Fréttablaðið - 07.04.2022, Síða 12
Þegar taprekstur
A-hluta er farinn að
teygja sig yfir nokkurra
ára tímabil, eins og við
sjáum í dag, þá höfum
við af því áhyggjur.
Sigurður Ármann
Snævarr, sviðs-
stjóri hag- og
upplýsinga-
sviðs Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga
Fríar forskoðanir
fyrir laseraðgerðir
út apríl
Tímapantanir 414 7000
/Augljos
Útlit er fyrir verulegt tap á
rekstri A-hluta sveitarfélaga
þriðja árið í röð. Horfur
yfirstandandi árs benda til
tapreksturs sem nemur allt
að tveimur prósentum af
tekjum. Halli síðasta árs var
enn meiri, eða þrjú prósent af
tekjum. Þetta er talsvert verri
niðurstaða en blasti við í kjöl-
far efnahagshrunsins.
ggunnars@frettabladid.is
Í ljósi stöðunnar segir Sigurður
Snævarr, sviðsstjóri hag- og upp-
lýsingasviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga, ástæðu til að hafa
verulegar áhyggjur. Hann telur
ljóst að mörg sveitarfélög muni eiga
erfitt með að halda úti lögbundinni
þjónustu í óbreyttri mynd án þess
að grípa til róttækra aðgerða.
„Ef við berum stöðuna í dag
saman við árin eftir hrun þá blasir
við okkur þessi dökka mynd. Því
miður. Rekstrarstaða sveitarfélaga
á árunum eftir hrun var, þrátt fyrir
allt, jákvæð. Á móti kemur reyndar
að skuldastaðan er öllu skárri í dag.
Þannig að það er ekki allt svart í
þessu. En þegar taprekstur A-hluta
er farinn að teygja sig yfir nokkurra
ára tímabil, eins og við sjáum í dag,
þá höfum við af því áhyggjur. Það er
stóra myndin í þessu.“
Sigurður segir launakostnaðinn
meginástæðu taprekstursins. „Þessi
þróun varðandi launin er einfald-
lega tifandi tímasprengja því þau
eru talsvert lægri en á almennum
markaði, þrátt fyrir hækkanir síð-
ustu ára. Liðlega 58 prósent af tekj-
unum fara í laun eins og staðan er
í dag, fyrir utan lífeyrisskuldbind-
ingar,“ segir Sigurður.
Helsta skýringin að baki aukn-
um launakostnaði liggur í auknum
skuldbindingum sveitarfélaga í
tengslum við lögbundna þjónustu.
Auknar kröfur samhliða lagabreyt-
ingum hafa leitt af sér stóraukinn
launakostnað og fjölgun stöðu-
gilda.
Ef rýnt er í einstaka málaflokka
er staðan einna verst í þjónustu við
fatlað fólk. Þar hefur hallinn aukist
ár frá ári. Munurinn á framlögum
ríkisins og raunkostnaði þjónust-
unnar nemur nú um 10 milljörðum
á ári. Sigurður bendir á að þetta bil
þurfi sveitarfélögin svo að brúa
með öðrum tekjustofnum. Það gefi
augaleið.
Það sem eykur enn á áhyggjurn-
ar, að mati Sigurðar, er að ekkert
lát virðist vera á neikvæðri þróun
næstu árin. Útlit sé fyrir að þjón-
ustan muni aukast enn frekar með
tilheyrandi kostnaði og áframhald-
andi hallarekstri.
Heilt yfir vill Sigurður þó meina
að sveitarfélögin hafi staðið sig vel.
Þeim hafi, þrátt fyrir allt, tekist að
sigla þokkalega í gegnum heims-
faraldurinn. Hugmy ndin með
yfirfærslu tiltekinna málaf lokka
frá ríki til sveitarfélaga hafi verið
að bæta þjónustuna og færa hana
nær íbúunum. Það hafi í meginat-
riðum tekist.
Ef markmið um lægri skuldir
sveitarfélaga eiga að nást, líkt og
talað hefur verið um, þá verður það
ekki gert öðruvísi en með niður-
skurði eða stórauknum tekjum, að
mati Sigurðar.
„Sveitarfélögin eru misjafnlega í
stakk búin til að vinda ofan af stöð-
unni. Svigrúm til nýframkvæmda er
lítið sem ekkert við þessar aðstæður.
Það skapar svo ákveðinn vanda sem
við veltum á undan okkur inn í fram-
tíðina,“ að sögn Sigurðar. Hann segir
að dregið hafi verulega úr fjárfesting-
um sveitarfélaga. Útlit sé fyrir að þær
þrengingar muni halda áfram næstu
árin. Bág rekstrarstaða sveitarfélaga
skapi alltaf ákveðinn vanda, sérstak-
lega í aðdraganda kosninga. „Ef við
tökum sem dæmi hugmyndir um
gjaldfrjálsa leikskóla þá er nokkuð
ljóst hvaðan fjármagnið þarf að
koma svo það geti orðið að veruleika.
Núverandi rekstrarstaða gefur ein-
faldlega engin tilefni til hástemmdra
loforða. Tala nú ekki um ef þau hafa í
för með sér mikinn tekjusamdrátt.“
Sigurður telur að sveitarfélögin
standi í raun frammi fyrir tveimur
kostum í stöðunni. Annar sé að
þau leggi allt sitt traust á að hag-
vöxtur taki hratt við sér á næstu
árum og auknar tekjur geri þeim
þannig kleift að snúa við blaðinu
án þess skerða þjónustu. Hin leiðin
sé hreinn og beinn niðurskurður.
