Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 8

Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 8
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir byrlunarmál ávallt tekin alvarlega. Sjáumst á fjöllum Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ www.fi.is Kona sem telur sig hafa orðið fyrir byrlun í einkasam- kvæmi á Edition hótelinu fyrir tveimur vikum segir við- bragðsaðila hafa brugðist sér. Hún segir fórnarlömb byrlana í ómögulegri stöðu þegar komi að öflun og varðveislu sönnunargagna. ninarichter@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Þrjátíu og sjö ára gömul kona  kveðst hafa  orðið fyrir byrlun þegar hún var úti að skemmta sér með vinum aðfaranótt 27. mars. Hún hafi drukkið lítið um kvöldið en fengið sér bjór í f lösku nálægt miðnætti, í einkasamkvæmi á lokuðum næturklúbbi á Edition hótelinu, þar sem fyrir lá gestalisti. Konan segist skyndilega hafa fundið fyrir lömun í líkamanum, eftir tvo sopa af bjórnum. Konan fór heim í leigubíl og segist hafa átt fullt í fangi með að komast inn í íbúðina sína. Þegar hún vaknaði morguninn eftir hafi hún fundið fyrir sjóntruflunum og áttað sig á því að ekki væri allt með felldu. Hún hafi tekið bjórflöskuna með sér heim fyrir rælni, og því haft hana heima hjá sér á þeim tíma. Eiturlyfjapróf greindi benzo-lyf Hún hafi næst afráðið að hafa sam- band við Læknavaktina, en fengið þar ábendingar um að ekkert væri gert í slíkum málum og þar væru blóðsýni ekki tekin. „Læknarnir standa ekki í því,“ hefur konan eftir vakthafandi hjúkrunarfræðingi við símaráðgjöf. Hjúkrunarfræðingur- inn hafi ráðlagt henni að kaupa eiturlyfjapróf til að ganga úr skugga um byrlun. Konan gerði það og segir eiturlyfjaprófið hafa sýnt merki um benzo-lyf í þvagi. Konan segist hafa hringt í lög- regluna í framhaldinu, en fengið þau svör að lítið yrði við þessu gert, ekki yrðu tekin sýni af flöskunni og það borgaði sig ekki fyrir hana að gefa skýrslu. Slíkt væri eingöngu tímasóun. Lögregla tekur ekki skýrslu Konan segist hafa mætt til lögregl- unnar í annað sinn fjórum dögum seinna, eftir að mesta áfallið var liðið hjá. „Ég er sett þarna fram á gang þar sem allir labba fram hjá. Ég segi henni að ég sé ekki tilbúin að opna mig um svona viðkvæmt mál á einhverjum gangi.“ Hún kveðst hafa fengið þau svör að kanna þyrfti mik- ilvægi málsins áður en hægt væri að bóka rými fyrir viðtalið. „Ég spyr: Mikilvægi? Mér var byrlað, er það ekki mikilvægt?“ Konan segir að ekkert hafi verið skrifað niður á þeim tímapunkti. „Ég spyr hvort ekki sé einhver vit- undarvakning í gangi með öryggi á djamminu og þá er svarið: Nei, það vorum við aldrei að gera. Heldur þú að við höfum fjármagnið og mann- aflann í það?“ Konan segir að fulltrúi lögregl- unnar hafi ekki tekið skýrslu vegna málsins. „Henni fannst þetta ekki nógu mikilvægt. Við töluðum í klukkutíma. Mér blöskraði hversu lítið var gert úr þessu.