Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 14
14 Siglfirðingablaðið Þórður Rafn Sigurðsson, skipstjóri og útgerðarmaður, er Siglfirðingur sem sett hefur svip sinn á bæjarlífið í Vestmannaeyjum. Hann fæddist á Siglufirði árið 1943 en sleit barnsskónum á Dalabæ í Úlfsdölum. Sjö ára fluttist hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar. Þar bjó hann önnur sjö ár. Eftir það var hann á faraldsfæti við ýmis störf til sjós og lands en settist að í Vestmannaeyjum 17 ára gamall og hefur búið þar síðan. Fréttablað Siglfirðingafélagsins ræddi við Þórð Rafn um uppvaxtarárin á Siglufirði, sjómennsku og útgerð í Eyjum og ekki síst um áhugamál hans sem er söfnun sjóminja. Einnig er hér stuðst við ítarlegt viðtal við Þórð Rafn um lífshlaup hans sem Eyjamaðurinn Sigurgeir Jónsson tók fyrir jólablað Fiskifrétta 2015. Ekki svo afskekkt Um miðja síðustu öld lagðist byggð af á afskekktum stöðum norðan lands þar sem vegasamgangna naut ekki við, svo sem í Héðinsfirði á Úlfsdölum og víðar. Þórður Rafn segir að í minningunni hafi hann þó ekki fundið mikið fyrir því að hafa búið afskekkt. „Eftir að fjölskyldan fluttist til Siglufjarðar var faðir minn með 40 kindur í fjárhúsi við heimili okkar í norðurbænum. Fyrstu árin var faðir minn einnig með tvær kýr. Við fórum með kindurnar yfir í Úlfsdali á vorin. Þá skrapp maður stundum að kvöldi til á sumrin yfir í Dalabæ til að líta eftir kindunum og aftur til baka sama kvöld. Maður var ekki nema hálftíma að hlaupa yfir frá Siglufirði. Þetta var ekki svo afskekkt,“ segir Þórður Rafn. Fjölskyldan á Dalabæ Foreldrar Þórðar Rafns voru Þórhalla Hjálmarsdóttir og Sigurður Jakobsson sem jafnan var kallaður Siggi á Dalabæ. Börn þeirra voru fimm. Jakobína Ólöf var elst en hún er látin. Halla Kristmunda er næst í röðinni, hún býr nú á Akureyri. Steingrímur Dalmann er sá þriðji og býr í Vestmannaeyjum. Þórður Rafn er fjórði í röðinni en yngstur er svo Sigurður Helgi sem býr á æskustöðvunum á Siglufirði. Allir bræðurnir voru skipstjórar. Fótbolti og síld Siggi á Dalabæ átti trillu á Siglufirði og fór Þórður Rafn með honum í róðra strax á unga aldri. Sjómennskan er honum þannig í blóð borin en að sjálfsögðu snerist allt um síldina á sumrin á Siglufirði. Síldina og fótboltann. „Við strákarnir vorum alltaf í fótbolta, hvenær sem við gátum. Þegar ég var ellefu ára fengum við þjálfara. Ég var í marki og það var skorað hjá mér. Þjálfarinn varð svo illur að hann kýldi mig. Ég gekk þá út af vellinum og hef aldrei spilað fótbolta síðan,“ segir Þórður Rafn. Í 1943 árganginum á Siglufirði voru margir góðir íþróttamenn. Í hópi skólabræðra Þórðar Rafns voru meðal annars Freyr Sigurðsson knattspyrnumaður og Gunnar Guðmundsson skíðamaður. „Mér er eftirminnilegt að ég fékk vinnu á lagernum á SR hjá Eggerti Theódórssyni þegar ég var 13 ára. Hann var afspyrnu skemmtilegur maður og hrekkjóttur eins og menn vita. Síðar kynntist ég Ingólfi, bróður Eggerts, þegar ég fluttist til Vestmannaeyja og urðum við miklir vinir,“ segir Þórður Rafn. Á síld fjórtán ára Þórður Rafn gekk í Barnaskóla Siglufjarðar og leiðin lá svo í Gagnfræðaskólann. Eftir fyrsta bekk í Gagganum fór hann á stutta síldarvertíð, þá fjórtán ára, en vann einnig á lager SR um sumarið. „Ég var í raun mjög fá ár á Siglufirði. Það var litla sem enga atvinnu að fá heima á veturna og menn þurftu því að leita annað. Ég man eftir því að síðasta haustið sem ég var heima var pabbi að vinna suður í Keflavík. Vorið 1958 kláraði ég skyldunámið og fór aftur á síld. Um haustið réð ég mig á Þórður Rafn Sigurðsson í siglingatækjadeild sjóminjasafnsins sem hann hefur komið upp í Vestmannaeyjum upp á sitt eindæmi. Mynd: Óskar P. Friðriksson Var sjanghæjaður í Eyjum Kjartan Stefánsson ræðir við Þórð Rafn Sigurðsson frá Dalabæ

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.