Fréttablaðið - 22.04.2022, Síða 11

Fréttablaðið - 22.04.2022, Síða 11
Þetta reddast hefur auðvitað aldrei bein- línis virkað nema vegna þess að fólk hefur jú gengið í það að redda. HYUNDAI NOTAÐIR Nú getur þú skoðað toppeintök af notuðum HYUNDAI á sérhönnuðu sýningarplani. Hyundai eru annálaðir fyrir góða endingu, bílarnir eru með eina þá lægstu bilanatíðni sem um getur á undanförnum árum og er ábyrgð framleiðanda ein sú víðtækasta og lengsta á markaðnum. ALLT AÐ 7 ÁRA ÁBYRGÐ! OPNUNARTÍMI: Mánudaga 10-18, þriðjud.–fimmtud. 9-18, föstudaga 9-17, laugardaga 12-16 Hyundai notaðir og Bílaland Krókhálsi 7, 110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 0 1 0 5 4 3 H y u n d a i n o ta ð ir 5 x 2 0 2 2 a p r VERÐ: 3.090.000 kr. Rnr. 333896 HYUNDAI I20 Comfort Nýskr. 02/21, ekinn 13 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ: 6.390.000 kr. Rnr. 333830 HYUNDAI Tucson Premium Nýskr. 06/20, ekinn 14 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ: 4.890.000 kr. Rnr. 149092 HYUNDAI Tucson Comfort Nýskr. 04/19, ekinn 70 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ: 7.690.000 kr. Rnr. 370027 HYUNDAI Santa Fe IV Style Nýskr. 05/20, ekinn 36 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ: 5.290.000 kr. Rnr. 432488 HYUNDAI KONA EV Premium 64kWh Nýskr. 09/20, ekinn 24 þ.km, rafmagn, sjálfskiptur. Guðmundur Steingrímsson n Í dag Á undanförnum mánuðum hafa komið út tvær æði merkilegar skýrslur. Ég veit að almennt fer fólk ekki á límingunum út af skýrslum. Fáir kalla saman fjöl- skyldufund út af nýrri skýrslu, kaupa blek í prentarann og prenta út skýrslu til að hafa á nátt- borðinu eða taka skýrslu með á djammið til að sýna vinunum. En þessar skýrslur eru engar venju- legar skýrslur. Fyrri sagði: Hamfarahlýnunin er hafin af krafti og nú skulum við krossa fingur. Seinni sagði: Við höfum þrjú ár til að snúa við þróuninni. Hér á ég að sjálfsögðu við tvær skýrslur Milliríkjanefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem komu út annars vegar í ágúst og hins vegar nú í apríl. Þær eru hluti af svokallaðri sjöttu ritröð nefndarinnar, en á nokkurra ára fresti sendir nefndin frá sér viða- mikið vísindalegt mat á stöðu loftslagsmála. Þegar þessi nefnd segir að allt sé að fara norður og niður, þá er allt að fara norður og niður. Öfgar í veðurfari verða tíðari, segir nefndin, f lóð, stormar, þurrkar, uppskerubrestur og skógareldar verða nýr veruleiki milljarða jarð- arbúa. Stór og mannmörg svæði geta orðið óbyggileg mannfólki, með tilheyrandi fólksflutningum, dauðsföllum, örbirgð, hungri og pólitískum óstöðugleika. Marg- földunaráhrif þessara breytinga á lífsskilyrði á jörðinni geta orðið gríðarleg og mörg ófyrirsjáanleg. Og þetta er semsagt byrjað, segir nefndin. Athygli vakti hins vegar að skýrslur þessar vöktu ekki gríðarleg viðbrögð. Nú bregður svo við, að margir spyrja sig hvernig þessari nefnd gangi nú að vekja heimsbyggðina til umhugsunar um hvert stefnir. „Ég veit ekki af hverju við erum að þessu,“ sá ég að einn erlendur vísindamaður og skýrsluhöfundur skrifaði, í lauslegri þýðingu, á Twitter í tilefni af seinni skýrsl- unni. „Skiptir þetta einhverju máli?