Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 10
Núgildandi reglur
bankans heimila
starfsmönnum Verð-
bréfamiðlunar að
leggja fram skuldbind-
andi óafturkræft
tilboð, að fenginni
heimild regluvörslu,
við upphaf tilboðs-
tímabils.
Birna Einarsdóttir
Sömu reglur giltu um
þátttöku starfsmanna
bankans í hlutafjárút-
boði bankans síðast-
liðið vor, eins og skýr-
lega kom fram án þess
að gerðar væru athuga-
semdir við efni þeirra
af hálfu Bankasýslunn-
ar eða annarra.
Birna Einarsdóttir
Dagskrá:
Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
Önnur mál
Við bjóðum sjóðfélaga velkomna á fundinn.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Grand Hótel Reykjavík,
fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00
Gildi-lífeyrissjóður
Ársfundur 2022
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
magdalena@frettabladid.is
Það verður áskorun að fá fólk til
starfa í ferðaþjónustunni nú þegar
greinin er komin á fullt skrið eftir
rúmlega tvö ár af heimsfaraldri.
Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, í sjónvarpsþætt-
inum Markaðinum sem sýndur var
á Hringbraut í gærkvöldi.
„Það kann að vera að það verði
töluvert erfitt að fá fólk til starfa
í greininni,“ segir Jóhannes, en
bætir við að staðan nú sé þó betri
en í fyrra.
„Við erum í betri stöðu varðandi
sérþekkinguna, það er að segja
sérlærða leiðsögumenn, kokka og
þjóna, en staðan er slæm, einkum
meðal þeirra starfa sem ekki krefj-
ast sérþekkingar. Við munum lík-
lega koma til með að þurfa að f lytja
inn meira vinnuaf l en við höfum
áður gert. Fái menn fólk verður líka
áskorun að finna fyrir það húsnæði
á mörgum stöðum á landinu.“
Í þættinum var einnig rætt um
kjaramál, horfur og hvernig grein-
inni hafi gengið í og eftir Covid. n
Áskorun verði að fá
fólk til starfa í greininni
Við munum líklega
koma til með að þurfa
að flytja inn meira
vinnuafl en við höfum
áður gert.
Jóhannes Þór
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferða-
þjónustunnar
Verðbréfamiðlun Íslands-
banka var einn söluaðila hins
umdeilda hlutafjárútboðs,
þegar 22,5 prósenta hlutur
ríkisins var seldur í lokuðu
útboði til fag- og stofnanafjár-
festa eftir lokun markaðar 22.
mars síðastliðinn.
olafur@frettabladid.is
Mikil eftirspurn var eftir hlutum og
þurftu söluaðilar að skerða verulega
úthlutun til viðskiptavina sinna.
Stórir fjárfestar hafa kvartað undan
lítilli úthlutun og lýst því yfir að
hægt hefði verið að fá talsvert hærra
verð fyrir hlutinn, en hann var seld-
ur með rúmlega 4 prósenta afslætti
frá lokaverði á deginum, þrátt fyrir
mikla umfram eftirspurn.
Meðal kaupenda í útboðinu
var Ásmundur Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækja og fjár-
festa Íslandsbanka, Ari Daníelsson,
stjórnarmaður í bankanum, og Rík-
harður Daðason, fjárfestir og eigin-
maður samskiptastjóra bankans.
Kaup þeirra voru f löggunarskyld
til kauphallar, þar sem þeir eru skil-
greindir sem innherjar í Íslands-
banka.
Einnig voru meðal kaupenda tveir
starfsmenn Verðbréfamiðlunar
Íslandsbanka, sem var einn söluað-
ila útboðsins; Ómar Özcan, og Geir
Oddur Ólafsson, sem keypti fyrir
rúma 1,1 milljón, sem var lægsta
fjárhæð viðskipta í útboðinu.
Athygli hefur vakið að regluvörð-
ur Íslandsbanka skuli hafa heimilað
starfsmönnum verðbréfamiðlunar
bankans kaup á hlutum í útboðinu
og þeir hafi ekki verið skilgreindir
sem innherjar. Jón Gunnar Jónsson,
forstjóri Bankasýslu ríkisins, sagði í
viðtali við Stöð 2 í síðustu viku að
slíkt fæli í sér hagsmunaárekstur
og hann þekkti ekki til þess að slíkt
liðist við hlutafjárútboð á erlendum
mörkuðum – það geti skaðað orð-
spor fjármálafyrirtækjanna.
Fjármálaeftirlitið rannsakar nú
þátttöku starfsmanna söluaðila
útboðsins í sjálfu útboðinu.
Í samtali við Fréttablaðið sagði
Bir na Einarsdóttir regluvörð
Íslandsbanka starfa eftir reglum
sem stjórn bankans setur. Aðspurð
um það hvort hún teldi reglur bank-
ans fullnægjandi í ljósi þeirrar gagn-
rýni sem fram hefur komið og þess
að fullyrt er að á erlendum mörk-
uðum fengju starfsmenn söluaðila
ekki að taka þátt í útboðum af þessu
tagi, sagði Birna reglur bankans um
þátttöku starfsmanna í útboðum
verða rýndar í framhaldinu.
„Núgildandi reglur bankans
heimila starfsmönnum Verðbréfa-
miðlunar að leggja fram skuld-
bindandi óafturkræft tilboð, að
fenginni heimild regluvörslu, við
upphaf tilboðstímabils. Mörk eru
sett um hámarksáskrift starfs-
manna og reglurnar kveða á um
30 daga lágmarkseignarhaldstíma
starfsmanna.“
Birna segir starfsmenn sem tóku
þátt skilgreinda sem fagfjárfesta og
þeir hafi uppfyllt öll þátttökuskil-
yrði útboðsins.
„Umsjón með tilboðsbók útboðs-
ins var ekki hjá Verðbréfamiðlun og
Íslandsbanki var einn af átta söluað-
ilum útboðsins. Sömu reglur giltu
um þátttöku starfsmanna bankans í
hlutafjárútboði bankans síðastliðið
vor, eins og skýrlega kom fram án
þess að gerðar væru athugasemdir
við efni þeirra af hálfu Bankasýsl-
unnar eða annarra,“ segir Birna.
Hún vildi ekki tjá sig um það
hvort reglur bankans um viðskipti
starfsmanna væru á skjön við það
sem þekkist á erlendum mörk-
uðum. Sagði hún bankann vera að
fara yfir reglurnar og framkvæmd
þessa útboðs sérstaklega. Það starf
færi meðal annars fram vegna
beiðni Fjármálaeftirlitsins um upp-
lýsingar. Frestur til að skila svörum
til FME er til 25. apríl og fyrir þann
tíma mun Íslandsbanki ekki tjá sig
frekar efnislega um málið, að sögn
Birnu Einarsdóttur, bankastjóra. n
Reglurnar heimiluðu þátttöku starfsmanna
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem hér sést hringja bjöllu kauphallarinnar á fyrsta degi viðskipta með hlutabréf í bankanum í kauphöllinni í
júní í fyrra, segir reglur bankans um viðskipti starfsmanna verða rýndar í kjölfar gagnrýni á framkvæmd útboðs á hlutum ríkisins í síðasta mánuði.
MYND/AÐSEND
10 Fréttir 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR