Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 10
10 Siglfirðingablaðið
Þú varst á Hafliða SI2 á
námsárunum þínum. Hvernig
kom það til og af hverju
Siglufjörður?
Mig vantaði sumarvinnu árið 1968.
Þá var kreppa og lítið um vinnu. Ég
heyrði auglýsingu í útvarpinu, að það
vantaði vanan netamann á Hafliða
SI-2 og sótti um starfið og fékk það.
Flaug svo norður daginn eftir. Var á
togaranum fram á haust og fór þá á
Narfa RE. Það var oft glatt á hjalla,
þegar í land var komið og ástand
einstakra áhafnarmeðlima var oft
skrautlegt, þegar farið var aftur á
sjóinn. Ég kynntist ekki mikið af
fólki, en fór þó einu sinni í heimsókn
í Rauðu Mylluna, sem var upplifun út
af fyrir sig.
Aðdragandi þess að þú tókst
að þér starf bæjarstjóra
Fjallabyggðar?
Það var hringt í mig að morgni
snemma í janúar í fyrra og mér
boðið starfið. Ég hitti síðan oddvita
meirihlutans um kvöldið og svaraði
játandi daginn eftir.
Hvernig líkar þér veran og
viðmótið?
Mér líkar mjög vel í Fjallabyggð,
enda uppalinn dreifbýlismaður úr
Fljótshlíðinni. Okkur hjónum hefur
verið vel tekið og höfum yfir engu að
kvarta í þeim efnum.
Hver eru að þínu mati brýnustu
verkefni í Fjallabyggð og hvað
ber að varast?
Brýnustu verkefni í Fjallabyggð
eru:
a) Holræsaveitan.
Ástandið í þeim málum er ekki gott,
sérstaklega á Siglufirði.
Hér er matvælaframleiðsla,
líftæknifyrirtæki, ferðamennska
o.fl., þannig að þessir hlutir verða
að vera í lagi. Ekki er gott að fá
persónueiningarnar fljótandi inn
í hafnirnar. Við gerðum fjögurra
ára plan í fyrra og þar er stefnt að
því að öllum útrásum verði komið
í viðunandi horf árið 2018 fyrir
báða byggðarkjarnana. Þá þarf að
endurnýja holræsalagnir, sérstaklega
á Eyrinni á Siglufirði. Ástand lagna í
Ólafsfirði er mun betra.
b) Endurnýjun slitlags á götur
bæjarfélagsins
Ástand þeirra er frekar bágborið.
Reiknað er með, að það verkefni verði
langt komið haustið 2018.
c) Skólar
Nýlokið er uppbyggingu
grunnskólanna og verið er að
byggja við leikskólann Leikskála á
Siglufirði, en fjölgun hefur orðið
í fjölda barna á leikskólaaldri í
bæjarfélaginu, sem er gleðiefni.
d) Skólalóðir
Ástand lóða bæði á leik- og
grunnskólum í bæjarfélaginu er ekki
gott. Verið er að endurhanna lóðirnar
og áætlað að hefja framkvæmdir á
næsta ári og ljúka verkefninu 2019.
e) Fjallabyggðarhafnir
Verið er að endurnýja
bæjarbryggjuna á Siglufirði og
því verkefni lýkur 2017. Ástand
hafnarkantsins var vægast sagt mjög
bágborið og hann raunar að hruni
kominn. Þetta er gífurlega stórt
verkefni á okkar mælikvarða, eða um
500 mkr. og hlutur Fjallabyggðar er
120-130 mkr. Framkvæmdum verður
lokið snemmsumars á næsta ári.
f) Rekstur
Rekstur Fjallabyggðar er og hefur
verið í góðu lagi. Mikilvægt er að
halda áfram sama kúrsi. Lítið sem
ekkert verður framkvæmt ef lítill
rekstrarafgangur er til staðar.
Framtíðaráformin?
Framtíðaráform mín eru klár
til vorsins 2018, en ég var ráðinn
bæjarstjóri til þess tíma. Eftir það
veit maður ekkert hvað framtíðin ber
í skauti sér.
Samvinnan við Róbert og
Rauðku?
Samvinnan milli bæjarfélagsins og
Rauðku er gott. Það er náttúrulega
hvalreki fyrir þetta samfélag að
Róbert Guðfinnsson skuli vera
Hafnarframkvæmdir
fyrir um 500 milljónir
-spjallað við Gunnar Birgisson bæjarstjóra Fjallabyggðar