Fréttablaðið - 21.04.2022, Page 17

Fréttablaðið - 21.04.2022, Page 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 21. apríl 2022 Marilyn í hvíta, fræga sumarkjólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Sumarið kom í dag og það er hreina satt að hvítir kjólar eru sígildir í fögrum sumarblæ. Einum frægasta hvíta kjól veraldar klæddist kynbomban Marilyn Monroe í kvikmyndinni The Seven Year Itch árið 1955. Kjólinn hannaði William Travilla, samkvæmt nýjustu tísku sjötta áratugarins, með flegnu hálsmáli og plíseruðu pilsi niður á kálfa. Eiginmaður Monroe var á þessum tíma hafnaboltahetjan Joe DiMaggio, sem sagður er hafa hatað hvíta kjólinn sem Marilyn hlaut svo mikla athygli fyrir. Í myndinni koma þau mótleikari hennar, Tom Ewell, út úr kvik­ myndahúsi á Manhattan þegar Marilyn stígur á loftrist fyrir ofan neðanjarðarlestarstöð og segir: „Ó, finnurðu goluna frá lestinni?“. Á sama tíma fýkur pilsið upp og sýnir fagra fótleggi Marilyn. Til að fá næði var atriðið tekið upp að nóttu til, en nærvera Monroe dró að hundruð aðdáenda og neydd­ ist leikstjórinn Billy Wilder til að endurtaka atriðið í kvikmynda­ stúdíói 20th Century Fox. Eftir dauða Monroe 1962 og allt fram í andlátið 1990 geymdi Trav­ illa hvíta kjólinn og fleiri f líkur sem hann hannaði á leikkonuna. Seinna bættist safn hans við Holly­ wood Motion Picture Museum í eigu Debbie Reynolds, sem sagði Opruh Winfrey að kjóllinn væri þá gulnaður af elli. Hann var metinn á tvær milljónir dala árið 2011, en seldist þó á rúmar 5,6 milljónir. n Finnurðu goluna? BIG BANG tónlistarhátíðin fer fram í Hörpu í dag og þar verður boðið upp á fjölda viðburða. Á myndinni sjást skipuleggjendurnir, starfsfólk Barnamenningar og erindrekarnir sem hafa tekið þátt í skipulagi hátíðarinnar síðan 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjölbreytt og mögnuð tónlistarupplifun fyrir börn Í dag fer BIG BANG tónlistarhátíðin fram í Hörpu í Reykjavík. Hátíðin snýst um að auka aðgengi barna að tónlist og þar geta ungir áheyrendur fengið að upplifa fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum og alls kyns tónlistartengdum upplifunum. 2 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.