Fréttablaðið - 22.04.2022, Síða 36

Fréttablaðið - 22.04.2022, Síða 36
Þetta er boðskapur sem er þarfur á flestum tímum en kannski sérstaklega í dag. Fjórtán verk verða til sýnis í galleríi í Sotheby’s-upp boðs- hús inu í London. ninarichter@frettabladid.is Breska popparanum Robbie Willi- ams er margt til lista lagt. Dagana 11. til 25. maí setur hann upp mál- verkasýningu á svart-hvítum mál- verkum sínum, sem hann vann ásamt félaga sínum Ed Godrich. Fjórtán verk verða til sýnis í gall- eríi í Sotheby's-uppboðshúsinu í London. Verkin unnu þeir saman í stúdíói sínu í Los Angeles. Í næstu viku stýra þeir sölusýn- ingu hjá Sotheby’s, á myndum eftir nokkra af sínum eftirlætis lista- mönnum, þar á meðal Jean-Michel Basquiat, Grayson Perry og Damien Hirst. Sú sýning verður opin dagana 22. til 28. apríl. Breska blaðið The Guardian hefur eftir Williams að sameigin- leg ást þeirra Godrich á götulist sé rauði þráðurinn í þeirra eigin list og einnig ríkjandi þema á sölu- sýningunni. Williams er einn af þeim fyrstu sem fjárfestu í list götulistamanns- ins Banksy og á popparinn nokkur af hans frægustu verkum. n Robbie Williams sýnir myndlist Robbie Williams er eigandi nokkurra af frægustu verkum Banksy. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Íslensk uppsetning á söng- leiknum um ráðagóðu blondínuna Elle Woods fer á svið í Gamla bíói í maí. arnartomas@frettabladid.is Gamanmyndin Legally Blonde gerði allt vitlaust við árþúsundamótin og hefur í seinni tíð skipað fastan sess á áhorfslistum þeirra sem þurfa á upplyftingu að halda. Myndin segir frá háskólanemanum Elle Woods sem sigrast á staðalímyndum um ljóskur með undraverðri velgengni sinni í lögfræðiheiminum. Söngleikur byggður á myndinni var fyrst sýndur árið 2007 og vakti í kjölfarið lukku víðs vegar um heim. Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz hefur nú skellt söngleiknum í íslenskan búning, undir heitinu Ljóska í gegn, og verður hann settur upp í Gamla bíói þann 10. og 11. maí. „Þetta er bjartur, léttur og skemmtilegur söngleikur sem fjallar samt um eitthvað sem mætti kalla klassískt viðfangsefni,“ segir Orri Huginn Ágústsson leikstjóri söng- leiksins. „Þetta er boðskapur sem er þarfur á flestum tímum en kannski sérstaklega í dag – að standa með sjálfum sér og að dæma ekki of fljótt eða harkalega þá sem þú hittir.“ Nemendur söngleikjadeildar- innar hafa lengi verið spenntir fyrir söngleiknum en Orri Huginn segir að fyrst hafi verið lagt í hann þegar útlit var loks fyrir að tak- mörkunum vegna Covid yrði aflétt. „Það var langþráð að geta sett upp sýningu þar sem mikil áhersla er á sviðshreyfingar og dans,“ segir hann. „Nemendurnir hafa verið í stífum þjálfunarbúðum til að ráða við efnið.“ Snúnar þýðingar Íslensk þýðing á söngleiknum lá ekki fyrir svo að íslenska þurfti textana frá grunni. „Við einhentum okkur í það verk- efni, ég og Þór Breiðfjörð deildar- stjóri, en við höfum þekkst lengi og unnið við söngleiki af öllum stærðum og gerðum,“ útskýrir Orri Huginn, sem segir verkefnið hafa verið snúið. „Það eru sárafáar senur í verkinu sem ekki er tónlist undir og miklu minni texti sem er f luttur talaður en sunginn. Það er líka mikið af orðagríni og rími sem Ljóskan lagafróða á svið í Gamla bíói Reese Witherspoon í hlutverki Elle Woods í Legally Blonde frá árinu 2001. Hrefna Hlyns- dóttir fer með hlutverk Elle Woods. MYND/AÐSEND getur verið þrautin þyngri að færa yfir á íslensku. Þetta var ekkert hrist fram úr erminni.“ Lögin í sýningunni eru flest í létt- ari kantinum en teygja sig í ýmsar áttir. „Þarna má finna ballöður sem hafa skírskotanir í keltnesk áhrif þegar ein aðalpersónan syngur um draumastaðinn Írland. Svo eru djass-áhrif þegar sungið er um hvað þarf til þess að vera hákarl.“ „Þetta er leikandi og skemmtileg tónlist sem er keyrð áfram af krafti. Við flytjum tónlistina með lifandi undirleik frá stóref lishljómsveit skipaðri nemendum við FÍH.“ Miðasala fer fram á tix.is. n Götulistaverk eftir Banksy í Betlehem. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KVIKMYNDIR The Northman Leikstjórn: Robert Eggers Aðalleikarar: Alexander Skarsgård, Nicole Kidman, Claes Bang og Anya Taylor-Joy arnartomas@frettabladid.is Robert Eggers hefur stimplað sig inn á síðustu árum sem metnaðar- fullur leikstjóri sem geðjast ekki öllum. Síðustu myndir hans, The Witch og The Lighthouse, lögð- ust ýmist vel í fólk eða hreinlega alls ekki, án nokkurs millivegar. Nýjasta útspil Eggers, The Nort- hman, hefur þó verið tekið betur af áhorfendum enda er frekar erfitt að missa marks þessa dagana þegar sexí víkingar sem eru úr að ofan eru annars vegar. Myndin segir frá víkingaprins- inum Amlóða sem verður vitni að morði föður síns af hendi frænda síns, Fjölnis. Amlóði sver þess eið að ná fram hefndum en endar á áralöngum f lækingi meðal ber- serkja þar sem hann virðist hafa glatað tilgangi sínum. Hann heldur til Íslands í vígahug eftir að hann fregnar að Fjölnir sé þar niðurkom- inn en hefndarþorstinn dvín þegar hann verður ástfanginn af ambátt- inni Olgu. Við taka sjóðheitar ástir og blóðsúthellingar innan um jarð- hræringar og dulspeki. Jeminn! Sagan er í sjálfu sér bara klassísk Hamlet-hefndarræma í víkinga- galla. Persónurnar eru ekki dýpri en þær þurfa að vera og allar sögu- flækjur leysast á frekar fyrirsjáan- legan hátt. Þrátt fyrir að áhorfand- inn myndi ekkert sérstaklega djúpa tengingu við aðalpersónurnar eru leikararnir þó nægilega góðir til að hreyfa við manni. Handritið er sum sé ekki f lókið en það þjónar tilgangi sínum og það er allt í góðu lagi með það. Þetta er bara þannig mynd. The Northman er nefnilega stórkostlegt sjónar- spil þar sem ekkert er til sparað. Tæknibrellurnar eru vel útfærðar og drekkja ekki áhorfandanum heldur fá glæsilegar sviðsmyndir og búningar að njóta sín. Tónlistin er síðan naglinn í kistu umræð- unnar um hvort það sé þess virði að sjá myndina í bíó eða ekki. Það er svo auðvitað gaman að sjá framlag Íslendinga landfræðilega og í lista- fólki. Á heildina litið er The Northman ágætis mynd í stórkostlegri umgjörð sem skilur ekki jafnmikið eftir sig og fyrri myndir Eggers. n NIÐURSTAÐA: Ágætis mynd í stórbrotinni umgjörð. Sjónarspilið er bíómiðans virði. Hamlet fer norður Amlóði og Olga eru ekki ofarlega á lista yfir kynþokkafyllstu mannanöfnin en Skarsgård og Taylor-Joy redda því fyrir horn. 20 Lífið 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.