Fréttablaðið - 14.06.2022, Qupperneq 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kannski
væri bara
skilvirkast
að endur-
nefna fjör-
una, sem
á ensku
hefur verið
kölluð
Black Sand
Beach og
kalla hana
frekar
Black
Death
Beach.
Heims-
byggðina
skortir
verkfæri
til þess
að gera
valdafólk
meðvitað
um áhrifin
sem það
getur haft á
jörðina.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Fyrir helgina drukknaði ferðamaður í
Reynisfjöru og varð þar með fimmta
fórnarlamb kröftugs brimsins við fjör-
una fögru á undanförnum sjö árum.
Það er einmitt þetta kröftuga brim
sem dregur ferðamenn að ströndinni enda
tilkomumikil sjón þegar Ægisdætur brotna
kröftuglega á ströndinni og klettunum í kring.
Hættan sem fylgir briminu er í fullkomnum
takti við sjónarspilið mikla, því þyngra brim,
því meira aðdráttarafl og því meiri hætta á
slysum, hætti fólk sér of nærri.
Suðurströnd Íslands státar af einni hæstu
ölduhæð heims svo það er ekki aðeins Reynis-
fjara sem er hættuleg. En það er aftur á móti
Reynisfjara sem laðar að sér hundruð þúsunda
ferðamanna ár hvert. Og þar liggur hættan.
Full fjara af ferðafólki og magnaður kraftur
brimsins sem lokkar og laðar og lætur skyn-
semina fara lönd og leið, er varhugaverð
blanda. Daginn eftir að ferðamaður drukknaði
í fjörunni hljóp annar út í á sundskýlunni
auk þess sem heil fjölskylda var hætt komin.
Sögur af fólki og jafnvel börnum á tæpasta vaði
heyrast reglulega, enn drukknar fólk og sýnir
fífldirfsku, enda virðist það engan veginn átta
sig á hættunni og alls ekki taka viðvörunar-
skiltin alvarlega.
Tillögur um blikkljós og viðvörunarfána
náðu ekki hljómgrunni allra landeigenda en
nú skoðar starfshópur ferðamálaráðherra að
hreinlega loka svæðinu þegar hættan er sem
mest og virðast lagaheimildir vera til staðar.
Sjálf lýsti ráðherra þeirri skoðun sinni í gær, að
hægt eigi að vera að loka hættulegum svæðum
eins og Reynisfjöru þegar nauðsyn krefur.
Ísland hefur tekið ótrúlegum breytingum
á rúmum áratug. Eitt sinn einangraða eyjan
okkar er nú einn vinsælasti áfangastaður heims
og við verðum að horfast í augu við að fleira
en gjaldeyrir fylgir gríðarlegri fjölgun erlendra
ferðamanna. Það eru þrjú ár síðan ákveðið var
að vinna hættumat fyrir Reynisfjöru, það mat
hefur enn ekki skilað sér en beðið hefur verið
með aðgerðir eins og ráðningu öryggisvarða
og lokanir þegar hættan er mest, þar til matið
liggur fyrir. Slík vinna á ekki að taka mörg ár og
kosta mörg mannslíf.
Margar leiðir til hættuminnkunar hafa verið
ræddar en kannski væri bara skilvirkast að
endurnefna fjöruna, sem á ensku hefur verið
kölluð Black Sand Beach og kalla hana frekar
Black Death Beach. Koma svo um leið upp skilti
í sama anda og blasir við ökumönnum á Suður-
landsvegi og telur hversu margir hafi látist í
umferðinni það árið. Uppfæra svo reglulega. n
Dauðaströndin
Útsala
Hugtakið fordæmaleysi varð heiminum öllum
hugleikið fyrir skömmu. Við tókum höndum saman í
fordæmalausum, ógnandi og ókunnugum aðstæðum
og gerðum okkar besta til að mæta þeim með krafti og
snerpu. Þó hafa aðrar fordæmalausar aðstæður staðið yfir
um drykklanga stund – en án sambærilegra viðbragða.
