Fréttablaðið - 22.04.2022, Page 34

Fréttablaðið - 22.04.2022, Page 34
Grínið er hjákátlegt frekar en smellið og erfitt er að átta sig á þessum vinahóp. LEIKHÚS Fyrrverandi Valur Freyr Einarsson Borgarleikhúsið Leikstjóri: Valur Freyr Einarsson Leikarar: Árni Þór Lárusson, Halldór Gylfason, Jörundur Ragnarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórunn Arna Kristjánsdóttir Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir Tónlist: Davíð Þór Jónsson og Salka Valsdóttir Hljóðmynd: Salka Valsdóttir Lýsing: Ingi Bekk Myndbönd: Einar Þórarinsson og Ingi Bekk Höfundur sviðshreyfinga: Anna Kolfinna Kuran Leikgervi: Elín S. Gísladóttir og Ilmur Stefánsdóttir Sigríður Jónsdóttir Vinahópur hittist til að gera sér dagamun en draugar fortíðarinnar í formi fyrrverandi maka svífa yfir kampavínsglösunum. Valur Freyr Einarsson safnaði saman sönnum sögum um samskipti og reynslu einstaklinga af fyrri samböndum. Þrátt fyrir forvitnileg efnistök er lítið um stóra drætti í Fyrrverandi sem var frumsýnd nýlega í Borgar- leikhúsinu. Til að byrja með eru ýmsir form- gallar á handritinu. Persónur eru stöðugt að tala um atburðarás sem gerðist áður eða einstaklinga sem eru annars staðar. Vandamál sem koma upp í sýningunni eru annað hvort ekki leyst eða leyst á allt of auðveldan máta. Það að hringja eitt símtal í lögfræðing er yfirleitt alls ekki nóg til að stoppa stafrænt ofbeldi. Efnislega koma sömuleiðis fram vandamál. Öll pörin eru kynnt til sögunnar sem gagnkynhneigð en annað kemur í ljós. Tví- eða pankyn- hneigð er notuð sem sjokkerandi opinberun, niðurlag brandara eða dæmi um óæskilega kynhegðun, til dæmis mistök þegar viðkomandi er ofurölvi. Þó er að finna nokkra þræl- góða brandara sem krydda þessa samsuðu örlítið. Sundurslitið persónugallerí Leikhópurinn gerir sitt besta með efniviðinn en áhorfendur kynnast ekki persónunum nægilega vel. Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikur gestgjafann Unu sem er í mjög góðu sambandi við sinn fyrrverandi, kannski aðeins of góðu að mati maka hennar Togga, sem leikinn er af Þorsteini Bachmann. Hún nær fínum tökum á konunni sem er með allt á hreinu og er jarðtenging hóps- ins. Þó er erfitt að skilja hvað Una sér við andlega þenkjandi bókarann Togga. Þorsteinn gerir sitt besta til að koma þessum lina karakter til skila en skilur lítið eftir sig. Nýlið- inn Árni Þór Lárusson leikur Bjart, son Unu af fyrra hjónabandi. Það er alltaf gaman að sjá unga leikara taka sín fyrstu skref eftir útskrift og stendur Árni sig með prýði. Halldór Gylfason leikur lækninn Karl sem vill undirstrika að hann byrjaði ekki að hitta Gígju, fyrr- verandi sjúklinginn sinn á krabba- meinsdeildinni, leikna af Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, fyrr en hún var útskrifuð og hann var skilinn við konuna sína. Halldór og Þór- unn Arna eru á sömu grínbylgju- lengdinni allan tímann en persónur þeirra eru fremur einsleitar. Yngsta parið í hópnum eru Bjarni og Hulda leikin af Jörundi Ragnars- syni og Völu Kristínu Eiríksdóttur. Bjarni er eina persónan sem tengir sína erfiðleika við fyrirmyndirnar sem hann hafði í æsku, eða skort á þeim. Jörundur nær að þræða þessa nál á milli harms og húmors laglega. En það er Vala Kristín Eiríksdóttir sem stelur senunni enn og aftur. Tímasetningarnar hennar eru frá- bærar, líkamsbeitingin bráðfyndin og hún finnur sársaukann í hinni tættu Huldu, tilfinningar sem ekki er búið að vinna úr. Listræn samsuða