Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 2
Ég held að við þurfum
að minna fólk á þetta
sé ekki búið.
Þórólfur
Guðnason,
sóttvarnalæknir
Undirbúa hvalveiði sumarsins
Hvalveiðiskipið Hvalur 9 heldur út á sjó til þess að stilla kompásinn. Verið er að undirbúa túra sumarsins eftir langt hlé á hvalveiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir segir Covid-
faraldurinn ekki búinn og
hvetur alla til að sinna áfram
sóttvörnum og þiggja bólu-
efni. Í gær lágu þrettán manns
á Landspítala með sjúkdóm-
inn, þar af einn á gjörgæslu.
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Enn greinast daglega um
150–200 einstaklingar með Covid-
19 hér á landi og að meðaltali eru
tekin um þúsund sýni.
Í gær lágu þrettán sjúklingar með
sjúkdóminn inni á Landspítala, þar
af voru ellefu í einangrun og einn á
gjörgæslu. 153 andlát vegna Covid
höfðu á föstudaginn verið skráð
hérlendis.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir stóran hluta þeirra
sem greinast með Covid hér á
landi ferðamenn eða fólk sem ekki
er búsett hérlendis, suma daga fari
hlutfall þeirra upp í 50 prósent
þeirra sem greinast.
„Við vitum ekki nákvæmlega
hvaða fólk þetta er en líklegast
eru þetta mikið Bandaríkjamenn,
sem eru mikil uppistaða í ferða-
mennsku hér og þeir hafa þurft
að sýna fram á neikvætt próf við
komuna heim en sú regla var þó
afnumin þann 12. júní,“ segir Þór-
ólfur.
Hann segir þó að hópurinn sem
er að greinast með Covid nú sé fjöl-
breyttur en algengast sé að fólk sé
að smitast í fyrsta sinn. „Við fylgj-
umst náið með endursmitum en
þau eru sjaldgæf,“ segir Þórólfur og
bætir við að um 20 prósent þeirra
sem eru að greinast séu með BA5
af brigðið sem greindist fyrst hér á
landi í maí.
„Sem betur fer eru ekki margir
að veikjast alvarlega þótt það ein-
hverjir á spítala og einn á gjör-
gæslunni. Þetta er bara enn þá
með okkur og faraldurinn er ekki
búinn,“ segir Þórólfur.
Hann hvetur alla til að þiggja
bóluefni og þá sem eru með undir-
liggjandi sjúkdóma eða hafa náð
áttræðisaldri hvetur hann til að
þiggja fjórðu sprautuna. „Sjúk-
dómurinn er klárlega miklu vægari
hjá bólusettum en óbólusettum,“
segir Þórólfur.
„Læknar sem taka á móti þessum
sjúklingum, sjá þá og fást við þá,
segjast sjá greinilegan mun þarna á
milli og það getur enginn greint það
betur þó að einhverjir úti í bæ sem
hafa aldrei komið nálægt Covid-
sjúklingum hafi aðra skoðun á því,“
bætir Þórólfur við.
Samkvæmt tölum á vefsíðunni
Covid.is, sem uppfærðar voru
síðastliðinn föstudag, hafa 50,5
prósent íbúa landsins greinst með
Covid-19. Tíðni endursmita er 2,2
prósent. Þórólfur segir að þrátt fyrir
að hlutfall þeirra sem hafa smitast
sé hátt sé mikilvægt að fólk sinni
enn persónubundnum sóttvörnum.
„Ég held að við þurfum að minna
fólk á að þetta sé ekki búið. Við
hvetjum fólk sem er með Covid til
að halda sig til hlés í fimm daga
og vera ekki á meðal fólks til að
minnka líkur á útbreiðslu og við
hvetjum fólk til að gæta vel að sótt-
varnaráðstöfunum sem við þekkj-
um svo vel,“ segir Þórólfur. ■
Fjöldi fólks smitast enn og
veikist af Covid hér á landi
Mörg þeirra sem greinist með Covid eru ferðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Steinhella 17a / 221 Hafnarfjörður / s. 577 5050 / www.gluggasmidjan.is
gæða veka PLaSTgLuggar
• Útlit eins og timburgluggar
• Henta mjög vel í gluggaskipti!
• Þarf ekki að skrapa og mála
eins og timburglugga!
Gott verð og stuttur
afhendingartími!
kristinnhaukur@frettabladid.is
MENNING Íslenska rokkhljómsveitin
Sigur Rós mun vera með tónlist í
nýjum tölvuleik um Múmínálfana.
Leikurinn heitir Snufkin: Melody of
Moominvalley og er gefinn út af fyr-
irtækinu Hyper Games. Leikurinn
kemur út á þessu ári bæði á leikja-
veitunni Steam sem og á Playstation
og Xbox.
Í leiknum verða lög af plötunni ()
frá árinu 2002. Einnig verða nýjar
útgáfur af lögum Sigur Rósar sem
tónlistarmaðurinn Oda Tilset hefur
blandað.
„Við viljum að leikurinn sé mjög
norrænn og Sigur Rós spilar þá nor-
rænustu tónlist sem ég veit um,“
sagði Are Sundnes, hinn norski
stjórnarformaður Hyper Games, í
tilkynningu. Múmínálfarnir voru
skapaðir af hinni finnsku Tove Jans-
son. ■
Sigur Rós verða
í Múmínálfaleik
Sigur Rós hefur í nógu að snúast.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Velta íslenskra greiðslu-
korta erlendis nam í apríl síðast-
liðnum 21,5 milljörðum króna og
hefur ekki verið hærri frá upphafi
mælinga sem hófust árið 1997.
Í nýliðnum maímánuði nam
kortavelta Íslendinga hér á landi
tæpum 87,7 milljörðum og jókst
hún um 8,6 prósent á milli ára. Mest
aukning í innlendri kortaveltu var í
kaupum á þjónustu en í maí greiddu
Íslendingar 41,1 milljarð fyrir þjón-
ustu með kortum. Það er 20 prósent-
um meira en í sama mánuði í fyrra.
Kortavelta erlendra ferðamanna
hérlendis nam nítján milljörðum í
maí og jókst um 35 prósent á milli
mánaða. Rúm 37 prósent erlendrar
kortaveltu hér á landi var á ábyrgð
ferðamanna frá Bandaríkjunum.
Þjóðverjar koma næstir með 7,6 pró-
sent og því næst Bretar, 7,1 prósent
kortaveltu. ■
Íslendingar hafa
aldrei eytt meira í
útlöndum en nú
emd@frettabladid.is
SAMFÉLAGSMÁL Lúsmý herjar nú á
landsmenn í þremur landshlutum,
Vesturlandi, Suðurlandi og Norður-
landi. Gísli Már Gíslason skordýra-
fræðingur segir lúsmýið aðeins fyrr
á ferðinni í ár en áður.
„Við tölum venjulega um að þetta
komi um miðjan júní og sé út ágúst,
en það er augljóst að lúsmýið er
að koma einhverjum dögum fyrr.“
Hann segir mikilvægt að gleyma
ekki bitmýinu. „Fólk ruglar oft
þessu tvennu, lúsmýi og bitmýi.
Bitmýið er mjög sjáanlegt. Það er tíu
millimetrar að lengd og sækir mikið
í andlit, er ágengt og mjög pirrandi.
Lúsmýið verður maður ekki var við.
Það er einn og hálfur millimetri að
lengd. Maður sér það varla,“ segir
Gísli. Nánar á frettabladid.is. ■
Lúsmý og bitmý
herja á landann
2 Fréttir 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