Staðan sem blasir við sveitar-
félögum í dag kalli í öllu falli á
aðhald næstu árin ef ekki eigi illa
að fara. ■
Staða sveitarfélaganna mun
alvarlegri í dag en í kjölfar hrunsins
Horfur í rekstri
sveitarfélaga
eru dökkar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
ggunnars@frettabladid.is
Ferðaþjónustan á Íslandi er í erfiðri
stöðu í kjölfar heimsfaraldursins.
Erlendir ferðamenn streyma nú
aftur til landsins og horfur fyrir
sumarið eru góðar. Stóri vandi
greinarinnar um þessar mundir,
að mati Ásbergs Jónssonar fram-
kvæmdastjóra Travel Connect,
er hins vegar mikil skuldsetning.
Mörg fyrirtæki eru löskuð og það er
þreyta í greininni. Eðlilega eru þau
mjög misjafnlega í stakk búin til að
stækka hratt og bregðast við aukn-
um fyrirsjáanlegum umsvifum.
„Þessi staða skapar mikið ójafn-
vægi. Það er skortur á starfsfólki,
rútum og bílaleigubílum. Þar fyrir
utan glímum við áfram við kunnug-
lega óvissu. Krónan er að styrkjast
og laun að hækka. Allt gerir þetta
það að verkum að fyrirtæki þurfa,
sem fyrr, að vera mjög sveigjanleg
og sýna þá ótrúlegu seiglu sem þau
sýndu í gegnum faraldurinn, segir
Ásberg.
Ásberg bendir á að það sé í raun
ótrúlegt hversu mörg fyrirtæki eru
enn starfandi eftir öll þau áföll sem
á þeim hafa dunið. ■
Ferðaþjónustan
þarf seiglu og
sveigjanleika
magdalena@frettabladid.is
Baldur Thorlacius, framkvæmda-
stjóri sölu og viðskiptatengsla hjá
Nasdaq Iceland, segir að mikilvægt
sé að auka erlent eignarhald í inn-
lendum félögum en það sé eitthvað
sem gerist ekki af sjálfu sér. Þetta
sagði hann í sjónvarpsþættinum
Markaðinum sem sýndur var á sjón-
varpsstöðinni Hringbraut í gær.
„Þetta eru mjög góð og öf lug
tímamót til að bæta þessa stöðu en
það er ekki eitthvað sem gerist af
sjálfu sér,“ segir Baldur og bætir við
að mikilvægt sé að halda umbóta-
starfi áfram.
„Ef við höldum áfram umbóta-
starfi sem við höfum verið að vinna
í með markaðsaðilum, löggjafanum,
Seðlabankanum og öðrum og sjáum
til þess að markaðsumgjörðin upp-
fylli alla helstu gæðastaðla þá mun
það leiða til frekari áhuga erlendra
aðila á innlenda markaðnum. En
markaðurinn þarf líka að halda
áfram að stækka með nýskráning-
um og ef hann gerir það og ef við
höldum áfram að klífa þennan stiga
hjá MSCI þá er ég sannfærður um að
við getum aukið erlent eignarhald í
innlendum félögum.“ ■
Mikilvægt
að auka erlent
eignarhald
olafur@frettabladid.is
Samkvæmt nýju verðmati er Brim
138 milljarða virði. Samkvæmt því
ætti gengi hlutabréfa í Brim að vera
72 en lokagengi á markaði í gær var
101. Þetta kemur fram í verðmati frá
Jakobsson Capital sem Markaðurinn
hefur undir höndum.
Horfur félagsins eru sagðar góðar.
Árið 2022 mun hins vegar hafa áhrif
að úthlutað aflamark í þorski verður
nokkuð lægra en árið á undan. Staða
aflaheimilda í þorski var tæplega 29
prósentum lægri í lok síðasta árs en í
lok 2020. Staða aflaheimilda í botn-
fiski í heild var um 21 prósenti lægri
í árslok 2021 en í lok árs 2020.
Á móti kemur að verðvísitala
botnf iskafurða hefur hæk kað
um 18 prósent. Áhrif átakanna í
Úkraínu eru ekki farin að koma í
ljós en allt bendir samt til að verð
sjávarafurða hækki samfara hærra
matvælaverði.
Jakobsson Capital gerir ráð fyrir
að tekjur af botnfiski aukist um 5
prósent þrátt fyrir lægri aflaheim-
ildir. Framlegð af uppsjávarveiðum
var 48 prósent árið 2021 samanborið
við 38,2 prósenta framlegð árið 2020.
Meðalframlegðarhlutfall síðustu 10
ára hefur verið 36,5 prósent.
Fiskverð hefur hækkað samfellt
undanfarin ár. Stríðið í Úkraínu
veldur verðhækkunum sem koma
Brimi og öðrum íslenskum útgerðar-
fyrirtækjum vel.
Miklar verðhækkanir á olíu vega
upp á móti hækkunum á verði sjáv-
arafurða og gerir Jakobsson Capital
ráð fyrir óbreyttu framlegðarhlut-
falli milli áranna 2021 og 2022. Á
næsta ári er gert ráð fyrir lægra fram-
legðarhlutfalli. ■
Brim metið 30 prósent undir markaðsgengi
Guðmundur
Kristjánsson,
forstjóri Brims
12 Fréttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR