Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.04.2022, Qupperneq 2
Það sem vekur athygli mína er hve Vestfirðir virðast ætla að koma sterkir inn. Siggi stormur Niðurrif á Laugavegi Lítið stendur nú eftir af timbuhúsinu Laugavegi 157 sem verið er að rífa. Íbúðarhúsið var byggt fyrir rúmum eitt hundrað árum og var sagt þarfnast mikilla endurbóta er það var auglýst til sölu í fyrra. Samkvæmt deiliskipulagi má byggja nær fjórfalt stærra hús á lóðinni, eða allt að 568 fermetra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Margt bendir til að veðrið í sumar verði endurtekning á sumrinu í fyrra. Gott fyrir norðan, rakt fyrir sunnan. Vestfirðingar gætu staðið uppi með pálmann í hönd- unum, að sögn Sigga storms. bth@frettabladid.is VEÐUR Nú á fyrsta degi sumars bíða landsmenn með eftirvæntingu eftir betri tíð. Siggi stormur veður- fræðingur hefur rýnt í evrópsk og amerísk veðurlíkön og hann segir að samkvæmt fyrirliggjandi gögn- um horfi ágætlega með sumarið. „Mér sýnist allt ætla að þróast þannig samkvæmt spánum að það geti orðið endurtekning frá síðasta sumri. Veðrið betra norðanlands en sunnan. Að líkindum meiri úrkoma sunnanlands en norðan,“ segir Siggi. Lægðagangurinn virðist stefna sunnan við land þannig að viðbúið er að Bretarnir fái dálitla rigningu í sumar. „Það sem vekur athygli mína er hve Vestfirðir virðast ætla að koma sterkir inn. Þar gæti orðið hlýtt loft og þurrt og hiti vel yfir meðalári. Þetta gæti orðið sumar Vestfirð- inga,“ segir Siggi stormur. Pál Bergþórsson, fyrrverandi Veð- urstofustjóra og heimilisvin lands- manna frá fornu fari, vantar aðeins rúmt ár í að verða 100 ára gamall. Eigi að síður fylgist hann vel með veðri og veðurhorfum. „Það hefur orðið sú breyting að nú er töluvert hlýrra um allan heim en fyrir nokkrum áratugum. Mér finnst von til að það verði hlýtt áfram og fari hlýnandi fram í miðj- an júlí – þá er yfirleitt hámarkið hér,“ segir Páll. Erfiðara er að spá fyrir um magn úrkomu í sumar, að sögn Páls. „Hún er duttlungafyllri. En mér sýnist að það gæti  orðið rakt og hlýtt sumar, einkum miðað við það sem maður vandist á árum áður,“ segir Páll, sem ungur fékk áhuga á veðri. Enn sé hann „fastur í þessu“ eins og hann segir. „Það er engin tilhlökkun að hafa ekkert að gera þannig að ég reyni að grúska eitt- hvað.“ Haraldur Ólafsson veðurfræð- ingur horfir björtum augum fram á veginn, líkt og Siggi stormur og Páll. Ekki síst er það sumarbyrjunin sem gæti orðið fréttnæm, að sögn Har- aldar. „Sumarið heilsar með blíðu, ekki síst norðan heiða,“ segir Haraldur.  Hann segir að svalt  verði að næturlagi eins og gengur og gerist á þessum árstíma, en horfurnar séu með allra besta móti. Útlit sé fyrir mjög útivistarvænt veður um helgina og eitthvað fram í næstu viku. Mögulega muni helgin fram undan skipa sér í f lokk hásumar- daga, einkum ef miðað er við vond sumur.  „Helgin fram undan hefði lík- lega náð langt sumarið 1983  en það sumar er mörgum enn í fersku minni vegna ótíðar og kulda,“ segir Haraldur. n Sumarið 2022 stefnir í að verða sumar Vestfirðinga Páll Bergþórsson segir mikinn mun á tíðarfarinu nú og fyrir nokkrum ára- tugum. Vel horfir með veðrið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Ágreiningsmál fyrir dómstólum hafa tafið yfirheyrslur yfir fjórum blaðamönnum. adalheidur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Meint vanhæfi emb- ættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að fara með rannsókn á meintum lögbrotum fjögurra blaða- manna í tengslum við símagögn fyrrverandi skipstjóra hjá Sam- herja, er til meðferðar hjá Héraðs- dómi Norðurlands eystra. Þetta herma heimildir Frétta- blaðsins. Fjórum blaðamönnum var til- kynnt 14. febrúar að þeir hefðu rétt- arstöðu sakbornings við lögreglu- rannsókn á brotum gegn ákvæðum um friðhelgi einkalífs. Voru þeir boðaðir til skýrslutöku af því tilefni. Einn þeirra, Aðalsteinn Kjart- ansson blaðamaður á Stundinni, krafðist úrskurðar dómara um hvort heimilt væri að boða hann til skýrslutöku vegna málsins. Fór málið gegnum dómstigin þrjú en því var að lokum vísað frá dómi í Hæstarétti þann 16. mars síðast- liðinn. Lögreglunni hefði þá ekkert verið að vanbúnaði að hefja skýrslu- tökur hefði ekki verið fyrir nýja kröfu annars blaðamanns úr hópi hinna ákærðu, nú vegna meints vanhæfis ákærandans í málinu og alls embættis lögreglunnar á Norð- urlandi eystra. Samkvæmt heimildum blaðsins er niðurstöðu héraðsdóms að vænta eftir helgi. n Blaðamaður krefst úrskurðar dómara um vanhæfi lögreglunnar í símamáli emd@frettabladid.is SKOTVEIÐI Mikil ásókn var í hrein- dýraveiðileyfi fyrir næsta sumar. Bárust nær 3.300 umsóknir til Umhverfisstofnunar en einungis þriðjungurinn fékk leyfi. Veiði er heimiluð á 1.021 hrein- dýri. Þótt eindagi greiðslu fyrir leyfi sé liðinn er óljóst hversu margir ætla ekki nýta sér þau. „Í gegnum árin hefur um 15 til 20 prósentum af úthlutuðum veiði- leyfum verið skilað inn á þessum tíma, en það getur verið mismun- andi milli svæða og eftir kynjum,“ segir Jóhann G. Gunnarsson, sér- fræðingur á sviði veiðistjórnunar. „Ég er með langan biðlista á öllum svæðum út allt veiðitíma- bilið, þannig að ég reyni að koma leyfunum út í næstu viku, eða um leið og það er ljóst hversu mörg þau eru,“ segir Jóhann. Talverður samdráttur hefur verið í hreindýraveiðikvóta síðustu ár. Kvóti minnkaði um nær 200 dýr milli 2021 og 2022. n Hreindýrakvóti dregst saman Fæstir fá hreindýraveiðileyfi. 2 Fréttir 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.