Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2016, Page 4
4 Siglfirðingablaðið
Í október árið 2011 kom út
50 ára afmælisrit Fréttablaðs
Siglfirðingafélagsins. Þar voru allmargar
greinar frá Siglfirðingum sem búsettir
eru erlendis. Sameiginleg yfirskrift
þessara greina var “Það er alveg sama
hvar Siglfirðingur sefur.” Þessi setning
er tekin úr ljóði eftir Snorra Jónsson og
vísar auðvitað til þess að ræturnar eru
sterkar og að lengst gengur maður með
æskuminningunum. Snorri hefur samið
fleiri falleg ljóð um æskustöðvarnar og
það er vel við hæfi að fá hér kynningu
á höfundinum. Hér með gef ég honum
orðið. JM
Upp úr þessum jarðvegi er ég
sprottinn
Það er ágústkvöld, algjört
logn. Ég sit á kantinum
við Öldubrjótinn og horfi
út fjörðinn. Sjórinn er spegilsléttur
og miðnætursólin málar himin og
haf eldrauðum lit. Augu unglingsins
sem er ástfanginn af firðinum sínum
greina ekki skil himins og hafs.
Lognið er það mikið að færeysku
handfæraskúturnar sem eru að fara
út eftir helgarfrí fá ekki vind í seglin
heldur tugga þær sig út fjörðinn á
afllitlum hjálparvélum. Gangurinn
er hægur út rennisléttan fjörðinn
allt út í Neskrók, þar fá seglin í sig
örlítinn andvara og vinir okkar frá
Færeyjum geta þverað fjörðinn. Ungi
maðurinn á öldubrjótnum sér þessi
fallegu tréskip eins og svarta silúettu
sem ber í eldinn við hafsbrún.
Ég get lokað augunum og framkallað
þessa mynd hvar og hvenær sem er.
Ég er fæddur í Hjálmarsskúrnum,
Þormóðsgötu 7, þann 14. nóvember
1943 en seinna var götunafni
og númeri breytt þannig að mitt
æskuheimili var að Hvanneyrarbraut
21b. Foreldrar mínir voru Ólína
Hjálmarsdóttir og Jón Kristinn
Jónsson.
Ég er sem sagt úr Reitnum. Þarna
kynntist ég mínum æskuvinum,
Kidda Hólm og bræðrunum Halla og
Hómma Óskars, þarna bundumst við
þeim vináttuböndum sem aldrei hafa
slitnað þó oft hafi verið langt á milli
okkar. Auk þeirra voru þarna margir
valinkunnir öðlingar sem dunduðu
við ýmislegt eins og segir í textanum
Æskuvinir sem Halli söng inn á plötu
með Lúdó, 45 rokkár:
Við vorum ungir til í allt
og gerðum allt sem þótti svalt
öll var bernskan ævintýraleg.
Ég er fæddur inn í fjölskyldu sem
hafði auðugt ímyndunarafl og sem
átti létt með að koma hugsunum
sínum frá sér hvort sem var í töluðu
orði, bundnu máli eða óbundnu.
Þetta var fátækt fólk sem með elju og
dugnaði reif sig upp og kom mörgum
afkomendum sínum til mennta, eins
og svo margir Siglfirðingar gerðu.
Dugnaðurinn og eljusemin var þessu
fólki í brjóst borin.
Ég held því fram að kynslóð afa
míns og ömmu hafi verið rjóminn
af vinnufólki til sveita áður en síldin
kom. Þegar hún kom og þetta fólk,
sem var bundið í klafa vistarbanda
bændasamfélagsins, frétti af því
að menn gátu orðið sjálfstæðir og
komið undir sig fótunum í litlum firði
norður við heimskautsbaug flutti það
til fyrirheitna landsins Siglufjarðar.
Það að elska Sigló var að elska frelsið.
Og mannlífsf lóran, maður
minn! Þarna unnu hlið við hlið
háskólalærðir menn , listamenn,
skólafólk, húsmæður og fleiri og
fleiri, allir jafnir, ég man aldrei eftir
að nokkur maður sýndi af sér hroka.
Sameiginlegt öllu þessu fólki var
vinnusemi og trúnaður. Það var aldrei
hætt fyrr en verki var lokið sama hver
vinnan var, það var alltaf klárað.
Á eftir sinntu menn svo
áhugamálunum af sama kraftinum
og vinnunni. Siglfirðingar voru,
eins og maðurinn sagði, heimsfrægir
um allt Ísland fyrir skíðamennsku
og kórsöng og segja má að í hverri
einustu fjölskyldu voru einn eða
fleiri frístundabændur. Á vorin og
haustin hjálpuðum við unglingarnir
til við smalamennsku upp um öll fjöll
og þannig kynntumst við firðinum
okkar betur, við þekktum meira en
bara bryggjurnar og göturnar.
Ég lenti í því í nokkur skipti
sem unglingur að sitja inni í
lýsiskompunni í SRP með fimm
öldruðum heimspekingum sem
sumir voru varla læsir, ekki fyrir
það að þeir gætu ekki lært heldur
vegna þess að tækifærin voru engin.
Að hlusta á þessa menn spjalla um
lífið og tilveruna var dásemdin
ein. Svo skrúfuðu menn tappann
á kaffibrúsann og brutu saman
smjörpappírinn utan af brauðinu,
hann þurfti að nota aftur, og um leið
og gengið var út sagði kannski einn
þeirra lágum rómi: Strákurinn er að
byrja í lækninum í haust.
Upp úr þessum jarðvegi er
Það er sama hvar
Siglfirðingur sefur
Snorri Jónsson rafvirki og skáld