Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 30

Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 30
Það eina sem Óskar vantar í starfinu er að vinna titil. Viktor þarf að halda sama dampi ætli Blikar sér sigur í deildinni. n Lykilmaðurinn n Vörn n Miðja n Fylgstu með ▲ Komnir/farnir ▼ n Albert segir n Sókn n Þjálfari Breiðablik hafnar í 4. sæti n Spá Fréttablaðsins 1. sæti ? 2. sæti ? 3. sæti ? 4. sæti Breiðablik 5. sæti KR 6. sæti Stjarnan 7. sæti ÍA 8. sæti Leiknir R 9. sæti KA 10. sæti ÍBV 11. sæti Keflavík 12. sæti Fram Það verður hart barist um efstu sæti deildarinnar í ár og sam- kvæmt spá Fréttablaðsins mun Breiðablik enda í því fjórða. Það væru sár vonbrigði fyrir Blika að enda í fjórða sæti eftir að hafa barist um titilinn í fyrra. Liðið hefur hins vegar misst lykilmenn og óvíst er hversu öflug styrkingin er sem Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur sótt í vetur. Viktor Karl Einarsson Viktor Karl Einarsson skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Breiðablik á dögunum sem eru gleðitíðindi fyrir Blika. Viktor Karl var frábær á síðustu leiktíð og sannaði þá fyrir öllum hversu góður leikmaður hann er. Viktor býr yfir mikilli hlaupagetu en er einnig tæknilega sterkur. Hann er bæði góður sóknarmaður en einnig öflugur varnarmaður. Viktor er 25 ára gamall og á sér þann draum að komast aftur út í atvinnumennsku. Hann fór ungur að árum til Hollands og reyndi svo fyrir sér í Svíþjóð áður en hann hélt aftur heim. Hann þarf að halda sama dampi frá síðasta sumri og þá munu félög koma með stóru seðlana í Kópavoginn og sækja Viktor. Eigi Blikum að takast að berjast um þá titla sem í boði eru í sumar, þarf Viktor að vera í sínu besta formi. Albert Brynjar Ingason Gengi síðustu sex tímabil 2016 6. sæti | 2017 6. sæti | 2018 2. sæti | 2019 2. sæti | 2020 4. sæti | 2021 2. sæti n Íslandsmeistarar 2010 n Bikarmeistarar 2009 ▲ Dagur Dan Þórhallsson ▲ Adam Örn Arnarson ▲ Ísak Snær Þorvaldsson ▲ Juan Camilo Perez ▲ Mikkel Qvist ▲ Omar Sowe (lán) ▲ Pétur Theodór Árnason ▼ Thomas Mikkelsen ▼ Árni Vilhjálmsson ▼ Alexander Helgi Sigurðarson ▼ Davíð Örn Atlason Omar Sowe er framherji frá Bandaríkjunum sem Breiðablik fékk að láni frá New York Red Bulls út þessa leiktíð. Sowe hefur að mestu leikið með varaliði Red Bulls en Blikum sárvantaði fram- herja eftir að Árni Vilhjálmsson og Thomas Mikkelsen yfirgáfu herbúðir félagsins. Omar er 21 árs gamall en hann flutti til Bandaríkj- anna frá Gambíu þegar hann var 9 ára gamall. Hefur mikinn hraða og er líkamlega sterkur, gæti verið nýtt vopn í leik Blika að vera með sóknarmann sem vinnur inn fyrir línur andstæðinganna. Byrjunin hefur verið erfið fyrir Omar sem kom veikur til landsins, hann sýndi hins vegar vopn sín í æfingaleik gegn Val á dögunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Blika. Óskar hefur gjörbreytt spilamennskunni og hefur liðið spilað mjög skemmtilegan fótbolta. Það er hins vegar að koma að þeim tímapunkti að spilamennska Blika þarf að skila titlum. Liðið var hænu skrefi frá því á síðasta ári en rann á rass- inn þegar allt var undir. Óskari þarf að takast að búa til lið sem vinnur titil. Óskar er kröfuharð- ur á sig og leikmennina, hann æfir meira en flest lið og hefur haft leikmennina á sínu bandi í þessari vegferð. Leikmanna- kaup Óskars í vetur hafa vakið athygli en óvíst er hversu öflug styrkingin er. Mikil breidd er í varnarlínu Breiðabliks en Óskar Hrafn hefur úr fjórum miðvörðum að velja. Breiðablik er með þá Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson sem ná vel saman. Elfar Freyr Helgason hefur jafnað sig af erfiðum meiðslum og að auki bætti liðið Mikkel Qvist við hópinn. Danski varnar- maðurinn er stæðilegur með góðan vinstri fót. Höskuldur Gunnlaugsson var svo frábær sem hægri bakvörður á síðustu leiktíð en á dögunum kom