Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 12
Manni finnst maður svo oft vera fastur í einhverri rútínu og að hlutirnir séu búnir en það er langt frá því. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingigerður Dóra Þorkelsdóttir Bröttugötu 4, Hólmavík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík miðvikudaginn 13. apríl. Útför hennar fer fram frá Hólmavíkurkirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.00. Margrét Árný Halldórsdóttir Þorkell Örn Ólason Björn Valur Ólason Kristina Musiichenko Sigríður Óladóttir Gunnlaugur Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Tónlistarmaðurinn KK fagnar þrjátíu ára afmæli plötunnar Lucky one með tónleikum í Háskólabíói í kvöld. arnartomas@frettabladid.is „Ég hafði búið í þrettán ár í Svíþjóð og hafði þvælst um götur Evrópu og spilað áður en ég kom heim 1990 með heilmikið af lögum í farteskinu,“ segir tónlistarmaðurinn KK sem treður upp í Háskólabíói í kvöld. „Ég fer í stúdíó ári síðar ásamt Eyþóri Gunnars mági mínum þar sem við tókum upp Lucky one sem var mín fyrsta plata.“ Lucky one vakti mikla lukku hjá gagn- rýnendum og hlustendum. Platan náði gullsölu enda hafði hún fengið góða dóma og mikla spilun í útvarpi og skaut KK rakleitt inn í íslensku tónlistarsen- una þar sem hann situr enn sem fastast. „Þetta féll vel í kramið hjá landanum og var ferskt blóð í þennan litla pott sem Ísland getur verið stundum,“ segir hann. „Ég var búinn að vera erlendis svo lengi og kom beint af götunni inn í stúdíó.“ Hann var þó ekkert unglamb þegar hann gaf frá sér þessa vel heppnuðu frumraun, 35 ára gamall. „Ég hitti svo mikið af krökkum í kringum þrítugt sem kvarta undan því að finnast þau ekki hafa gert neitt í líf- inu,“ segir hann hlæjandi. „Það er nægur tími! Manni finnst maður svo oft vera fastur í einhverri rútínu og að hlutirnir séu búnir en það er langt frá því.“ Lagið varð til á staðnum KK á margar góðar minningar frá upp- tökum á plötunni en segir sögu titil- lagsins, Lucky one, vera sér sérstaklega kæra. „Lagið varð til í stúdíóinu. Ég hafði aldrei spilað það áður og strákarnir höfðu þess vegna auðvitað aldrei heyrt það,“ segir hann. „Ég byrjaði að spila á gítarinn, bara eitthvað að djamma þegar við vorum að bíða, og strákarnir taka undir. Við héldum keyrslunni áfram og spiluðum heilt lag. Eyþór hafði verið með upptökuna í gangi svo við tókum upp lagið um leið og það var samið. KK hefur síðan reynt að endurtaka leikinn, án árangurs. „Svona lagað skeður bara þegar maður veit ekki af því,“ segir hann og hlær. Í tilefni af tímamótunum hóaði KK saman upprunalega hópnum sem kom að plötunni og kemur fram á tónleik- unum í kvöld. Þar verður Eyþór Gunn- ars á hljómborði, Þorleifur Guðjónsson á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar, Sigtryggur Baldurs og Matthías Hem- stock á trommum auk Ellenar Kristjáns sem syngur samhliða KK. „Við ætlum að leika hin ýmsu lög sem fólk þekkir og vill heyra. Það er mjög góður fílingur og allir í skýjunum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á morgun. Miðasala fer fram á tix.is ■ Fagnar frumrauninni með afmælistónleikum KK var 35 ára gamall þegar hann sendi frá sér Lucky one. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1529 Austurhveli jarðar er skipt milli Spánar og Portúgals með Saragossasátt- málanum. 1870 Lenín, rússnesk- ur byltingarleið- togi, fæðist. 1906 Sérstakir auka Ólympíuleikar eru settir í Aþenu í tilefni af tíu ára afmæli nútíma Ólympíu- leikanna. 1917 Jón Helgason er vígður biskup. 1918 Konur eru kosnar í fyrsta skiptið til þjóðþings Danmerkur í þingkosningum. 1937 Bandaríski leikarinn Jack Nicholson fæðist. 1944 Bresk flugvél ferst rétt við nýja stúdentagarðinn í Reykjavík, Nýja Garð. Öll áhöfnin ferst með vélinni. 1950 Leikritið Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness er frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu. 1967 Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn almannavarnasviðs ríkis- lögreglustjóra, fæðist. 1970 Dagur jarðar haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti. 1978 Ísrael sigrar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva með laginu A-Ba-Ni-Bi. 2001 Bandaríska teiknimyndin Shrek er frumsýnd. 2016 Á þessum degi hafa 175 lönd undirritað Parísarsam- komulagið. Merkisatburðir arnartomas@frettbladid.is Vigdísarstofnun fagnar fimm ára afmæli sínu í dag en hún var stofnuð á sumardaginn fyrsta 2017. Þann sama dag var Veröld – hús Vigdísar formlega tekið í notkun. Samhliða tímamótunum fagnar stofnunin einnig Alþjóð- legum áratug frumbyggjatungumála þar sem leitast verður við að skipuleggja rannsóknir, ráðstefnur og fleiri viðburði sem helgaðir verða fámennistungumálum. Sérstök áhersla verður á menningu og tungumál Sama, Ínúíta og Rómafólks. Þá verður margmiðlunarsýningin Mál í mótun einnig opnuð í Veröld – húsi Vigdísar í dag. Hún fjallar um tungu- mál heimsins og var sett upp í samstarfi við Gagarín og and- rúm arkitekta. ■ Vigdísarstofnun fagnar fimm ára afmæli Veröld – hús Vigdísar var formlega tekið í notkun sumardaginn fyrsta 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.