Eins og áður sagði er leikstjórnin í höndum Vals Freys. Veröld Fyrrver- andi liggur á gráu svæði milli raun- veruleika og óraunveruleika. Annað hvort hefði súrrealisminn þurft að spila stærra hlutverk eða Valur Freyr hreinlega að ganga inn í klassískt stofudrama. Gallinn er líka sá að ekki er ljóst hvernig í ósköpunum þessi ólíki hópur þekkist, hvaðan þau koma og hvert þau eru að fara. Eftir hlé dalar sýningin, missir afl og framvindan er lítil. Lokauppgjörið fellur flatt og sýningin virðist óklár- uð. Ilmur Stefánsdóttir stendur yfir- leitt fyrir sínu enda mjög fær lista- maður. En eins og með flest annað í sýningunni er listræna umgjörðin óskýr þrátt fyrir laglega hönnun, einhvern veginn hvorki né. Dans- og söngatriðin virka eins og uppfylli- efni frekar en að næra sýninguna. Sviðshreyfingar Önnu Kolfinnu Kuran njóta sín best þegar hreyfi- mynstrin malla undir samtöl- unum. Myndbandshönnun Einars Þórarinssonar og Inga Bekk týnast í leiktjöldunum. Davíð Þór Jónsson og Salka Valsdóttir semja og setja saman tónlistina en líkt og annað situr hún fremur illa í sýningunni þó að hún sé áheyrileg. Forvitnilegar og f jölbreyttar sögur af alls konar fyrrverandi eru hér fléttaðar saman. Niðurstaðan er samsuða af hugmyndum sem smella aldrei. Spyrja má hvort Valur Freyr hefði mátt finna annan farveg fyrir þessar áhugaverðu sögur heldur en þann sem hér er boðið upp á. Grínið er hjákátlegt frekar en smellið og erfitt er að átta sig á þessum vina- hóp. Svo sannarlega er þörf og pláss fyrir ný íslensk leikrit um samtíma- vandamál en því miður þá missir Fyrrverandi marks. n NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir nokkra góða brandara og kostulega frammistöðu frá Völu Kristínu er Fyrrverandi frústrerandi upplifun. Klaufaleg fyrrverandi Áhorfendur kynnast ekki persónunum nægilega vel, segir gagnrýnandi. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR  kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 24. apríl býður Rót- arýhreyfingin á Íslandi til sérstakra hátíðartónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tilefnið er veiting tónlistarstyrks Rótarý sem árlega er veittur tveimur framúr- skarandi tónlistarnemum sem stunda framhaldsnám á erlendri grundu. Styrkþegar Tónlistarsjóðs Rótarý árið 2022 eru þau Alexander Smári Edelstein píanóleikari og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir f iðluleikari. Tónlistarstyrkir Rótarý hafa verið veittir árlega frá árinu 2005 og var sá fyrsti sem styrkinn hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari en styrkþegar eru nú orðnir 30 tals- ins. Hefð hefur skapast fyrir því að styrkþegarnir komi fram á árlegum tónleikum Rótarýhreyfingarinnar og eru tónleikarnir í ár í umsjón Rótarýklúbbs Héraðsbúa í sam- starfi við listhópinn Austuróp. Auk styrkþeganna koma fram tónlistar- menn sem starfa á Austurlandi og Norðurlandi, þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Erla Dóra Vogler messósópran, Árni Friðriksson tenór, Valdimar Hilmarsson barí- ton ásamt píanóleikurunum Helenu Guðlaugu Baldursdóttur og Daníel Þorsteinssyni. n Hátíðartónleikar á Eskifirði Alexander Smári Edelstein, styrk- þegi Tónlistar- sjóðs Rótarý. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Tónlistarstyrkir Rótarý hafa verið veittir árlega frá árinu 2005 og var sá fyrsti sem styrkinn hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson. 18 Menning 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.