Fréttablaðið - 22.04.2022, Side 8
Núna liggur boltinn
hjá íslenskum stjórn-
völdum og bandalags-
ríkjum okkar í NATO.
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við HÍ
Prófessor í stjórnmálafræði
segir umræðu um varnar-
mál á Íslandi minni en í
nágrannalöndunum á undan-
förnum árum. Það hafi þurft
allsherjarinnrás Rússa til að
koma henni almennilega af
stað. Þó að áhugi almennings
dvíni muni stjórnvöld halda
henni áfram.
odduraevar@frettabladid.is
VARNARMÁL Baldur Þórhallsson,
st jór nmálaf ræðiprófessor v ið
Háskóla Íslands, segir umræðu um
varnarmál á Íslandi komna til að
vera, í hið minnsta meðal stjórn-
málamanna og í stjórnsýslunni,
jafnvel þó að áhuginn fari minnk-
andi meðal almennings.
„ Nú na l ig g u r bolt i n n hjá
íslenskum stjórnvöldum og banda-
lagsríkjum okkar í NATO,“ segir
Baldur, spurður að því hvort hann
sjái merki þess að áhugi á umræðu
um varnarmál minnki eftir því
sem fjær dregur upphafi stríðsins
í Úkraínu.
„Þar er vinna hafin við að meta
varnarþörf Íslands og á Norður-
Atlantshafi, þannig að umræðan
er komin til að vera meðal þeirra
sem móta stefnuna, hvort og
hvernig sem hún verður í almennri
umræðu,“ segir hann.
Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu
jókst áhugi almennings á varnar-
málum Íslands mjög, en Baldur
segir það furðu sæta hve langt
á eftir Norðurlandaþjóðunum
Íslendingar eru í þeirri umræðu.
„Allt frá því að Rússar réðust inn í
Donbas-héruðin og tóku yfir Krím-
skaga frá 2014, hefur verið vaxandi
umræða um varnarmál í Evrópu og
nánast öll ríki Atlantshafsbanda-
lagsins og Evrópusambandsins
hafa verið að styrkja varnir sínar,“
segir Baldur.
Hin Norðurlöndin hafi nýverið
gert samninga sín á milli og við
Bandaríkin, á ýmsum sviðum
öryggis- og varnarmála. „Það kom
mér alltaf dálítið á óvart hvað mér
þótti við vera miklir eftirbátar
hvað þetta varðar,“ segir Baldur og
vísar til áranna eftir að Rússar tóku
Krímskaga af Úkraínu og réðust inn
í austurhéruðin.
„Bæði hvað það var í raun tak-
mörkuð umræða í samfélaginu í
kjölfar breyttrar stöðu í Evrópu
vegna yfirgangs Rússa og líka í ljósi
þess hvað helstu nágrannaþjóðir
okkar voru að gera, sem ég sá hvorki
merki um í umræðunni hér heima
né í stefnumótun stjórnvalda.“
„Það er eins og þessi umræða fari
ekki af stað heima fyrr en Rúss-
arnir ráðast núna með allsherjar-
innrás inn í Úkraínu,“ segir Baldur.
Hann segir hingað til hafa verið
ákveðna tilhneigingu á Íslandi til
þess að útvista stefnumótun í varn-
armálum hérlendis til útlanda.
„Það sem ég hef verið að benda á í
þessari umræðu, og mér hefur fund-
ist mikilvægt, er að við byrjum að
vinna heimavinnuna okkar og við
byrjum að móta okkur þá stefnu
hvernig við myndum helst vilja sjá
vörnum Íslands fyrirkomið,“ segir
Baldur.
Það hafi verið ríkt í umræðunni
hér að leita álits Bandaríkjamanna.
Bandaríkin telji loftrýmisgæslu við
Ísland mikilvæga fyrir eigin varnir.
„Það getur verið að það sé mikil-
vægt fyrir okkur að vera með litla
fasta öryggissveit sem kæmi til
aðstoðar ef eitthvað kæmi hér upp
á. Ég er ekki að segja að það sé nauð-
synlega þörf á þessu, en við þurfum
að ræða þetta, því það fer ekki endi-
lega saman hvað öðrum banda-
lagsríkjum finnst og hvað okkur
kannski endilega finnst. “ ■
Umræðan um öryggis- og varnarmál
á Íslandi sé loks komin til að vera
Baldur
telur Íslendinga
eftirbáta hinna
Norðurlanda-
þjóðanna í
umræðunni
um varnarmál.
