Fréttablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 24
Maríanna Pálsdóttir, snyrti-
og förðunarfræðingur,
leggur áherslu á að fagfólk
ráðleggi við val á húð- og
snyrtivörum.
„Mér finnst þörf umræðan um að
fólk láti ekki selja sér hvað sem er.
Ég segi það, því ég hef ofnæmi fyrir
söluræðum. Á einum stærsta mark
aði heims, sem er snyrtivörubrans
inn, reyna flestir að selja sem mest
og þá gleymist oft að huga að per
sónulegum þörfum hvers og eins.
Þá er eins og fagmennskan dvíni
samhliða því að ná árangri í sölu
og virðist þá engu skipta hver selur.
Við bætast svo áhrifavaldar sem fá
gefins ýmiss konar snyrtivörur og
fá jafnvel greitt fyrir að mæla með
þeim og segja að þær séu „bestu
vörur sem þeir hafa prófað“ og allir
rjúka til að kaupa, burtséð frá því
hvort varan hentar þeim eða ekki.
Og vegna þess að stóri snyrtivöru
risinn fékk fræga leikkonu til að
vera andlit vörunnar hlaupa að
dáendur leikkonunnar á eftir því.
Þetta er auðvitað varhugavert og
því segi ég enn og aftur: Ekki láta
selja þér hvað sem er, og ekki láta
blekkjast.“
Þetta segir Maríanna Pálsdóttir,
snyrti og förðunarfræðingur.
Maríanna er eigandi MP Studio og
starfar á sjónvarpsstöðinni Hring
braut, ásamt því að farða fyrir
Fréttablaðið. Hún hlaut sérstök
verðlaun úr hendi forseta Íslands
fyrir framúrskarandi árangur í
námi þegar hún útskrifaðist með
sveinspróf í snyrtifræði.
Ekki láta selja þér hvað sem er
Maríanna
Pálsdóttir er
snyrtifræðingur
á sjónvarps-
stöðinni Hring-
braut.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg
@frettabladid.is
Gott fyrir húðina og budduna
Maríanna er í startholunum með
vikulega pistla um heilsu og fegurð
í Fréttablaðinu. Hún leggur áherslu
á að fólk leiti til fagfólks eftir
ráðleggingum um val á snyrti og
förðunarvörum, og þar standi
snyrtifræðingar upp úr.
„Margir sækja í að kaupa snyrti
vörur á afsláttardögum. Þá er gott
að hafa hugfast að kannski er ekki
alls staðar fagfólk til aðstoðar
heldur sölumenn sem fá prósentur
fyrir. Vissulega eru margir frábærir
snyrtifræðingar innan um, en engu
að síður er mikilvægt að vera viss
um að það sé einmitt snyrtifræð
ingur þar sem ófaglært starfsfólk
hefur ekki sömu sérfræðiþekkingu
til að ráðleggja viðskiptavinum
sem best. Í námi snyrtifræðinga er
til dæmis farið djúpt í lífefnafræði,
lífeðlisfræði, efnafræði og húð
sjúkdómafræði til að greina húð,
ráðleggja fólki, vísa því áfram til
lækna ef þarf, og mögulega koma
í veg fyrir stórskaða. Því skyldi
alltaf spyrja hvort viðkomandi sé
snyrtifræðingur, og ef svo er, hvort
hann geti gefið sér smá tíma til
að aðstoða þig við að velja réttar
vörur fyrir þína húðgerð,“ segir
Maríanna.
„Að velja réttar snyrtivörur
er líka mikilvægt fyrir budduna
því í dag geta snyrtivörur kostað
óheyrilega mikið. Hversu mikil
vonbrigði eru að kaupa sér krem
á fleiri tugi þúsunda sem svo
virkar ekki eins og væntingar
standa til, þig jafnvel svíður af
eða líður illa með? Á sama tíma
leyfir samviskan ekki annað en að
þú klárir vöruna sem kostaði sitt
enda ekkert grín að fara út í búð
og kaupa sér hreinsivörur, djúp
hreinsa, serum, dagkrem, nætur
krem og augnkrem, fyrir utan allar
förðunarvörurnar, svo sem farða,
púður, maskara, varalit og augn
blýant. Fæstir hafa efni á því öllu
og ef þeir á annað borð leyfa sér
slíkan munað er eins gott að það
sé valið út frá réttri húðgerð,“ segir
Maríanna og bætir við: „Einnig
myndi ég alltaf hugsa mig tvisvar
um ef ég gæti ekki fengið krem
prufur, til að sjá hvernig húðin
bregst við og mér líkar, því ef mér
líkar vel við kremið kem ég hvort
eð er aftur til að kaupa það.“
Engin krem gera kraftaverk
Lykil að því að kaupa réttar húð
vörur segir Maríanna vera að fara í
húðgreiningu hjá snyrtifræðingi.
„Þá leggstu á bekk snyrti
fræðings sem hreinsar húð þína,
tekur við þig almennt spjall um
hvernig þú hugsar um þig, hvort
þú drekkir nóg vatn, hreyfir þig,
borðir hollan mat, eða oft sterkan
mat, notir áfengi eða reykir, því
svo margt hefur áhrif á útlit húðar,
líka streita, mengun og óhófleg
sóldýrkun. Ef við viljum fyrir
alvöru huga að góðu heilbrigði
húðarinnar og vita hvaða krem
virka fyrir okkur þurfum við að
leita til fagaðila, en ekki fara af
stað í verslun í blindu trausti og
kaupa krem í góðri trú um að
það geri okkur gott. Við þurfum
að vita hvernig húðgerð okkar er
svo komist sé hjá því að nota til
dæmis grófan kornamaska á mjög
viðkvæma húð, sem getur verið
jafn slæmt og að setja sandpappír á
barnshúð,“ greinir Maríanna frá.