“ Það er ekki undarlegt að sér- fræðingar horfi vonlitlir í gaupnir sér. Loftslagsmálin með tilheyr- andi hamfarahlýnun eru í raun hætt að vera áhugavert rann- sóknarefni. Þau eru einfaldlega að gerast. Punktur. Um þau ríkir lítill vafi. Líklega er það orðið mun áhugaverðara rannsóknarefni af hverju ríki heimsins, almenn- ingur, fyrirtæki og einstaklingar bregðast ekki við eins og tilefni er til. Í rauninni ætti heimsbyggðin að hafa hætt að nota jarðefnaelds- neyti ekki síðar en í gær. Vissulega þurfa áætlanir að vera raunhæfar og skiljanlegt er upp að vissu marki að hlutir gátu ekki gerst í gær, en spurningin er áleitin engu að síður: Hvers vegna eru viðbrögðin við þessari ógn svona hikandi og hæg? Dæmi: Joe Biden ætlaði að blása til meiri- háttar aðgerða í loftslagsmálum í upphafi stjórnartíðar sinnar. Nú leitar hann leiða til að framleiða meiri olíu. Loftslagsmálin varða ekki fólk strax, er sagt. Og þó það sé ekki rétt, virðist samt fullyrt meðvitað eða ómeðvitað að annað sé meira aðkallandi. Stjórnvöld eru upp- tekin í krísum samtímans. Inn- rásin í Úkraínu. Covid. Íslands- banki. Þjóðarhöll. Dauðar hænur. Umhverfismálin eru orðin eins og stútfull geymsla sem enginn nennir að fara inn í lengur. Það er svo mikið annað að gera. Meira drasli er bara troðið þarna inn og nú er að myndast mygla. Lík- lega er stutt í að einhvers konar skrímsli verði til í þessu rusli. Það heyrast torkennileg hljóð, og á heitum dögum leggur ömurlegan fnyk þaðan. Hamfarahlýnunin mun setja mark sitt á okkar æviskeið og afkomenda okkar. Það gerðist í fyrsta skipti á loftslagsráðstefn- unni í París árið 2015 að talað var af alvöru um aðlögunaraðgerðir vegna hamfarahlýnunar. Fram að því var meira talað um fyrirbyggj- andi aðgerðir. Nú er svo komið að mögulega verður hið allra hörmulegasta fyrirbyggt, en ekki síður þarf að huga af fullri einurð að aðlögun að því sem þegar er að gerast. Íslendingar hafa kannski aldrei haft mikinn skilning á brjálæðis- köstum vegna uppsafnaðra verk- efna. Manneskja sem öskrar á fólk að taka þurfi til í geymslunni er ekki líkleg til að uppskera meira en hnus úr nös og kaldhæðið bros út í annað. „Slakaðu á. Óþarfi að æpa.“ Þannig er alla vega staðal- myndin. Með krosslagðar hendur situr fólk fremur yfir kaffibolla sínum í eldhúskróknum í þögulli pásu frá amstrinu, dæsir kannski smá út af því sem gera þarf, hádegisfréttir í útvarpinu, vindur gnauðar, en úr svipbrigðum augnanna stafar hið fornkveðna, einhvers konar blanda af uppgjöf, viðurkenningu á eigin augljósa vanmætti og líka furðulegri, en einlægri trú á örlögin og að þau séu okkur mögulega eftir allt saman hjálpleg. Kannski er heimsbyggðin komin á þennan stað: Þetta reddast. Ef til vill er hægt að byggja á því viðmóti von. En meira þarf samt til. Þetta reddast hefur auðvitað aldrei beinlínis virkað nema vegna þess að fólk hefur jú gengið í það að redda. Það hefur sagt jæja yfir kaffibolla sínum og staðið upp. Og nú er komið að því. n Of seint? FÖSTUDAGUR 22. apríl 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.