 18 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