MYND/KRISTINN
INGVARSSON
Eitt af þeim erfiðu viðfangsefnum
sem blasa við þegar krabbamein
greinist í fjölskyldunni, er að ákveða
hvernig ræða eigi við börnin.
Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins
veita foreldrum góð ráð um
það hvernig best sé að miðla
upplýsingum til barna. Jafnframt
veitir fagfólk félagsins ráðgjöf til
skóla og heilsugæslu varðandi
stuðning við börn þegar foreldri deyr.
Takk, kæri Velunnari.
Með þér getum við gert svo ótalmargt.
krabb.is/velunnari
georg@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Vladimír Pútín Rússlands-
forseti hrósaði varnarmálaráðherra
sínum, Sergej Shoígú, fyrir góðan
árangur rússneska hersins í austur-
hluta Úkraínu í gær. Á fundi sem
sýndur var í beinni útsendingu á
rússneskum ríkissjónvarpsstöðvum
hrósaði Pútín ráðherranum sérstak-
lega fyrir að hafa tekið yfir hafnar-
borgina Maríupol, við Asovshaf.
Innrásarher Rússlands hefur setið
um borgina í rúmlega tvo mánuði.
Sigur Rússa í Maríupol virðist þó
ekki vera endanlega í höfn. Úkra-
ínskt herlið er enn í borginni og
heldur til í stálverksmiðju í borginni,
ásamt óþekktum fjölda af óbreytt-
um borgurum. Fyrir skömmu skip-
aði Pútín herliði sínu að gera ekki
árás á verksmiðjuna og kallaði eftir
því að svæðið yrði girt af. Þá var haft
eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta að
árangur Rússa í Maríupol væri óljós.
Ummælin komu skömmu eftir að
yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu
um stórar viðbótar stuðningsað-
gerðir til Úkraínu.
Viðtalið hefur verið í stöðugri
endursýningu í rússnesku sjónvarpi
og er talið vera liður í að telja íbúum
þar í landi trú um að innrásin gangi
vel fyrir sig. Að undanförnu hafa
sérfræðingar og blaðamenn víða
orðið varir við vísbendingar um
að afstaða almennra rússneskra
ríkisborgara til innrásarinnar hafi
versnað. Í gær sagði forstjóri rúss-
neska olíurisans Lukoil af sér og
telja margir það hafa verið gert í
mótmælaskyni við innrás Pútíns.
Fréttamiðillinn Reuters greindi
frá því að stjórn Lukoil hefði fyrir
nokkrum vikum sent frá sér til-
kynningu þar sem kallað var eftir
því að Rússland byndi enda á stríð
sitt í Úkraínu. ■
Óljós árangur hjá Rússum í hafnarborginni Maríupol
georg@frettabladid.is
FRAKKLAND Frakkar ganga til kosn-
inga og velja sér forseta á sunnudag.
Frambjóðendurnir sem etja kappi
eru þeir sömu og í síðustu forseta-
kosningum, Emmanuel Macron
og Marine Le Pen. Sitjandi forseta,
Macron, tókst að sigra mótfram-
bjóðanda sinn með miklum yfir-
burðum í síðustu kosningum en nú
telja sumir Le Pen eiga meiri mögu-
leika.
Nýjustu kannanir benda þó til
þess að Macron verði endurkjörinn.
Hann nýtur stuðnings á bilinu 55 til
57 prósenta á meðan 42 til 45 pró-
sent styðja Le Pen.
Þetta er í þriðja sinn sem Le Pen
býður sig fram til forseta fyrir hönd
hægriöfgaflokksins Rassemblement
National, áður Front National.
Frambjóðendurnir mættust í
sjónvarpskappræðum á þriðjudag
og þótti mörgum álitsgjöfum Le
Pen hafa staðið sig betur en í síðustu
rökræðum sem fóru fram árið 2017.
Á fréttamiðlinum France24 er sagt
að um nokkurs konar hlutverka-
skipti hafi verið að ræða, frá því að
kappræðurnar voru haldnar síðast.
Macron gekk á mótframbjóðanda
sinn, á meðan Le Pen hélt stillingu.
Tekist var á um afstöðu Le Pen til
múslima og búrkubanns. Þá vó
Macron harkalega að Le Pen fyrir
fjárhagsleg tengsl við rússnesk fjár-
málafyrirtæki og lán sem hún tók
árið 2014 í banka með rússneskan
bakgrunn. ■
Macron og Le Pen
tókust á í beinni
Kappræður frambjóðendanna.
Maríupol hefur legið undir stans-
lausum árásum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
8 Fréttir 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