“ Ekki leyfi til að skoða myndbönd Fulltrúi hafi spurt hana hvort blóð- sýni hafi verið tekið. Konan segist hafa reynt það en ekki fengið það í gegn. „Ég fór ekki á neyðarmót- tökuna af því að ég vissi ekki að ég ætti að fara þangað,“ segir hún. „Kannski var Læknavaktarinnar að benda mér á að fara á neyðar- móttökuna en ekki láta mig keyra um allan bæ í alvarlegu ástandi að leita að eiturlyfjaprófi, sönnunar- gagni sem enginn vill sjá. Það vill enginn eiturlyfjaprófið eða f lösk- una sem varð eftir, til að rannsaka þetta. Þannig að ekkert er skjalfest,“ segir konan. Hún segir fulltrúa Edition hafa verið samvinnuþýða og allt viljað fyrir hana gera, en hins vegar komi persónuverndarlög í veg fyrir að hægt sé að skoða myndbandsupp- tökur úr veislunni, til þess þurfi dómsúrskurð. Þaðan hefur hún einnig upplýsingar um að fleiri en þeir sem voru á gestalista hafi fengið aðgang, með samþykki aðstand- enda viðburðarins, sem gefið var á staðnum umrætt kvöld. Konan segist hafa beðið lög- regluna um að skoða myndböndin en uppskorið háð. Hún hafi verið spurð hvort hún héldi virkilega að lögreglan skoðaði slík myndbönd. Mikil auglýsingaherferð í gangi Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir að mikil aug- lýsingaherferð sé í gangi um þessar mundir þar sem fólk er hvatt til að líta til með fólki í kringum sig. „Það er samstarfsverkefni lög- reglunnar, Neyðarlínu og f leiri aðila,“ segir Ásgeir. Fyrr í vikunni sagði Ásgeir í samtali við blaðið, ótengt þessu máli, að í tilfellum þar sem grunur leikur á um byrlun séu slík mál alltaf tekin alvarlega og tekin séu sýni, auk blóðsýna og læknisrann- sóknar. Elfa Björk Ragnarsdóttir, yfir- hjúkrunarfræðingur á Lækna- vaktinni, segir að tilfellum sem þessu sé ætíð vísað á bráðamóttöku og svörin sem konan hafi fengið í þessu tilfelli séu ekki stöðluð svör samkvæmt þeirra verklagi. Lækna- vaktin taki heldur ekki blóðprufur og hafi aldrei gert. n Telur viðbragðsaðila hafa brugðist eftir byrlun Yfirlögreglu- stjóri segir hefðbundna verkferla aðra en þá sem konan lýsir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK georg@frettabladid.is ÚKRAÍNA Yfirvöld í Bandaríkjunum kynntu fyrir skömmu nýjar og hert- ar refsiaðgerðir gegn rússneskum fyrirtækjum og einstaklingum sem tengjast stjórn Pútíns Rússlands- forseta. Harðar þvinganir verða settar á starfsemi tveggja stærstu fjármálafyrirtækja Rússlands, Alfa Bank og Sberbank. Þá verða tvær uppkomnar dætur Pútíns, María Vorontsova og Katerína Tíkhonova, beittar við- skiptaþvingunum af bandarískum stjórnvöldum sem telja að stór hluti af eignasafni Pútíns sé falinn meðal fjölskyldumeðlima og vina hans. Þess vegna hafi þeir beint spjótum sínum að dætrum hans. Aðrir fjölskyldumeðlimir hátt- settra embættismanna verða sömu- leiðis beittir þvingunum. Til að mynda eiginkona og dóttir utanrík- isráðherra Rússlands Sergeis Lavrov og fjölskylda forsætisráðherrans Míkhaíls Míshústín. Þessar efnahagsþvinganir og hrina af þvingunum frá öðrum ríkjum víðs vegar um heim koma í kjölfar fregna af voðaverkum sem rússneski herinn er talinn hafa framið gegn óbreyttum borgurum á svæðum í nágrenni við Kænugarð. Svæði sem rússneski herinn hefur nýlega hörfað frá. Þar ber helst að nefna fjöldamorðið í bænum Bútsja. Ljósmyndir af fjötruðum líkum óbreyttra borgara á götum bæjar- ins hafa vakið mikla athygli og óhug innan alþjóðasamfélagsins. Deilt hefur verið um áhrif efna- hagsþvingana á stríðsrekstur Pútíns en víst er að þær eru farnar að hafa áhrif á líf almennra borgara í land- inu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að landsframleiðsla í Rússlandi muni dragast saman um meira en 10 prósent og efnahagslegar framfarir síðustu ára þurrkist þannig út. n Dætur Pútíns beittar þvingunum María Vorontsova og Katerína Tíkhonova með föður sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.