Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 21
21Siglfirðingablaðið
hann sína fyrstu ræðu á íslensku
aðeins fimm vikum eftir að hann
kom til landsins. Hann á eflaust
mestan þátt í að hreyfingin festi
rætur hérlendis, en hún var formlega
stofnuð í Reykjavík árið 1906 og er
því 110 ára í ár.
Olav Johan Olsen sem tók við af
David Östlund fæddist í Noregi, en
hafði ungur haldið til Vesturheims
og numið þar guðfræði. Hann
kom til Íslands ásamt konu sinni
Aline Josephine árið 1911 með
farþegaskipinu Vestu. Olsen varð
síðan öflugur forstöðumaður Kirkju
sjöunda-dags aðventista allt fram til
ársins 1947. Hann fór víða um land og
stóð fyrir stofnun safnaða í Keflavík,
Bolungarvík, Vestmannaeyjum,
Siglufirði, Akureyri og á Fáskrúðsfirði.
Kirkja byggð á Siglufirði.
Olav Johan Olsen mun hafa
komið til Siglufjarðar um haustið
eða snemma vetrar árið 1928 í
þeim tilgangi að stofna þar söfnuð
og stóð fyrir fyrirlestrum veturinn
1928-29. Honum mun hafa orðið
sæmilega ágengt og var söfnuður
Sjöunda-dags aðventista á Siglufirði
formlega stofnaður á árinu 1929.
Ekki er mér kunnugt um hve
fjölmennur hann varð, líklega
einhverjir tugir þegar mest varð.
Um sumarið 1929 byggði Olsen
ásamt Snorra Mikaelssyni húsasmið
og öðrum safnaðarmeðlimum lítið
samkomuhús við Hverfisgötuna,
en fyrsti safnaðarformaðurinn á
Siglufirði hét Friðrik Sveinsson.
Í bæjarblaðinu Siglfirðingi frá 16.
febr. 1929 birtist eftirfarandi frétt:
„Trúarhreifing hefir um skeið verið
meiri hjer í bænum en venjulega.
Olsen aðventistaprjedikari hefir
haldið fyrirlestra öðru hvoru í
kvenfjelagshúsinu. Hafa fyrirlestrar
Olsens verið allvel sóttir, og
mun nú ekki standa á öðru en
skírnarathöfninni til þess, að
söfnuður aðventista myndist hjer.
— Hjálpræðisherinn hefir haldið
samkomur þessa viku undir stjórn
Árna Jóhannessonar og knúið fólk til
bæna, og loks var hjer í gær eitthvað
af götuprjedikurum, sem leituðust
við að reka oss, þverbrotna siglfirska
syndara að fótskór meistarans með
hljóðum og hálf sóðalegu orðbragði.
— Margar eru leiðirnar þótt markið
sje eitt“.
Guðshúsið uppi á Brekkunni
varð ein af útstöðvunum, en í
höfuðstaðnum var allt mun stærra
í sniðum. Þar reistu Aðventistar sér
kirkju við Ingólfsstræti sem var vígð
í janúar 1926, rúmaði 600 manns og
kostaði stórfé, eða á annað hundrað
þúsund krónur á þeim tíma.
Mínar heimildir herma að
Hólmkell Jónasson verkamaður
(1893-1955) og Jósefína Hólmfríður
Björnsdóttir húsfrú (1894-1981)
hafi haft einhvers konar umsjón
með Aðventistakirkjunni á Siglufirði
síðustu árin sem einhver starfsemi
var þar. Þau bjuggu þá í næsta
nágrenni við hana, eða að Hverfisgötu
12. Hólmkell var bróðir Björns
Jónassonar „keyrara“ sem var faðir
þeirra Ásgeirs og Þórhalls í Versló svo
og Jónasar Björns. Hann var einnig
bróðir Garðars, eða Gæa „gamla“ sem
var svo faðir Óskars Garðars sem
margir muna eflaust enn eftir.
Ég spurði Siglfirðinginn Erling
Snorrason, sem er sonur Snorra
Mikaelssonar smiðs, um litla
samkomuhúsið að Hverfisgötu 10.
„Ég er fæddur og uppalinn að
Aðalgötu 13 sem var eitt fyrsta
steinsteypta íbúðarhúsið á Siglufirði,
er mér sagt. Foreldrar mínir voru
aðventistar, Snorri Mikaelsson,
trésmiður, og Cecilie Mikaelsson
(norsk), nuddkona. Við fjölskyldan,
ásamt fleirum, fórum í kirkju á
laugardagsmorgnum í Aðventkirkjuna
við Hverfisgötuna“.
Erling er í dag formaður
Aðventkirkjunnar á Íslandi.
Kirkjan fær nýtt hlutverk.
Næstu 20 árin sótti söfnuður
Sjöunda-dags Aðventista á Siglufirði
kirkju sína samviskusamlega, en um
1950 fór ýmislegt að breytast til hins
verra í Klondike norðursins. Síldin sem
allt hafði snúist um varð enn hverfulli
en áður, mætti jafnvel ekki á miðin
þegar hennar var vænst og ævintýrið
mikla hafði þarna náð hámarki sínu.
Líklega varð íbúafjöldinn mestur á
Siglufirði árið 1948 þegar hann fór
eitthvað yfir 3.100 og stórir árgangar,
eða í kring um hundrað börn fæddust