Fréttablaðið - 21.04.2022, Page 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FIMMTUDAGUR 21. apríl 2022
Marilyn í hvíta, fræga sumarkjólnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
thordisg@frettabladid.is
Sumarið kom í dag og það er
hreina satt að hvítir kjólar eru
sígildir í fögrum sumarblæ.
Einum frægasta hvíta kjól
veraldar klæddist kynbomban
Marilyn Monroe í kvikmyndinni
The Seven Year Itch árið 1955.
Kjólinn hannaði William Travilla,
samkvæmt nýjustu tísku sjötta
áratugarins, með flegnu hálsmáli
og plíseruðu pilsi niður á kálfa.
Eiginmaður Monroe var á
þessum tíma hafnaboltahetjan
Joe DiMaggio, sem sagður er hafa
hatað hvíta kjólinn sem Marilyn
hlaut svo mikla athygli fyrir. Í
myndinni koma þau mótleikari
hennar, Tom Ewell, út úr kvik
myndahúsi á Manhattan þegar
Marilyn stígur á loftrist fyrir ofan
neðanjarðarlestarstöð og segir:
„Ó, finnurðu goluna frá lestinni?“.
Á sama tíma fýkur pilsið upp og
sýnir fagra fótleggi Marilyn. Til
að fá næði var atriðið tekið upp að
nóttu til, en nærvera Monroe dró
að hundruð aðdáenda og neydd
ist leikstjórinn Billy Wilder til að
endurtaka atriðið í kvikmynda
stúdíói 20th Century Fox.
Eftir dauða Monroe 1962 og allt
fram í andlátið 1990 geymdi Trav
illa hvíta kjólinn og fleiri f líkur
sem hann hannaði á leikkonuna.
Seinna bættist safn hans við Holly
wood Motion Picture Museum í
eigu Debbie Reynolds, sem sagði
Opruh Winfrey að kjóllinn væri þá
gulnaður af elli. Hann var metinn
á tvær milljónir dala árið 2011, en
seldist þó á rúmar 5,6 milljónir. n
Finnurðu goluna?
BIG BANG tónlistarhátíðin fer fram í Hörpu í dag og þar verður boðið upp á fjölda viðburða. Á myndinni sjást skipuleggjendurnir, starfsfólk Barnamenningar
og erindrekarnir sem hafa tekið þátt í skipulagi hátíðarinnar síðan 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fjölbreytt og mögnuð
tónlistarupplifun fyrir börn
Í dag fer BIG BANG tónlistarhátíðin fram í Hörpu í Reykjavík. Hátíðin snýst um að auka
aðgengi barna að tónlist og þar geta ungir áheyrendur fengið að upplifa fjölbreytta dagskrá
sem samanstendur af tónleikum og alls kyns tónlistartengdum upplifunum. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is