Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 22

Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. 9. ap ríl Há tíð a rd a g sk rá Sý n in ga r R a tl e ik i r Allra veðra von! á Náttúrufræðistofu Kópavogs Heimur á ævintýranna á Bókasafni Kópavogs 12:00 Leikhópurinn Lotta Bókasafn Kópavogs 11:00 Páskaföndur Lindasafn 13:00 Barnakór Smáraskóla Bókasafn Kópavogs 13:15 Skólakór Hörðuvallaskóla Salurinn 13:45 Marimbasveit Smáraskóla Salurinn 14:30 Danspartý Salurinn 15:30 Rokksveitin Hvassviðri Salurinn 16:00 Nordjysk pigekor Kópavogskirkja og Skólakór Kársness 15:00 Örsögusamkeppni Bóksafn Kópavogs Vatnsdropans 13:30 Skólakór Kársness Gerðarsafn 12:30 Allra veðra von! Náttúrufræðistofa Veður- og loftslagsspjall með Sævari Helga. 13:00 Sjóndeildarhringurinn Gerðarsafn Grafíksmiðja fyrir fjölskyldur. 12:40 Hér á ég heima Salurinn Kórar úr Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla og Smáraskóla. 13:30 Allra veðra von! Náttúrufræðistofa Veður- og loftslagsspjall með Sævari Helga. 14:00 Búkolla Salurinn Tónlistarævintýri eftir Gunnar Andreas Kristinsson. 5.- 9. apríl 5. - 25. apríl Söguhetjur ævintýranna Sýning í barnadeild Bókasafns Kópavogs á verkum 120 leikskólabarna í Kópavogi. 9. - 10. apríl Sólarprent Sýning í Gerðarsafni á verkum nemenda í 1. bekk í Kársnesskóla og Smáraskóla. 5. - 25. apríl Smásögur Vatnsdropans Sýning í Bókasafni Kópavogs á smásögum eftir börn úr 5. bekk í grunnskólum Kópavogs. 5. - 9. apríl Leggjum línurnar Sýning á Náttúrufræðistofu á verkum 400 nemenda í 10. bekk í Kópavogi sem tóku þátt í samnefndu loftslagsverkefni Náttúrufræðistofunnar. MEKO.IS Júlíus pónýhesta-einhyrningur, Dans-stelpa, Doppa, Hugsunar- vélmenni og Rauðpanda dvelja nú á Bókasafni Kópavogs yfir Barna- menningarhátíðina. Þau hafa hvert um sig mismunandi ofurkrafta og nota þá alltaf þegar kallað er eftir þeirra hjálp. Þessar ofurhetjur eru hluti af sýningunni „Söguhetjur ævintýranna“ sem 120 leikskóla- börn í Kópavogi unnu í samstarfi við Bókasafn Kópavogs. Um er að ræða litríka sýningu sem hverfist um ímyndunaraflið og ævintýrið. Og hvað gera slíkar söguhetjur alla daga? Jú, þær fljúga, berjast við bófa, skjóta á vondu drekana, töfra fram blóm, hjálpa þeim sem eru í vanda og eru með græna, gula og bláa krafta. Á meðan söguhetjurnar fremja hetjudáðir eru þær Friðrika Eik Z. Ragnars og Inga Bríet Valberg að skapa sína list í Vatnsdropanum, alþjóðlegu barnamenningarverk- efni sem Kópavogur gengst fyrir í samvinnu við H.C. Andersen- safnið í Óðinsvéum, Múmínsafnið í Tampere og Undraheim Ilon Wik- lands í Haapsalu í Eistlandi. Vatns- dropinn hverfist um norrænar barnabókmenntir, í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og umhverfismál. Spenntar fyrir dagskránni Friðrika Eik og Inga Bríet taka þátt í Barnamenningarhátíð og eru mjög spenntar fyrir fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar á laugar- daginn. Þær ætla báðar að taka þátt í Örsögusamkeppninni sem snýst um að skrifa sögu á hálftíma. „Mér finnst svo gaman að skrifa og ég hef skrifað margar sögur,“ segir Friðrika. „Ég fer líka á útgáfuhófið þegar smásögur eftir 5. bekkinga verða gefnar út því ég á eina sögu þar.“ Ingu finnst Örsögusamkeppnin líka mjög spennandi. „Svo finnst mér gaman að hlusta á tónlist og Leikhópurinn Lotta er alltaf skemmtilegur.“ Fræðslufjör og danspartí „Hei, Marimbasveitin er spenn- andi,“ heyrist í Ingu. „Hvað er það?“ spyr Friðrika um leið. „Það veit ég ekki en nafnið er bara spennandi. Ég ætla að vera allan daginn í Menningarhúsunum því þar verða svo margir skemmtilegir viðburðir,“ segir Inga ákveðin. „Ég ætla líka á Fræðslufjörið með Sævari Helga því alltaf þegar ég horfi á þátt með Sævari Helga, eins og þegar hann kom á ráðstefnu Vatnsdropans, þá er svo gaman að hlusta á hann og fræðast. Ég læri alltaf svo mikið hjá honum.“ Frið- rika ætlar líka á Fræðslufjörið með Sævari Helga. „Svo elska ég ratleiki og ætla að fara í þá sem verða á laugardaginn,“ bætir hún við. Þær eru sammála um að dans- partíið með Friðriki Agna og Önnu Claessen verði skemmtilegt. „Mér finnst svo gaman að dansa,“ segir Inga og stekkur upp úr sófanum. „Sérstaklega í partíum því þá dansar maður svo mikið. Ég dansaði meira að segja í Krónunni um daginn,“ segir hún og skelli- hlær. „Ég dansaði einu sinni alltaf heima,“ bætir Friðrika við. „En núna dansa ég bara úti um allt. Ég dansaði einu sinni úti á götu.“ Kúl að vera í Vatnsdropanum Þessar hressu og skapandi stelpur eru ánægðar með þátttöku sína í Vatnsdropanum. „Það er æðislegt, það er kúl að vera í Vatnsdrop- anum,“ segir Inga og Friðrika bætir við: „Við fáum að gera verkefni sem enginn krakki fær annars að gera. Mamma segir að við séum mjög heppin, setjum upp sýningar og hátíðir og hittum sérfræðinga. Mér finnst það líka og þetta er æðislega gaman.“ En hvað skyldi þeim finnast eftirminnilegast hingað til í Vatns- dropanum? Friðrika er ekki lengi að svara: „Þegar við fórum til Baltasars að læra hvernig við getum gert vídeó á spjaldtölvurnar okkar,“ og Inga bætir við: „Já, það var æðis- legt. Þar fékk ég hugmyndina að ljósmyndaverkefninu mínu. Það var mjög gaman að heimsækja Baltasar.“ Það er ekki komið að tómum kofanum hjá þessum einstaklega skapandi stelpum svo við gátum ekki stillt okkur um að spyrja um framtíðina. „Ég ætla að verða leikari eða sjónvarpskona,“ segir Inga ákveðin. Friðrika hugsar sig aðeins um og segir svo: „Ég ætla að verða kokkur eða leikskóla- kennari því mér finnst svo gaman að vera í kringum lítil börn, teikna með þeim og hjálpa þeim að nota ímyndunaraflið.“ ■ Sögurhetjur ævintýranna hverfast um ímyndunaraflið og á laugardag er fjölbreytt Barnamenn- ingardagskrá í Menningarhús- um Kópavogs. MYND/ GUNNAR BJARKI 2 kynningarblað A L LT 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.