Adam Örn Arnarson heim úr atvinnumennsku, þar er mikil samkeppni. Vinstra megin er svo Davíð Ingvarsson sem er einn besti bakvörður deildar- innar og erlend lið hafa mikinn áhuga á honum. Það er ótrúleg breidd á mið- svæði Breiðabliks en óvíst er hvernig Óskar muni stilla henni upp. Ljóst má vera að Gísli Eyj- ólfsson og Viktor Karl Einarsson verði áfram í lykilhlutverki sem tveir fremri miðjumenn félags- ins. Alexander Helgi Sigurðar- son yfirgaf hins vegar herbúðir félagsins í vetur og er það blóðtaka, Alexander var frábær á síðata tímabili. Ísak Snær Þor- valdsson getur leyst stöðuna en hann hefur ekki fundið taktinn í vetur. Oliver Sigurjóns- son og Andri Rafn Yeoman eru svo enn til taks og þeir þekkja hlutverk djúpa miðjumannsins vel. Hinn ungi Anton Logi Lúð- víksson hefur svo verið öflugur í vetur. Þá bættu Blikar við Degi Dan Þórhallssyni. Kristinn Steindórsson hefur leitt framlínu Breiðabliks af stakri snilld í vetur og mun fá traustið til þess í upphafi móts að leiða framlínu félagsins. Kristinn er lunkinn framherji sem er alltaf meðvitaður um hvar markið er staðsett. Hefur á síðustu tveimur árum gengið í endurnýjun lífdaganna í Kópavogi. Omar Sowe er svo mættur til leiks og gefur Blikum öðruvísi spil til að spila á. Jason Daði Svanþórsson kom frábær inn í liðið í fyrra og eru miklar væntingar gerðar til hans í sumar, hann ógnar með hraða sínum en hefur einnig mikla tæknilega getu. Blikar hafa misst Árna Vilhjálmsson og Thomas Mikkelsen frá síðustu leiktíð en Óskar Hrafn þarf að finna nýjar leiðir til þess að láta sóknarleikinn blómstra. Ef maður skoðar undirbúnings- tímabilið þá litu þeir virkilega vel út á Atlantic-bikarnum. Eftir það mót skilur maður að Lengjubikar- inn hafi ekki gengið sem best. Þeir byrjuðu undirbúningstímabilið fyrr en aðrir og æfðu á fullri keyrslu. Ég horfi því meira í mjög góða frammi- stöðu þeirra í æfingamótinu úti þar sem þeir mátuðu sig við sterka andstæðinga. Heilt yfir hefur þetta verið gott og góðu kaflarnir í Atlan- tic-mótinu voru mjög sterkir. Blikar ætla sér miklu meira en að enda í fjórða sæti, ég var mjög ánægður með að sjá Óskar Hrafn tala þannig að þeir ætli sér að berj- ast um titilinn. Það á að vera krafan og kannski er það svekkelsi að vera spáð fjórða sætinu þegar þeir voru nálægt þessu í fyrra. Þeir skoruðu langmest í fyrra og voru með sextán skoruðum mörkum fleiri en næsta lið. Blikar hafa oft verið þekktir fyrir að koðna niður og missa taktinn þegar þeir eru nálægt þessu. Svo finna þeir oft taktinn þegar þetta er ekki lengur möguleiki. Í fyrra var það byrjunin sem var slök og liðið vann bara einn af fyrstu fjórum leikjunum. Þeir eru best spilandi liðið á landinu og með skemmtilega hugmyndafræði. Ef þeir byrja mótið vel eru þeir lík- legir til þess að landa sigri. Þekktir fyrir að koðna niður þegar þeir eru nálægt titli Óskar Hrafn þarf að bæta við titli í safnið til að fullkomna gott starf í Kópavogi að sögn Alberts. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Framherjastaðan gæti verið haus- verkur, þeir höfðu landað Sævari Atla Magnússyni sem fór svo í atvinnumennsku. Pétur Theodór kom í vetur og sleit krossband, Árni Vilhjálmsson og Mikkelsen eru svo farnir. Omar Sowe er mættur og ef hann kemst í gang þá geta þeir fært Kristin Steindórsson út á vænginn. Omar þarf að byrja mótið vel og fá sjálfstraustið snemma. Ef það tekst ekki er Gísli Eyjólfsson líklega á kantinum og þá er miðjan sem var svo öflug í fyrra stórt spurningar- merki. Alexander Helgi er farinn og þeir gætu saknað hans. Það eina sem Óskar vantar í starf- inu er að vinna titil, Breiðablik hefur fengið mikið umtal síðustu ár enda spilað frábæran fótbolta. Ég held að f lestir Blikar búist við að þetta verði árið, þeir ætla sér að taka topp- sætið. n 22 Íþróttir 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.