Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 4
Langflest málanna varða brot gegn 6. gr. Mannréttindasátt- málans um réttláta málsmeðferð fyrir óvil- höllum og óháðum dómstól. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP.IS PLUG-IN HYBRID LOKAÐ FÖSTUDAGINN 22. APRÍL OG LAUGARDAGINN 23. APRÍL VEGNA ÁRSHÁTÍÐARFERÐAR STARFSMANNA Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. Eigum bíla til afhendingar strax! benediktboas@frettabladid.is KOSNINGAR Fangar í fangelsinu á Hólmsheiði ganga til kosninga á mánudag. Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 voru tilkynntar í gær og eru fangarnir fyrstir. Kosið er utan kjörfundar hjá emb- ætti Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu í Holtagörðum. n Fangar kjósa eftir helgi fyrstir allra Utankjörfundaratkvæðagreiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK birnadrofn@frettabladid.is  COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir rannsóknir frá Evrópu og Bandaríkjunum sýna að fólk, áttatíu ára og eldra, sé sá hópur sem veikist hvað alvarlegast af Covid-19, smitist það eftir að hafa fengið þrjá skammta af bóluefni. Það sé ástæða þess að eldra fólki verði boðið að þiggja fjórða skammt bóluefnis. „Þessi fjórði skammtur verður í boði fyrir fólk 80 ára og eldra en einnig yngra fólk sem býr á hjúkr- unarheimilum,“ segir Þórólfur. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur hafið rannsóknir á bóluefni sem sér- staklega á að veita vörn gegn omí- kron af brigði kórónuveirunnar og stefnir að því að geta hafið dreifingu á því næsta haust. Þórólfur segir ekki ástæðu til þess að bíða með frekari bólusetningar vegna þessa. „Þetta gæti tekið mun lengri tíma, það eru jafnvel vísbendingar um að Eldra fólk helst í hættu á að veikjast alvarlega þótt bólusett sé Þórólfur Guðna- son, sóttvarna- læknir hin bóluefnin veiti betri vernd gegn öðrum afbrigðum veirunnar,“ segir Þórólfur og bendir á að enn geti þróast ný afbrigði. Á vefsíðunni covid.is segir að 112 einstaklingar hafi látist vegna Covid á Íslandi. Í omíkron-bylgjunni sem nú gengur yfir höfðu í gærmorgun 34 einstaklingar með Covid látist á Landspítalanum. Þórólfur segir að ef fjöldi allra dauðsfalla á Íslandi sé skoðaður eftir mánuðum megi sjá að óvenju mörg andlát hafi átt sér stað í mars, sérstaklega hjá fólki 70 ára og eldra. Í mars var útbreiðsla smita í samfélaginu mikil og fór fjöldi inniliggjandi sjúklinga með Covid á Landspítalanum hæst í 88 manns dagana 11. og 12. mars. Þórólfur segir að ekki sé hægt að tengja dauðsföllin beint við Covid, tölurnar sýni þó einnig að dauðsföll hafi verið færri en venjulega í nokkra mánuði bæði á síðasta ári og árið 2020, þegar harðar samkomutak- markanir voru í gildi hér á landi. n Aðeins örfá mál tengd efna- hagshruninu eru enn til meðferðar hjá Mannréttinda- dómstól Evrópu. Þar eru tíu íslensk mál tengd meðferð kynferðisbrota og nítján mál tengd Landsréttarmálinu. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Alls eru 42 íslensk mál til efnismeðferðar hjá Mannréttinda- dómstól Evrópu. Þetta kemur fram í skrif legu svari ríkislögmanns við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mál þessi hafa öll verið tekin til efnismeðferðar og eru á mismun- andi stigi. Beðið er dóms í nokkrum þeirra eða ákvörðunar dómstólsins um staðfestingu á sátt eða einhliða yfirlýsingu. Í öðrum á ríkið eftir að skila athugasemdum, að því er fram kemur í svarinu. Langf lest þessara mála varða brot á 6. gr. sáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum og óháðum dómstól. Nærri helmingurinn eða nítján mál, tengjast Landsréttarmálinu svokallaða. Um er að ræða mál sem dómararnir fjórir sem ekki voru skipaðir við réttinn í sam- ræmi við lög, tóku þátt í að dæma. Dómstóllinn bauð ríkinu að gera sátt við kærendur í málum þessum með vísan til hins fordæmisgefandi dóms sem kveðinn var upp í yfir- deild réttarins. Í f lestum málanna náðust þó ekki sættir þar sem ríkið hafnaði bótakröfum kærenda og krafðist þess í kjölfarið að  dóm- stóllinn felldi málin niður. Ekki liggur enn fyrir hvort fallist verði á þá kröfu eða hvort málunum verði lokið með dómi að lokinni hefð- bundinni efnismeðferð. Sex málanna varða vanhæf i dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í föllnu bönkunum eða vegna vensla. Er hér um að ræða síðustu málin sem tengjast efna- hagshruninu. Tíu mál varða rann- sókn lögreglu á kynferðis- og öðrum of beldisbrotum og sjö mál varða ýmis önnur brot á sáttmál- anum. Þegar dómstóllinn hefur tekið ákvörðun um að mál fái efnislega meðferð, fær ríkið tilkynningu um að það sé til meðferðar og er ríkinu veittur frestur til að leita sátta við kærandann. Þá getur ríkið einnig gefið út einhliða yfirlýsingu um að það viðurkenni brot. Þegar ljóst er að sættir verði ekki og yfirlýsing ekki gefin út, tekur ríkið til varna og skilar athugasemdum sínum til dómsins. Kæranda gefst svo kostur á að senda inn athugasemdir við málflutning ríkisins. Þegar sjónarmið beggja aðila hafa borist dóminum er málið tekið til dóms en á þessu stigi getur dómurinn enn ákveðið að vísa mál- inu frá dómi að hluta eða öllu leyti. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra mála sem kærð eru til Mannrétt- indadómstólsins er vísað frá dómi. Alls bárust dómstólnum 35 mál á síðasta ári og var 33 þeirra vísað frá dómi. Málin tvö sem komust í gegnum síuna eru mál Kára Orra- sonar og Borys Andrzej Ejryzew sem hlutu dóm í kjölfar mótmæla við dómsmálaráðuneytið og kæra vegna meintra brota gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um tján- ingar- og fundafrelsi. n Á fimmta tug dómsmála gegn íslenska ríkinu til efnismeðferðar í Strassborg Nærri helmingur málanna tengist Landsréttarmál- inu svokallaða en yfirdeild MDE kvað upp fordæmisgef- andi dóm í því máli í desember 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Samkvæmt nýrri könn- un Prósents sem Fréttablaðið birti í gær er óánægja mun minni í Sjálf- stæðisflokknum en öðrum flokkum með söluna í Íslandsbanka. Sjálf- stæðiskarlar undir 35 ára aldri eru ánægðastir. 30 prósent Sjálfstæðismanna eru ánægðir. Þá eru 37 prósent karla en 20 prósent kvenna í f lokknum ánægð. Þá eru 41 prósent kjósenda flokksins undir 25 ára ánægð og 40 prósent 25 og 34 ára, sem er umtals- vert hærra en í eldri hópum. n Mesta ánægja hjá Sjálfstæðiskörlum 4 Fréttir 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.