Fréttablaðið - 07.04.2022, Page 44
Sumarið 2021 komu
þátttakendur til lands-
ins og fóru dýpra inn í
rannsóknina.
Hljóðverkið fyllir upp í
rými skálans, umlykur
gestina þegar þeir
koma inn.
Sýningin Ónæm/Immune í
Nýlistasafninu er afrakstur
tveggja ára rannsóknar- og
samstarfsverkefnis ellefu
alþjóðlegra listamanna.
Sýningin fjallar meðal annars um
nýlenduvæðingu, auðvald og þjóð-
arímynd þar sem Ferðabók Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er
lögð til grundvallar. Sýningarstjóri
er Bryndís Björnsdóttir.
Spurð af hverju Ferðabók Egg-
erts og Bjarna hafi orðið upphafs-
punktur sýningarinnar segir Bryn-
dís: „Hún kom til tals milli mín og
mannsins míns og ég áttaði mig
á því í fyrsta sinn hversu mikil
nýlenduskráning bókin er. Hún er
ekki einungis skráning á líferni og
náttúru Íslands heldur líka lýsing
á eyju sem er ekki bara einangruð
landfræðilega heldur einnig vegna
einangrunarstefnu.
Mér fannst þetta áhugaverður
vettvangur til að bjóða inn í Nýlista-
safnið fjölbreyttum hópi sem ég
valdi út frá venslum en líka út frá
aðferðafræði. Hver og einn las ritið
á því tungumáli sem hentaði. Svo
hófst ferlið. Við héldum fjarfundi
og ræddum bókina og hugmyndir
sem kviknuðu út frá lestri á henni.
Sumarið 2021 komu þátttakendur
til landsins og fóru dýpra inn í
rannsóknina. Hver og einn tekur í
verkum sínum á viðfangsefni sem
snýr að efni ferðabókarinnar.“
Postulín og bananar
Annarosa Krøyer Holm er í hópi
listamannanna. „Hún hefur í verkum
sínum verið gagnrýnin á nýlendu-
stefnu Danmerkur. Rannsókn henn-
ar fólst í því að fara á Mókollsdal á
Ströndum þar sem hægt er að finna
kaólín sem er undirstaða í postulíni.
Í innsetningu hennar má sjá merki
um þessa ferð hennar í Mókollsdal
en þar eru líka persónulegar hugleið-
ingar um tengingu arfleifðar hennar
við nýlendustefnu Danmerkur. Hún
komst að því að afi hennar vann um
tíma á skipi í Vestur-Indíum en hann
varð síðar augnlæknir og rannsakaði
litblindu. Hún tengir þessa litblindu
við nýlendustefnuna: það að sjá
ekki söguna og það sem undir býr. Á
sýningunni er postulínsskúlptúr úr
kaólíni frá Mókollsdal sem eru tveir
hnettir með teikningum frá stjörnu-
fræðingi sem var uppi á 19. öld en
Nýlenduvæðing
og þjóðarímynd
Bryndís
Björnsdóttir er
sýningastjóri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Sýningin í Ný-
listasafninu
er afrakstur
tveggja ára
rannsóknar- og
samstarfsverk-
efnis.
kolbrunb@frettabladid.is
Þann 21. apríl næstkomandi fer
fram foropnun á íslenska skálanum
á Feneyjatvíæringnum, alþjóðlegri
myndlistarhátíð sem nú er haldin
í fimmtugasta og níunda sinn. Í
íslenska skálanum sýnir myndlist-
armaðurinn Sigurður Guðjónsson
verkið Ævarandi hreyfing, stóran
fjölskynjunarskúlptúr. Hljóði og
mynd er ofið saman á kraftmikinn
hátt og skapast þannig heillandi
rými fyrir gesti skálans. Mónica
Bello er sýningarstjóri íslenska skál-
ans sem er nú staðsettur í Arsen ale,
inni á aðalsvæði tvíæringsins, í
fyrsta sinn.
Ævarandi hreyfing er mynd-
bandsinnsetning á tveimur sex
metra f lekum. Þar sést svífandi
járnryk, stækkað og magnað upp
með myndavélarlinsu listamanns-
ins. Gestir geta sökkt sér ofan í
hreyfingu abstrakt efnisins þegar
það skekkist og afmyndast svo að
til verða ný form og myndir, líkt og
yfirborð á órafjarlægri plánetu.
Verkið inniheldur hljóðheim sem
Sigurður og tónlistarmaðurinn Val-
geir Sigurðsson hafa þróað saman.
Hljóðverkið fyllir upp í rými skál-
ans, umlykur gestina þegar þeir
koma inn og skapar þannig dýpri
tengsl gesta við tíðni járnryksins
sem hreyfist og titrar á skjánum.
Á opnunardegi íslenska skálans
í Feneyjum kemur út ný sýningar-
skrá um feril og listsköpun Sigurðar
Guðjónssonar. Bókin er hönnuð
af Arnari Frey Guðmundssyni og
Birnu Geirfinnsdóttur hjá Studio
studio á Íslandi og gefin út af Dist-
anz-útgáfufyrirtækinu í Berlín.
