Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 18
BIG BANG er glæný tónlistarhá- tíð í Reykjavík, en það er evrópsk tónlistarhátíð fyrir unga áheyr- endur sem fá að upplifa fjölbreytta og metnaðarfulla efnisskrá sem samanstendur af tónleikum, inn- setningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks. Hátíðin fer fram sumar- daginn fyrsta, en þann 21. apríl býðst börnum í grunnskólum Reykjavíkur að koma og upplifa nokkra af viðburðum hátíðarinnar á skólatíma. „Sumardagurinn fyrsti er fjöl- skyldudagur á Íslandi og nú eru margar hverfahátíðirnar hættar og því fannst okkur tilvalið að halda hátíð þá,“ segir Harpa Rut Hilmars- dóttir, verkefnastjóri Barnamenn- ingar. „Svo er líka sumardagurinn fyrsti fyrsti dagur mánaðarins Hörpu samkvæmt norræna tíma- talinu og okkur fannst það eiga vel við tónlistarhátíð í Hörpu.“ Tilraunakennd og öðruvísi hátíð „Þetta er tilraunakennd hátíð sem snýst um að hressa upp á hefð- bundin tónleikaform og nýta allar mögulegar leiðir til að auka á upplifun barnanna. Það er reynt að brjóta upp hefðbundna tón- leikauppstillingu, auka þátttöku barnanna, nýta ljós, gagnvirkni og fleira,“ segir Harpa. „Hátíðin leggur áherslu á gæðaviðburði og því höfum við fengið til samstarfs mjög fjölbreytt og flott tónlistar- fólk. Hátíðin er skipulögð fyrir börn á öllum aldri og líka fullorðna sem hafa verið börn. Yfirleitt njóta þess nú allir þegar eitthvað er unnið lengra og gert enn meira spenn- andi,“ segir Harpa. „Tónlistarfólkið sem er með okkur á hátíðinni er valið út frá því að við treystum því til að gera viðburði sem eru spennandi fyrir börn að upplifa, ekki bara með eyrunum heldur eru þeir hugsaðir út frá heildarupp- lifuninni. Þess vegna finnst okkur pínu erfitt að tala bara um að þetta sé fyrir unga áheyrendur, því við erum ekki bara að hlusta.“ Vilja auka aðgengi barna að tónlist „Það er mikilvægt að geta boðið börnum upp á það allra besta og BIG BANG-hátíðin gefur ekki afslátt af gæðum. Það er margt spennandi að gerast í barnamenn- ingu á Íslandi og það er ekki ama- legt að geta boðið börnum upp á þessa flottu dagskrá í þessu æðis- lega húsi, Hörpu. Það eykur fram- boð á viðburðum fyrir börn en býr um leið til vettvang fyrir tón- listarfólk til að miðla tónlist sinni til barna,“ segir Harpa. „Hátíðin opnar líka dyrnar út í heim því að við munum fá erlenda gesti á næstu hátíðir og vonandi getum við sent íslenskt tónlistarfólk á hátíðir annars staðar í heiminum í náinni framtíð. Að þessu sinni er hátíðin meira íslensk en hún átti upphaflega að vera. Hún átti að fara fram fyrir tveimur árum en þá gátum við ekki fengið erlent listafólk til landsins vegna heimsfaraldursins. Á næsta ári verðum við með fleiri tónlistaratriði að utan og atriði sem hátíðin hefur vottað sem framúrskarandi fyrir börn,“ segir Harpa. „Það er líka alltaf eitt atriði sem er skipulagt með börnum, svokallað NOMAD-verkefni, en í ár er danski slagverkssnillingurinn Rune Thorsteinsson að vinna með 120 krökkum í Dalskóla, Ingunnar- skóla og Sæmundarskóla, sem tromma á múrbala með látum. Við erum líka með krakka sem sem við köllum erindreka og þau hafa unnið að hátíðinni með okkur og búið sig undir að taka á móti gestum, kynna tónleika og Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Danski slag­ verkssnill­ ingurinn Rune Thorsteinsson hefur verið að vinna með 120 krökkum í Dal­ skóla, Ingunnar­ skóla og Sæ­ mundarskóla, sem tromma á múrbala með látum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hátíðin er skipu­ lögð af Barna­ menningarhátíð í Reykjavík, List fyrir alla, Tón­ listarborginni Reykjavík og Hörpu tónlistar­ og ráðstefnu­ húsi, en það eru einnig ýmsir samstarfsaðilar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR BIG BANG­há­ tíðin er haldin í 17 borgum í Evr­ ópu og Kanada og Reykjavík er sú allra nýjasta. Þessi mynd er frá