Við stöndum nefnilega frammi fyrir fordæmalausum
loftslagshamförum. Búsvæði leggjast í eyði, yfirborð
sjávar hækkar, jöklar bráðna. Náttúruspjöll af
fordæmalausri stærðargráðu eru framin á degi hverjum.
Vistfræðilegum stöðugleika stendur fordæmalaus ógn af
yfirvofandi útdauða tegunda.
Við vitum þetta öll – en um heim allan láta ráðamenn
enn eins og ekkert ami að. Heimsbyggðina skortir verk-
færi til þess að gera valdafólk meðvitað um áhrifin sem
það getur haft á jörðina. Hvað er þá til ráða? Einfaldasta
breytingin væri að gera ráðamenn ábyrga fyrir ákvörð-
unum sem þeir taka. Um þessa hugmynd hefur á síðustu
árum vaxið upp hreyfing sem berst fyrir því að viður-
kenna hugtakið vistmorð sem alþjóðlegan glæp.
Vistmorð (e. ecocide) er skilgreint sem ólögmæt eða
gerræðisleg athöfn sem framkvæmd er þótt vitað sé að
athöfnin gæti haft alvarleg og víðtæk eða langvarandi
umhverfisspjöll í för með sér. Hér erum við að tala um
allra stærstu umhverfisspjöllin – en líka þau umhverfis-
spjöll sem ólíklegast er að einhver sæti ábyrgð fyrir. Með
því að tryggja réttarstöðu náttúrunnar auðveldum við
fólki að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar allra.
Í gær flutti ég þingsályktunartillögu fyrir Alþingi þess
efnis að Ísland beiti sér fyrir því að ríki heimsins viður-
kenni vistmorð sem alþjóðaglæp fyrir Alþjóðlega saka-
máladómstólnum í Haag (ICC) samhliða því að fella
viðurlög við vistmorði inn í íslenska refsilöggjöf.
Vonandi getur þingheimur náð þverpólitískri sátt um
umhverfis- og loftslagsmálin til framtíðar – því raunveru-
leikinn sem við blasir spyr ekki um pólitík og bíður ekki
eftir neinum. Ráðafólki ber skylda til að taka afstöðu með
jörðinni – bæði í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar
sjálfrar. n
Vistmorð – viðbragð
við ábyrgðarleysi
Andrés Ingi
Jónsson
þingmaður Pírata
ser@frettabladid.is
No komment
Vanalega bregða menn fyrir sig
enskuslettunni no comment
þegar þeim eru svo að segja allar
bjargir bannaðar og hafa eitthvað
óhreint að fela í pokahorni sínu.
En í gær bar svo við þegar frétta-
menn á vegum Fréttavaktarinnar
á Hringbraut reyndu ítrekað að
hafa uppi á Bjarna Jónssyni, þing-
manni Skagfirðinga, sem skelegg-
ast hefur gengið fram í friðun
Héraðsvatna – og var eiginlega
kosinn á þing út af harðfylgi
sínu á því sviði, ákvað hann að
hafna viðtali um málið, eftir að
hafa látið í það skína í sólarhring
að hann myndi tjá sig um þetta
hjartans mál sitt. Hann sum sé
flúði þegar á hólminn var komið.
Vinir Garðabæjar
Þessi framkoma, sem á manna-
máli heitir að fara á taugum, er
náttúrlega dæmigerð fyrir endur-
tekinn vandræðagang innan
raða Vinstri grænna sem hafa
myndað varnarbandalag í þágu
þess samflokks síns í ríkisstjórn
sem kenndur er við sjálfstæði.
Eftir klúður í sölu Íslandsbanka
og þjónustu við hælisleitendur,
sem sósíalistar á þingi hafa fyrir-
gefið íhaldsmönnum frá hjartans
dýpstu rótum, er nú komið að
því að þegja þunnu hljóði um
verndarhluta rammaáætlunar
sem sjálfsagt mál er að fari nú í
biðflokk að mati gömlu VG, lesist
Vina Garðabæjar. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGUR