Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.04.2022, Blaðsíða 28
Oddur Ævar Gunnarsson Fa nt a st ic Bea st s : Sec ret s of Dumbledore er þriðja myndin í Fantastic Beasts kvikmyndabálk- inum. J.K. Rowling skrifar hand- ritið að þessum forleik Harry Potter sögunnar og hefur áður gefið út að líklegast verði myndirnar fimm talsins, svona allt eftir því hvernig henni tekst til við skriftir. Hér fylgjum við eftir Eddie Redmayne í hlutverki galdradýra- fræðingsins Newt Scamander enn og aftur, auk þess sem Jude Law fer með hlutverk hins betur þekkta skólameistara Albus Dumbledore. Nú þurfa þeir að taka á honum stóra sínum í baráttunni við hinn illa Grindelwald, sem nú er túlk- aður af Mads Mikkelsen sem kom inn af varamannabekknum fyrir Johnny Depp. Söguþráður myndarinnar er ruglingslegur en kannski er það vegna þess að undirritaður mundi lítið eftir persónunum sem slíkum úr fyrri myndunum og þurfti því að púsla ýmsu saman í upphafi myndarinnar. Það er þó ekki við leikarana að sakast en Dan Fogler gerir sitt allra besta til að skemmta áhorfendum í hlutverki hins sein- heppna Jacob Kowalski. Bestir eru þó þeir Jude Law og Mads Mikkelsen. Það er óhætt að fullyrða að þar séu réttir menn á réttum stað, en þeir ná fullkom- lega að fanga þá kemistríu sem á að vera á milli Dumbledore og Grin- delwald. Slakastur er Ezra Miller í hlutverki hins dularfulla Credence, en það er eins og Rowling hafi ekki vitað almennilega hvað hún átti að gera við þá persónu. Andleysið, og ef gengið er lengra: sálarleysi sög- unnar, er hins vegar algjört og eru ansi miklar líkur á að hinir hörð- ustu Harry Potter aðdáendur verði fyrir vonbrigðum þó að almennir áhorfendur ættu að skemmta sér ágætlega. Það lýsir sér best í því að Hogwarts bregður fyrir og tilfinn- ingar sem það vekur eru litlar, þvert á ætlun framleiðenda. n NIÐURSTAÐA: Sálarlaus og samhengislítil frásögn úr Harry Potter heiminum sem geldur fyrir slappt handrit og slappa persónu- sköpun. Mads Mikkelsen og Jude Law gera sitt besta til að bæta það upp. Sál óskast KVIKMYNDIR Fantastic Beasts: Secrets of Dumbledor Leikarar: Eddie Redmayne, Katherine Waterston, Dan Fogler, Ezra Miller o.fl. Litagleði á strætum Lundúna Götutískan í London er einstaklega lit- rík um þessar mundir. Eftir tveggja ára inniveru í heimsfaraldri hampa tísku- vitar öllum regnbogans litum og end- urspeglast gleðin bæði í klæðnaði og fylgihlutum en einnig í hártísku. Grænir og bleikir litir eru áber- andi og eru þeir gjarnan sterkir og áberandi. Fleiri en ein flík í sama lit gengur líka vel upp. Ljósmyndari heimsótti tískuvikuna í London og náði skemmtilegum og lit- ríkum myndum af tísku- meðvituðum gestum. n Græni liturinn klæðir þetta par einstaklega vel. Græna og bleika tvennan er vinsæl þetta vorið og bláa hárið á herranum setur punktinn yfir i-ið. Þessi kona ber regnbogalitaða hárið einstaklega vel. Jakki í yfirstærð og bleik peysa mynda fallega tvennu. Fyrirsætan Katiucia klæðist köfl- óttum trefli og fagurgræn- um frakka. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Víðar gallabuxur undir áhrifum frá aldamótatískunni eru málið í dag. Þetta vel dressaða dúó hefði sæmt sér vel í kvik- mynd frá árinu 2000. Blár kú- rekahattur og rjómalit- uð dúnúlpa mynda óvenju- lega tvennu sem gengur fantavel upp. Perlur eru með vinsælustu fylgihlutum þessa tímabils. 20 Lífið 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.