Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 36

Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 36
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Það er alveg fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur en eina lækningin gegn því er að reyna að laga vandamálið. ninarichter@frettabladid.is Sjúkrabílabangsar eru fimm ára gamalt verkefni á Íslandi sem unnið er að skandinavískri fyrirmynd. Fjórir starfsmenn Foldaskóla hófu verkefnið og er Arndís Hilmars- dóttir einn þeirra. „Við ákváðum að gera þetta á landsvísu og fengum því tengla víða um landið sem hafa sinnt þessu á hverjum stað fyrir sig,“ segir Arndís. „Þetta hefur legið aðeins niðri í Covid, vegna þess að við vorum ekki vissar um hvort hægt væri að koma þessu í sjúkrabílana á þeim tíma,“ segir hún. Frá upphafi verkefnisins hafa þær skilað tvö- til þrjú hundruð böngs- um af sér, einu sinni til tvisvar á ári. Aðspurð seg ir A r ndís v ið- brögðin hafa verið góð. „Það hefur komið fyrir að fólk hafi samband og við höfum deilt þeim sögum á Facebook-síðunni þegar fólk hefur gefið leyfi. Við birtum ekki neitt án leyfis,“ segir hún. Á Facebook-síðu verkefnisins má finna uppskrift að prjónuðum bangsa. Hafi fólk áhuga á að taka þátt geti það prjónað bangsa og komið þeim til Slökkviliðsins við Skógarhlíð 14 í Reykjavík, eða til tengiliða á landsbyggðinni. „Við höfum haft samband og beðið þau um að láta okkur vita þegar hefur vantað bangsa, en það hefur aldrei náð þeim punkti. Þann- ig að við höfum náð að anna eftir- spurninni,“ segir Arndís. „Út frá þeim sögum sem við höfum fengið hefur þetta skipt sköpum fyrir þá krakka sem hafa fengið bangsa,“ segir hún. „Við ætl- uðum að útvíkka þetta líka í lög- reglubílana, en það er einn lögreglu- maður í Kef lavík sem við höfum látið fá bangsa.“ Að sögn Arndísar er prufuverkefni þar í gangi sem er ekki sé komið langt. „En ég vona að það gangi líka,“ segir Arndís. n Sjúkrabílabangsar skipta sköpum Sjúkrabíla­ bangsar eru litlir vinir fyrir börn sem þurfa á þjónustu sjúkra­ bíls að halda. MYND/AÐSEND Arndís Hilmarsdóttir Sævar Helgi Bragason sendir frá sér bókina Umhverfið, þar sem hann fjallar um umhverfismál fyrir börn á aðgengilegan og valdeflandi hátt. tsh@frettabladid.is Umhverfi er önnur bókin í bóka- flokknum Vísindalæsi eftir Sævar Helga Bragason með myndum eftir Elísabetu Rún en í fyrra sendu þau frá sér bókina Sólkerfið. „Þessi bók er öðruvísi en aðrar bækur sem fjalla um umhverfis- mál. Í henni er áherslan á að segja sögur af fólki sem bjargaði mann- kyninu frá sjálfu sér. Vísindafólki sem uppgötvaði hvað við vorum að eyðileggja og hvernig okkur tókst svo að leysa vandann,“ segir Sævar. Á meðal þeirra sem fjallað er um í bókinni eru dýrafræðingurinn Rachel Carson sem skrifaði bókina Raddir vorsins þagna, sem leiddi til þess að reglur voru hertar um notkun skordýraeiturs, og vísinda- maðurinn Clair Patterson sem upp- götvaði hættuleg áhrif blýmeng- unar. „Í bókinni er líka fjallað um lofts- lagsbreytingar. Í stað þess að segja krökkum að þeir verði að gera hitt og þetta, eru þeir einfaldlega hvattir til þess að fræðast og nýta áhrif sín með því einfaldlega að tala um vandann, en sérstaklega lausnirnar við fullorðna fólkið,“ segir Sævar. Næsta kynslóð miklu betri Að sögn Sævars Helga skrifaði hann bókina til að valdefla börn og hjálpa þeim að takast á við loftslagskvíða. „Ég hitti stundum krakka og finn það á þeim að þeir kvíða svo- lítið fyrir framtíðinni. Ég held það sé bara einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki fengið nægilega mikla fræðslu og hafa heldur ekki fengið nægilega mikla fræðslu um þær lausnir sem verið er að vinna að.“ Sævar Helgi, sem titlar sig vís- indamiðlara, hefur unnið ötullega að því undanfarin ár að fræða börn og unglinga um umhverfismál og vísindi. Spurður um hvort honum finnist krakkar í dag vera meðvit- aðir um þessa hluti segir hann: „Ég er sannfærður um að næsta kynslóð sé miklu betri heldur en nokkurn tíma kynslóðin okkar. En þau upplifa mörg hver samt sem áður einhvers konar vonleysi og finnst lítið vera að gerast. Það er satt að mörgu leyti en eina leiðin til þess að laga það er að leysa vandann og við höfum frábær dæmi úr sögunni þar sem okkur tókst það.“ Fyllsta ástæða til áhyggja Eins og áður sagði er bókinni ætlað að auka vísindalæsi hjá börnum. Spurður um hvort honum finnist vísindalæsi vera ábótavant hér á landi segir Sævar Helgi: „Já, ég finn alveg áberandi fyrir því að vísindalæsi er ekkert sérstak- lega gott og þessar bækur eru þar af leiðandi ekkert síður fyrir fullorðna fólkið. Ég hef heyrt frá foreldrum að krakkarnir þeirra séu að lesa bæk- urnar fyrir mömmu og pabba.“ Hvað myndirðu segja við fólk sem upplifir vonleysi gagnvart loftslags- breytingum? „Það er alveg fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur en eina lækningin gegn því er að reyna að laga vanda- málið. Við getum gert ótrúlega margt upp á eigin spýtur sem dregur ekki úr lífsgæðum okkar heldur eykur þau. Gerir lífið bókstaflega betra og ódýrara. En svo er náttúru- lega líka mikilvægt að tileinka sér allar þessar lausnir sem verið er að vinna að sem eru úti um allt,“ segir Sævar Helgi að lokum. n Valdefling með vísindalæsi Sævar Helgi segir eitt af markmiðum bókarinnar vera að efla vísindalæsi hjá börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Í KVÖLD FRÉTTAVAKTIN MANNAMÁL SUÐURNESJAMAGASÍN PRESSAN Kl. 18.30 og kl. 20.30 Kl. 19.00 og kl. 21.00 Kl. 19.30 og kl. 21.30 Kl. 20.00 og kl. 22.00 28 Lífið 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.