Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2022, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 21.04.2022, Qupperneq 33
TÓNLIST Kórtónleikar Verk eftir Duruflé, Alain og Fauré Flytjendur: Kór Langholtskirkju, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Björn Steinar Sólbergsson Stjórnandi: Magnús Ragnarsson Hallgrímskirkja laugardagur 16. apríl Jónas Sen Sálumessa Gabriels Fauré er svo fal- leg að vart er hægt að lýsa henni með orðum. Tónskáldið samdi hana ekki eftir pöntun eins og Mozart, heldur í minningu föður síns, og er hún þrungin sannri trúartilfinningu. Hún er laus við ofsafengið dramað í velflestum sambærilegum verkum, þar sem kvalir syndugra sálna í hreinsunareldinum eru gjarnan aðalatriðið, og eldspúandi ófreskjur flögra um. Til gamans má geta að ein frumleg hugmynd um helvíti er að þar séu eingöngu leikin misheppnuð tón- verk eftir léleg tónskáld. Glymja þau í eyrum syndaranna án afláts. Engin man eftir þessum tónskáldum í dag, en þar neðra vita sko allir hver þau eru. Ef þetta er ekki helvíti, þá veit ég ekki hvað er það. Sálumessa Faurés á hins vegar heima á himninum, og hlýtur að vera uppáhaldstónverk Guðs. Sálumessan var flutt í Hallgríms- kirkju laugardaginn fyrir páska af Kór Langholtskirkju. Af hverju tónleikarnir fóru ekki fram í þeirri kirkju veit ég ekki, en Hallgríms- kirkja er síst verri ef maður situr sæmilega nálægt flytjendum. Aftar í kirkjunni fer bergmálið að hafa miður góð áhrif. Lágstemmd og hógvær Verk Faurés er til í nokkrum hljóð- færasamsetningum, en hér var f lutt útgáfa þar sem eingöngu var leikið á orgel. Það gerði ekkert til. Tónlist- in er að mestu lágstemmd og hóg- vær og orgelið umvafði kórsönginn einkar fallega, skapaði honum hug- ljúfa umgjörð. Kórinn söng af næmi og innileika, söngurinn var hreinn og í prýðilegu jafnvægi. Útkoman var einstaklega áhrifarík. Magnús Ragnarsson stjórnaði og gerði það af smekkvísi. Ljóðræna var í tón- listinni sem var ákaflega sannfær- andi. Það var yfir henni andakt og helgi sem átti þar fyllilega heima. Tveir einsöngvarar komu fram, en hlutverk þeirra voru ekki veiga- mikil miðað við ýmsar aðrar sálu- messur. Fjölnir Ólafsson baríton söng af einlægni og sannri tilfinn- ingu, rödd hans var þróttmikil og breið. Álf heiður Erla Guðmunds- dóttir sópran söng svo einn þekkt- asta kaf lann í sálumessunni, Pie Jesu, en þar var eingöngu orgel- undirleikur; kórinn kom hvergi við sögu. Pie Jesu er oft sunginn af drengjasópran, það þarf að vera þannig birta og tærleiki í túlkun- inni. Álfheiður náði þessu fullkom- lega, söngur hennar var einstaklega fagur og gæddur viðeigandi bæna- hita. Lifandi og kraftmikill Björn Steinar Sólbergsson lék á orgelið og gerði það af ögun og nákvæmni. Hann spilaði líka á undan sálumessunni Prelúdíu og fúgu um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Leikur hans var lifandi og kraftmikill, notaleg stígandi var í tónlistinni, akkúrat eins og hún átti að vera. Loks ber að geta Vocalise dori- enne – Ave Maria eftir Jehan Alain, sem var sungin af Álfheiði og Björn Steinar lék með. Það var hrífandi tónlist sem komst ágætlega til skila í mögnuðum flutningi. Þetta voru dásamlegir tónleikar og yndislegur inngangur að páskunum. n NIÐURSTAÐA: Frábærir tónleikar með einstakri tónlist. Engar eldspúandi ófreskjur Magnús Ragnarsson stjórnaði af smekkvísi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sálumessa Faurés á hins vegar heima á himninum, og hlýtur að vera uppáhaldstón- verk Guðs. Nýtt í sölu stórglæsilegar 3-5 herbergja íbúðir í fjögurra hæða fjölbýli. Mjög vandaðar íbúðir af öllum stærðum og gerðum. Frá 90-134 fm. Sérafnotareitur á jarðhæð. Íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum frá Parka og Nobilia innréttingar frá GKS og kvartsborðplata frá Rein. Með stærri íbúðum fylgja hjónasvíta og stæði í bílageymslu Verð frá 65.900.000 kr Maríugata 28 Glæsilegar 3ja til 4ra herbergja íbúðir á fallegum stað efst í Urriðaholtinu. Um er að ræða 14 íbúða steinsteypt hús á fjórum hæðum, íbúðirnar eru af fjölbreyttum stærðum og gerðum. Eingangrað að utan og klætt með álklæðningu með bílageymslu á 1. hæð fyrir 7 bíla. • Öll innanhúshönnun er í höndum Tvíhorf arkítekta. • Allar innréttingar eru frá Nobilia, GKS trésmiðju. Ýmist klæd- dar svartri viðaáferð eða hvítar. • Ljós kvarststeinn er á borðum eldhús og baðherbergis. • Heimilistæki eru frá AEG • Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar með harðparket frá Parka, öll votrými flísalögð. • Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgir öllum íbúðum! • Stæði fylgir stærri íbúðunum Herbergi: 3-5 Stærðir: 90-134.2 m2 Þorgeir Símonarson fasteignasali gsm: 696 6580 thorgeir@fstorg.is Rebekka Rosinberg fasteignasali gsm: 776 8624 rebekka@fstorg.is Urriðaholti - 210 Garðabæ MARÍUGATA 28 OPIÐ HÚS Áb. Sigurður Gunnlaugsson löggiltur fasteignasali fimmtudaginn 21 apríl. kl 14.00-16.00 Verð: frá 65,9 millj. Bókið skoðun í síma 6966580 og/eða thorgeir@fstorg.is FIMMTUDAGUR 21. apríl 2022 Menning 25FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.