Þetta er viðburðaríkt ár hjá Sig-
urði Guðjónssyni. Auk sýningar
hans á Feneyjatvíæringnum voru
verk hans sýnd við hlið verka
frumkvöðlanna Steinu og Woody
Vasulka, á nýrri sýningu BERG
Contemporary gallerísins í Frieze
No.9 á Cork Street í London á dög-
unum. Sigurður mun sýna verk sitt
Enigma, unnið í samvinnu við Önnu
Þorvaldsdóttur tónskáld og The
Spekt ral Quartet, tónlistarhóp sem
hefur hlotið fjölmargar tilnefningar
til Grammy-verðlauna, í Chicago í
apríl 2022 og sem hluta af Listahá-
tíð Reykjavíkur í júní 2022. Í haust
verður haldin stór einkasýning með
verkum listamannsins í Listasafni
Reykjavíkur, á sama tíma og verkið
Ævarandi hreyfing verður sett upp
í BERG Contemporary. ■
Ævarandi hreyfing í Feneyjum
Ævarandi hreyf-
ing (kyrrmynd
úr myndbandi)
2022.
hann taldi sig sjá skurði á Mars sem
kom í ljós að var einungis æðakerfið
í augum hans þegar hann pírði í sjón-
aukann.“
Hands.on. matter samanstendur
af tvíeyki frá Berlín, þeim Söndru
Nicoline Nielsen og Tim van der
Loo. „Þau eru að endurhugsa
hvernig síðkapítalismi kemur fram
í umhverfi okkar. Í verki sínu unnu
þau með íslenska banana, fóru til
Hveragerðis og rannsökuðu banana
og verk þeirra heitir Bananapapers.
Þau töluðu við son bananaræktanda
í Borgarnesi en þar reis gróðurhúsið,
gert úr timbri, og byrjaði loks að
morkna og þessi hleðsla þeirra af
bananapappír vísar til þess.“
Saga þrælaviðskipta
HIGHS eru Olando Whyte dans-
ari frá Jamaíka og hin sænska Rut
Karin Zettergren. „Þau vinna með
sögu þrælaviðskipta við Atlants-
hafið og á þessari sýningu skoða
þau íslenska saltfiskinn og afríska
ávöxtinn ackee. Þau sýna skúlp-
túrísk gróðurhús þar sem þau gera
tilraun til að rækta ackee-ávöxtinn.”
Páll Haukur Björnsson skoðar
margvíslega miðla í verkum sínum.
„Hér er hann að rannsaka hvaða
merkingu og merkingarleysu við
vörpum á náttúruna. Hann vísar til
gagnaupplýsinga sem voru hluti af
ferðalagi Eggerts og Bjarna, en þeim
var skipað að vera heilt ár í Kaup-
mannahöfn til að læra vísindanálg-
anir áður en þeir komu til Íslands.
Páll Haukur sýnir okkur hina nýja
gagnaopnun á náttúruna í dag, sem
er til dæmis í símanum okkar. Hann
sýnir meðal annars skúlptúr sem er
ísbein sem bráðnar hægt og rólega í
sýningarsalnum.“
Sheida Soleimani er írönsk-
bandarísk listakona og hennar
áhugasvið eru náttúruauðlindir
og orka. „Í innsetningu hennar er
áhersla á íslenska móinn og notkun
eldsneytis á Íslandi síðustu þrjár
aldir. Móinn gróf hún sjálf í sam-
starfi við Íslenska bæinn. Hún fór
svo að Kárahnjúkum og sýnir stóra
ljósmynd þaðan ásamt tveimur
ljósmyndum þar sem hún skeytir
saman efnisríkum skúlptúr-inn-
setningum og ljósmyndun á sinn
einstaka hátt.“
Útþensla kapítalismans
Hópurinn The Many Headed Hydra
eru Aziz Sohail, Bryndís Björns-
dóttir, Emma Wolf Haugh og Suza
Husse. „Við erum með innsetningu
þar sem við stillum saman fyrirhug-
aðri byggingu umskipunarhafnar í
Finnafirði og aðra fyrirhugaða höfn
í Pakistan. Þarna erum við að skoða
útþenslu kapítalismans á tímum
loftslagshamfara. Við endurskoðum
líka 17. aldar landkönnuðinn Rich-
ard Burton sem ferðaðist til Íslands
og Pakistan og talaði illa um bæði
löndin.
Tveir aðrir listamenn eru með
verk á sýningunni. „Zahra Malkani
frá Pakistan er með áhrifaríkt tón-
verk sem heitir Oceanic Feelings og
samanstendur af alls kyns hljóðum,
viðtölum og vettvangsupptökum
frá ströndum Pakistan.
Það er mikill heiður að hafa verk
eftir grænlensk-dönsku listakon-
una Piu Arke á þessari sýningu. Við
sýnum hér verk eftir hana frá 1996,
vídeógjörninginn Arctic Hysteria
sem fjallar um fordóma á nýlendu-
tímanum gagnvart Inúítakonum.“
Slóð á síðu sýningarinnar er:
www.immuneonaem.com.
Verkið Farangursheimild eftir
Steinunni Gunnlaugsdóttur og
Bryndísi Björnsdóttur er staðsett
úti, fyrir framan Nýlistasafnið.
Næstsíðustu helgina í apríl verður
HIGHS-kollektífið með gjörninga út
frá sinni rannsókn. ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
36 Menning 7. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 7. apríl 2022 FIMMTUDAGUR