Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 32

Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 32
Útgáfan var stórt skref fyrir mig og það er mjög persónu- legt að syngja eigin texta, ég var smá smeyk en viðtökurn- ar hafa verið afskaplega góðar. Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í 16. sinn dagana 21.- 24. apríl. Listrænn stjórnandi er Sigurður Flosason tón- listarmaður. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úr vali íslenskra jazztónlistar- manna af ólíkum kynslóðum en einnig koma gestir frá Danmörku og Svíþjóð. Aðgangur er ókeypis. Að þessu sinni fara f lestir tónleikar hátíðarinnar fram í Sveinatungu, salarkynnum bæjarstjórnar að Garðatorgi 7. Einir tónleikar verða í Jónshúsi, félagsmiðstöð eldri borgara. Hátíðin hefst með tónleikum í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20.30. Söngkonan Ellen Kristjáns- dóttir leiðir tríó sem meðal ann- ars er skipað eiginmanni hennar, píanóleikaranum Eyþóri Gunnars- syni. Á föstudagskvöldinu 22. apríl kemur fram hin vinsæla danska jazzsöngkona Cathrine Legardh. Hún og Sigurður Flosason eiga að baki langt samstarf og tónsmíða- samvinnu. Á laugardeginum 23. apríl geta gestir notið jazztónlistar á tvenn- um tónleikum. Þeir fyrri hefjast kl. 15.00 í félagsmiðstöðinni Jónshúsi á Sjálandi. Þar kemur fram söng- konan Marína Ósk og f lytur ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum brasilíska bossanova-tónlist og frumsamin lög í sama stíl. Kl. 20.30 leikur svo hið margreynda tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur í Sveina- tungu. Sunna hefur leikið mikið erlendis og er einn af máttarstólp- um íslensks jazzlífs. Kynnir verðlaunaplötu Á sunnudegi kl 17.00 kynnir píanó- leikarinn Anna Gréta Sigurðardóttir nýútkomna plötu sína Nightjar in the northern sky en hún var kjörin jazzplata ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum og Anna Gréta höf- undur ársins. „Þetta eru lög og textar eftir mig sem ég syng og spila á píanó og er með góða hljóðfæraleikara með mér, Skúli Sverrisson og Johan Teng- holm eru á bassa, Einar Scheving er á trommum, Hilmar Jensson er á gítar og pabbi (Sigurður Flosason) spilar á saxófón, segir Anna Gréta um þessa fyrstu plötu sína sem jafn- framt er verðlaunaplata. Um þessar góðu viðtökur segir hún: „Það var gaman að finna fyrir stuðningi. Útgáfan var stórt skref fyrir mig og það er mjög persónulegt að syngja eigin texta, ég var smá smeyk en viðtökurnar hafa verið afskaplega góðar.“ Hún segir textana fjalla um allt milli himins og jarðar. „Titillagið fjallar um nightjar sem er sjaldgæf- ur fugl á norðurslóðum og leitina að því sérstaka. Umfjöllunarefnin eru alls konar, til dæmis fjallar eitt lag- anna um svefnleysi. Platan er fram- leidd af mér og Alberti Finnboga- syni sem sá um upptöku. Það var mjög gaman að vinna með honum.“ Verðlaunuð í Svíþjóð Anna Gréta, sem er farin að leggja drög að nýrri plötu, hefur búið og starfað í Svíþjóð síðan 2014. „Ég fór í nám í Svíþjóð en það var svo mikið að gera við að spila að ég var lengi að klára skólann. Kærastinn minn er frá Stokkhólmi og við búum þar og ég kann mjög vel við mig í þessari fallegu borg.“ Í Svíþjóð hefur Anna Gréta fengið Monicu Zetterlund-verðlaunin og viðurkenningu jazzklúbbsins Fasching. „Ég er þakklát, þessi vel- gengni er ekki sjálfgefin. Svíar hafa tekið mér opnum örmum. Þeir halda mikið upp á jazz og eiga frá- bæra tónlistarmenn á því sviði.“ n Velgengnin ekki sjálfgefin Anna Gréta kynnir plötu sína á jazzhátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Þórir Jóhannsson kontrabassa- leikari og Ingunn Hildur Hauks- dóttir píanóleikari flytja tónlist eftir Zoltán Kodály, Giovanni Bottesini, Max Bruch, Árna Egilsson, Karólínu Eiríksdóttur og Þórð Magnússon. Tónleikarnir verða í Hofi sunnu- daginn 24. apríl kl. 16.00. Yfirskrift tónleikanna er Hljóðs bið ek allar helgar kindir. Þórir og Ingunn tefla fram þessari blöndu hljóðfæra í verkum sem eru samin fyrir þessa samsetningu eins og Rhapsodia Þórðar, Völukvæði Árna og Fantasia Bottesinis, eða eru aðlöguð þessum hljóðfærum, eins og Gradus ad Profundum, Kol Nidrei og Epigrammák. n Hljóðs bið ek allar helgar kindir Þórir og Ingunn spila í Hofi. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Á sumardaginn fyrsta, í dag, fimmtudaginn 21. apríl, munu óma lög úr ýmsum áttum á hádegistón- leikum í Fríkirkjunni við Tjörnina. Sú hugmynd kom upp að allir með- limir hljómsveitarinnar myndu velja sér eitt til tvö lög á mann. Úr því kom skemmtilegur og fjölbreyti- legur lagalisti. Þar má nefna Pennies from heaven sem Louis Prima gerði frægt, Underbart är kort eftir Povel Ramel, Morgunn eftir Tómas R. Einarsson og fleiri skemmtileg lög. Flytjendur eru: Særún Rúnu- dóttir söngur, Lilja Eggertsdóttir söngur/raddsetningar, Kristín Sigurðardóttir söngur, Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónn, Gunn- ar Gunnarsson, píanó, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi og Erik Qvick, trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangs- eyrir er 2.000 krónur. Ekki er tekið við greiðslukortum. n Fjölbreytilegur lagalisti Sungið verður í Fríkirkjunni í hádeginu. MYND/AÐSEND 24 Menning 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.