hátíðinni í Lille í Frakk­ landi. MYND/AÐSEND Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is taka viðtöl við listafólk og gesti hátíðarinnar,“ segir Harpa. „Við verðum líka í mörgum rýmum í Hörpu sem fólk fær venjulega ekki að koma í. Eitt af stóru mark- miðum hátíðarinnar er að auka aðgengi barna að tónlist. Þess vegna er frítt inn á alla viðburði en hátíðin er styrkt af Creative Europe og Barnamenningarsjóði. Við viljum að öll börn og fjölskyldur þeirra geti farið á tónleika óháð efnahag. Við erum með erlenda og íslenska styrki fyrir þessu öllu saman og því getum við sleppt því að rukka inn.“ Fjölbreytt tónlistartengd upplifun „Á hátíðinni verða alls konar tónleikar en líka fjölbreytt tón- listartengd upplifun eins og teknófiðlur, afrískur trommu- sláttur og óperuleikhústónleikar þar sem Niels Girerd sýnir leikhús sem hann bjó til þegar hann var barn,“ segir Harpa. „Það verður líka tónlistarsmiðja þar sem börn geta lært að búa til tónlist á iPad og svo tónlistarleiðangur þar sem krakkarnir fá að hitta geggjað flott tónlistarfólk sem þeir fá að fara mjög nálægt og jafnvel skella sér undir píanó eða horfa ofan í kokið á óperusöngkonu. Einnig verður börnunum boðið upp á kósýhorn Borgarbóka- safnsins, hugleiðslurými á vegum dj. f lugvélar og geimskips, upp- lifunarrýmið Hringátta í kjallara Hörpu, Vísindasmiðjuna sem verður með tónlistartengd vísindi og hina nýopnuðu Hljóðhimna, sérstakt rými fyrir börn í Hörpu sem er staður til að uppgötva töfra- heim hljóðs og tóna,“ segir Harpa. „Gestum verður einnig boðið að horfa á bíómyndina Háværu nágrannarnir, sem fjallar um börn sem búa alein og allir nágrann- arnir eru tónlistarfólk. Tónleikarnir sem við bjóðum upp á verða líka mjög ríkir af upp- lifun. Við erum með stóra tónleika sem byggja á ævintýrinu Hver vill hugga Krílið? eftir Tove Janssen sem er með nýrri tónlist, mörgum barnakórum af öllu landinu og sögumanni,“ segir Harpa. „Einn- ig hefur hann Wouter, stofnandi hátíðarinnar, sem fer á allar hátíðirnar í Evrópu, verið að vinna með listafólki síðustu daga, eins og hljómsveitinni Breki, við að gera tónleikana skemmtilegri fyrir krakka.“ Fjórða tilraun til að halda hátíðina „Tónlistarhátíðin var stofnuð árið 2010 af sex evrópskum samstarfs- aðilum. Árið 2015 hlaut hátíðin hin virtu EFFE-verðlaun sem veitt eru framúrskarandi evrópskum menningarhátíðum og árið 2018 hlotnaðist BIG BANG fjögurra ára stuðningur á vegum Creative Europe-áætlunar Evrópusam- bandsins,“ segir Harpa. „Árið 2019 var okkur svo boðið að taka þátt í verkefninu. Núna er hátíðin haldin í 17 borgum í Evrópu og Kanada og Reykjavík er sú allra nýjasta. Það stóð til að halda hátíðina á Barnamenningarhátíð 2020 en þá kom Covid og ekkert mátti gera. Við erum síðan búin að ákveða dagsetningar fjórum sinnum og skipuleggja hátíðina en fáum núna loksins að halda hana,“ útskýrir Harpa. „Það er sérstaklega fyndið að erindrekar hátíðarinnar, sem eru alltaf börn, voru flestir um 11 ára þegar við byrjuðum að skipu- leggja hátíðina en núna eru þeir orðin unglingar og miklu stærri og þroskaðri. Hérna á Íslandi er hátíðin skipulögð af Barnamenningar- hátíð í Reykjavík, List fyrir alla, Tónlistarborginni Reykjavík og Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi,“ segir Harpa. „Svo vinnum við með ýmsum aðilum, eins og Borgar- bókasafninu, Mixtúru og skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Síðan verðum við auðvitað að nefna allt tónlistarfólkið og erindrekana sem hafa verið með okkur frá því við hófum að skipuleggja hátíðina fyrst árið 2020.“ ■ Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á vefnum www.barna­ menningarhatid.is. Það er mikilvægt að geta boðið börnum upp á það allra besta og BIG BANG- hátíðin gefur ekki afslátt af gæðum. Harpa Rut Hilmarsdóttir 2 kynningarblað A L LT 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.