Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2016, Page 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2016, Page 6
6 Siglfirðingablaðið Vestmannaeying. Hvað veldur veit ég ekki en kannski er ástæðan sú að þegar við fluttum til Eyja komum við í samfélag sem var líkt og samfélagið á Sigló og ég fann mig strax. Hluti af þessu er kannski líka að ég hef alltaf verið að dunda við að yrkja og hef búið til ófáa Eyjatexta eins og við köllum þá og svo ég grobbi mig svolítið þá er ég höfundur tveggja þjóðhátíðartexta. Hvernig á annað að vera en að ég sé mikill Eyjamaður? Ég fór frá Sigló vegna atvinnuleysis og átti, eins og sagt er á góðri íslensku, ekki bót fyrir boruna á mér þegar ég flutti. Vestmannaeyjar buðu upp á tækifæri sem við gripum, unnum mikið og komum undir okkur fótunum og eignuðumst gott líf. Hvernig er hægt annað en elska þessa eyju sem bauð upp á þetta? En maður gleymir ekki uppruna sínum og Siglufjörður á sinn stað í hjarta mínu. Því vil ég láta svona í lokin fylgja með texta sem ég gerði við lag Leós Ólasonar, þess mæta tónlistarmanns og Siglfirðings. Þetta lag og texti er á plötu sem ég gaf út í vetur með tólf lögum eftir ýmsa höfunda sem öll eru með textum eftir mig. Svo mörg voru þau orð. Mig langar að geta þess að platan heitir Nornanótt og er enn sem komið er aðeins til sölu í Eyjum. Ég ætla mér að koma henni á Sigló með vorinu, en hægt er að fá hana hjá mér. Síminn er 892-7741. Og svona í trúnaði að lokum - það er aldrei leiðinlegt að heyra í Siglfirðingi! Ég ætla svo að láta tvö stutt ljóð fljóta með. Síldarminni Sig Tröllaskagi teygir svo traustur út í Dumbshaf í tíbrá morgunsólar sést í ofurlítinn fjörð. Ókunnugir ætla að þar ekkert geti dafnað en öðrum finnst þeir líti þar einn besta stað á jörð. Fjallahringur fagur með fannborgir um vetur og fuglasöng að vori sem veitir mönnum hvíld. Annasamt á sumrunum og ys og þys í bænum og úti fyrir ströndinni var svartur sjór af síld. Getur nokkur gleymt því sem gengið hefur plönin og gist hefur í Skálinni um bjarta sumarnótt. Labbað upp á Gimbraklett og litið yfir bæinn og læðst hefur á braggaloft til yngismeyjar hljótt. Ennþá kúrir bærinn sig inn á milli fjalla og ennþá vakir þráin í huga sérhvers manns. Það er alveg sama hvar Siglfirðingur sefur silfurtær er fjörðurinn ætíð í draumum hans. Í þessum þrönga firði var Íslands æðasláttur auð sinn hefur þjóðin þangað sótt. Getur nokkur gleymt því sem gengið hefur plönin og gist hefur í Skálinni um nótt. Sumarnótt Dögg í grasi grænu glóandi silfurtár. Húmsins dularhamur hlýr sem að ástarþrár. Bleikrauður himinboginn býður oss góða nótt. Og tálbláir dropar titrandi falla með trega svo undurhljótt. Ríkidæmi Snorra Tilgangurinn og meðalið Stríðandi menn eru að stinga hvorn annan og slátra með hugsjónaglóð. Þeir berjast af ást fyrir boðskapinn sanna og brytja hvern annan af móð. Já þeir drepa hvern annan af dýrðlegri köllun við að draumurinn fagri rætist og mannkynið hljóti frið. Að lokum ein limra sem ég orti um sjálfan mig þegar ég fór að fá ellilífeyri. Áður ég dansaði fimum á fótum og flekaði stelpur úr Hofsós og Fljótum. En nú er allt breytt ég aldrei fer neitt. Og tóri á tryggingabótum. Kveðja til allra Siglfirðinga. Snorri Jónsson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.