Fréttablaðið - 22.04.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 22.04.2022, Síða 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Stjórn Eflingar hefur ræki- lega tekist að gjald- fella verka- lýðsbarátt- una. Við viljum hækka frístunda- styrk í 75 þúsund með hverju barni. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, nálgast. Þann dag er forystufólk í verkalýðshreyfingunni afar mál- glatt og leggur ríka áherslu á sam- stöðu hinna vinnandi stétta um leið og það þylur upp hinar ýmsu misgjörðir vondu kapítalistanna í garð vinnandi fólks. Púðri er síðan eytt í að sannfæra alþýðu manna um að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar beri sanna umhyggju fyrir líðan og kjörum verka- lýðsins. Einmitt þennan dag á þessu ári er ómögu- legt fyrir verkalýðsforystuna að tala á þessum nótum, nema hún vilji verða að athlægi frammi fyrir alþjóð. Þegar stjórn Eflingar, undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sagði upp öllu starfsfólki á skrifstofu stéttar- félagsins þá opinberaðist um leið djúp mann- fyrirlitning. Sólveig Anna og félagar kunna að skreyta sig með marxískum frösum og þykjast vera afskaplega hugsjónarík en þarna er einungis um að ræða innihaldslausan páfa- gaukalærdóm. Ef þetta fólk hefði raunveru- legan áhuga á vellíðan vinnandi fólks þá hefði það horft sér nær og lagt sitt af mörkum til að skapa aðlaðandi andrúmsloft á skrifstofu Eflingar. Hluti verkalýðsforystunnar hefur hagað sér nákvæmlega eins og „vondu kapítalistarnir“ sem hún er stöðugt að vara við. Hver á fram- vegis að geta tekið mark á þessu fólki? Stjórn Eflingar hefur rækilega tekist að gjaldfella verkalýðsbaráttuna. Sólveigu Önnu er fyrirmunað að koma auga á eigin sök. Gagnrýni á uppsagnirnar og frá- sagnir starfsfólks af eigin vanlíðan flokkar hún blygðunarlaust sem vanstillta umræðu. Meðvirkni ýmissa verkalýðsforkólfa er síðan beinlínis aumkunarverð, ef ekki fyrirlitleg.  Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem vanalega forðast ekki sviðsljósið, fór í felur og þegar loks náðist í hann gat hann ekki tekið afstöðu með fólki sem beitt var rangindum. Viðbrögð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, voru einnig snautleg en það tók hann ansi marga daga að stynja því út úr sér að stjórn Eflingar hefði gert mistök en um leið tók hann fram að hann bæri traust til Sólveigar Önnu. Staðreyndin er sú að Sólveig Anna og vitorðs- menn hennar hafa stórskaðað launabaráttu verkafólks. Sú barátta grundvallast á réttlætis- kröfu og stendur á siðferðilegum grunni. Þessi framganga, gerð í nafni Sólveigar Önnu, er siðlaus og brýtur gegn réttlætiskennd heiðar- legs fólks. Hún mun ekki gleymast á verkalýðs- daginn. n Siðleysi Sigurður K. Kolbeinsson ræðir við ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga um lífið og tilveruna og sagðar eru skemmtilega sögur og frásagnir aftur í tímann sem mörgum kunna að þykja skemmilegar. Laugardaga kl. 10.00 www.hotelbokanir.is/lifid-er-lag-hladvarp og á Spotify Margrét Dórothea Sigfúsdóttir er næsti gestur hlaðvarpsins. Reykjavíkurborg hefur tekið ótvíræða forystu í menntamálum síðustu ár og ber þar hæst mennta- stefnu borgarinnar sem vakið hefur athygli fyrir áherslu á námsárangur og læsi en jafnframt þætti sem auka velferð og bæta líðan barna, s.s. heilbrigði, félags- færni, sjálfseflingu og sköpun. Reykjavík hefur verið leiðandi í að bæta starfsum- hverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir 5 milljörðum króna. Samfylk- ingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarverðir vinnustaðir. Frístundastyrkur hækki í 75 þúsund Á nýju kjörtímabili skiptir mestu máli að jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega stöðu barna sem eru í viðkvæmri stöðu. Við viljum hækka frí- stundastyrk í 75 þúsund með hverju barni og auka til viðbótar stuðning við börn fjölskyldna með þröngan efnahag. Við viljum auka fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, auka stuðning við börn og tryggja að hann miðist við þarfir þeirra fremur en greiningar. Stuðninginn á að veita sem mest í nærumhverfi barna strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla í þéttu samstarfi skóla- og velferðarsviða úti í hverfum borgarinnar. Við höfum opnað 2 nýja leikskóla á þessu ári og opnum 6 til við- bótar á árinu til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri í leikskóla, samhliða því að vinna með ríki og háskólum að því að fjölga kennaranemum og greiða leið starfsfólks til meiri menntunar. Samfylkingin setur í forgang að efla geðrækt og heilbrigði barna og ungmenna og mun leita eftir samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Geðhjálp og heilbrigðisyfirvöld um virkar forvarnir og stuðning við börn sem finna fyrir kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Markvissar aðgerðir strax í æsku til að efla geðrækt og andlegt heilbrigði munu spara háar fjárhæðir síðar meir og stuðla að góðu samfélagi fyrir okkur öll. n Betri borg fyrir börn Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar- innar og formaður skóla- og frístundaráðs ser@frettabladid.is Annar í sumri Alveg eru Íslendingar sér á báti í því að skera í sundur vinnu- vikuna með stöku frídögum á borð við sumardaginn fyrsta, sem samkvæmt íslenskum þráa og einþykkni getur alls ekki borið upp á annan dag en fimmtudag. Og þannig skal það vera um aldir alda, enda hefur sumarið einmitt alltaf komið hér á norðurhjaranum á fyrsta fimmtudegi eftir 18. apríl – og ekki deginum seinna, enda héti það að gera lítið úr árstíðinni ef sumarbyrjunina bæri upp á föstudaginn þar á eftir. Það myndi enda stytta íslenska sumarið um einn dag – og munar um minna. Annar í öllu En Íslendingar eru líka svo til eina þjóðin á þessari heims- kringlu sem er með annan í öllu, annan í jólum, annan í páskum og annan í hvítasunnu, en svo, eins og það sé nú ekki til að æra almanakið, var í árdaga ákveðið að sleppa öðrum í sumri og öðrum í uppstigningardegi. Það kom aldrei til greina, enda sama goðgáin og að færa þessa daga til í vikunni eins og flestar þjóðir gera með því að lengja helgina um einn dag. Nei, ekki á Íslandi. En gæti lausnin þá einmitt verið að búa til annan í sumri, eða er það kannski til að gera út af við íhaldssemina? En sem sagt, gleðilegan annan í sumri! n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.