Hún segir engin krem gera
kraftaverk, sama hverju sé lofað.
„Ef til mín kemur kona sem
hefur reykt alla tíð eða er kannski
með áfengisvanda, borðar ekki
heilnæmt fæði og hugsar lítt um
sig, en segir: „Æ, mig vantar gott
krem til að laga þetta andlit,“ þá er
ekki til það krem sem lagar andlit
yfir nótt. Sama kona þyrfti heldur
ekki að útlista fyrir mér lífsstílinn;
ég sé hvernig hann er því allt sem
maður setur ofan í sig kemur fram
í húðinni og þótt það hjálpi til að
hreinsa húðina kvölds og morgna,
og djúphreinsa með kornamaska
tvisvar í viku, þá gerast engin
kraftaverk á einni nóttu. Ef við
erum bólgin undir augum þurfum
við að íhuga hvort eitthvað sé í
ólagi í nýrum eða lifur, því húðin
endurspeglar það sem kemur
innan frá. Við verðum því að leggja
inn fyrir því að líta vel út og að húð
okkar sé glóandi fín og falleg.“
Maríanna bendir á annað
mikilvægt atriði þegar keyptar eru
húðvörur.
„Það er að mæta án farða og með
hreina húð í snyrtivöruverslanir.
Annars getur snyrtifræðingur illa
metið húð þína.“
List að draga fram fegurð fólks
Í starfi sínu á Hringbraut fær Marí
anna fjölda karla til sín í stólinn.
„Ég finn að karlar eru farnir að
hugsa meira um húð sína en áður,
en þeir eru enn svolítið feimnir.
Öll erum við með húð, hvort sem
við fæðumst sem kona eða karl,
og ekki síður gott fyrir karlmenn
að næra húð sína með góðu kremi.
Þeir taka vel í ráðleggingar mínar
og ég byrja alltaf á að velja krem
fyrir hvern og einn. Margir eru
með þurra og skorpna húð eftir
harðan vetur og þykir þægilegt
að fá krem og andlitsnudd. Við
mannfólkið erum vön því að
heilsast með handabandi en að
sama skapi óvön því að einhver
nuddi á okkur andlitið og næri
húð okkar. Því tala margir um að
þeir geti vart beðið eftir því að
komast aftur í stólinn til mín,“
segir Maríanna og hlær.
„Húðin er stærsta líffærið og við
þurfum að skoða hana í stærra
samhengi. Mitt besta ráð varðandi
líkamann allan og umhirðu er
að kaupa þurrbursta og bursta
húðina annan hvern dag. Við það
losna gamlar húðfrumur, húðin
getur andað á ný og endurnýjað
sig. Síðan að skola húðina og bera á
hana góða, hreina olíu. Það er eins
og að vera blóm sem er vökvað.
Sjálfri líður mér aldrei betur en
á eftir, ég finn húðina lifna við,
örvun í öllu sogæðakerfinu og
mikla vellíðan. Allt er þetta hluti
af sjálfsást. Við þurfum að muna
að það er heildrænt að hugsa um
sjálfan sig og enginn galdur með
kremi eða serumi á mettíma,“ segir
Maríanna.
Snyrtifræðingar eru einnig
menntaðir í að sjá það sem hugsan
lega þarf að skoða betur, svo sem
roða, litabletti og vessa í húð.
„Ef vandamálið er utan okkar
sviðs bendum við alltaf á húð
lækna. Líka ef unglingabólur
eru með bólgum, sýkingum eða
tilheyrandi skemmdum í húð, eða
ef kona yfir fertugt fer allt í einu
að fá bólur eða hárvöxt í andlit, þá
veit maður að hormónarnir eru
komnir í ójafnvægi. Þá má alls ekki
fara í bakkgírinn, grípa til örþrifa
ráða og raka á sér andlitið, því til
eru lausnir,“ segir Maríanna.
Hún er í draumastarfinu.
„Mér finnst gaman að geta dregið
fram það fallegasta í fólki. Það er
list. Ég er skapandi einstaklingur
og var alltaf í uppáhaldi hjá mynd
listar, textíl og smíðakennur
unum. Það skiptir máli að vera
góður mannþekkjari í þessu starfi
og að kunna að lesa í andlitin og
aðstæður því stundum er fólk mjög
stressað fyrir viðtöl. Þá er hlutverk
mitt að róa viðmælendur og koma
þeim í toppmál áður en farið er í
viðtölin, um leið og þeir líta sem
allra best út.“ n
Það eru ekki til
kraftaverkakrem
sem laga andlit yfir nótt.
Við verðum að leggja inn
fyrir því að líta vel út og
að húð okkar sé glóandi
fín og falleg.
Mér finnst
gaman að
geta dregið
fram það
fallegasta í
fólki. Það
er list.
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL .IS
Litríkir
vorjakkar.
4 kynningarblað A L LT 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR