Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Qupperneq 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Qupperneq 3
3Siglfirðingablaðið Siglfirðingakaffið verður haldið sunnudaginn 22. maí í Grafarvogskirkju og hefst kl. 14.00 með messu. Sjálft kaffisamsætið hefst síðan að messu lokinni eða um kl. 15.00. Prestur í messunni verður séra Vigfús Þór Árnason. Séra Vigfús hefur nú látið af embætti sóknarprests í Grafarvogskirkju og verður þessi messa síðasta formlega Siglufjarðarmessan hans. Honum til aðstoðar verða Siglfirðingarnir Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur, Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni og Snævar Jón Andrésson guðfræðinemi. Ræðumaður dagsins verður athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson og um tónlistarflutning sér tenórinn Hlöðver Sigurðsson. Árgangar 1956, 1966, 1976, 1986 verða félaginu innan handar við undirbúning og bakstur. Samt sem áður hvetjum við fólk sem getur og vill, til að koma endilega með kökur og annað bakkelsi. Tekið er á móti veitingum frá kl. 11 í Grafarvogskirkju. Siglfirðingakaffið 22. maí 2016

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.