Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Oddný Silja Friðriksdóttir er
ljósmóðurfræðinemi og þriggja
barna móðir sem stýrir Facebook-
hópnum Umhverfisvænar brúð-
kaupshugmyndir. Oddný ætlaði
sjálf fyrst að gifta sig árið 2020, en
svo kom heimsfaraldur sem hefur
stoppað þær áætlanir.
„Svo núna erum við komin í
2022 og erum með einn fjögurra
mánaða dreng, þannig að brúð-
kaupið frestast um alla vega eitt ár
í viðbót, en við erum með óná-
kvæmt plan um að þetta gerist á
næstu 2–3 árum,“ segir hún. „Áður
en við settum allt á ís vorum við
bara búin að kaupa boðskort og
við ætlum að sjálfsögðu að halda
okkur við að nota þau, því annað
væri óumhverfisvænt. Ég er
reyndar líka komin með smávegis
skraut, því ég tíndi blóm sem ég
þurrkaði og ætla að nota í borð-
skraut.“
Allt er betra en ekkert
„Það er svo margt sem við gerum
í daglegu lífi sem er óumhverfis-
vænt, mörgu er ekki hægt að
komast hjá, en þetta er dagur sem
ég vil að snúist um að fagna okkar
ást, sambúð og börnum og það sé
minni áhersla á neysluhlutann
og meiri áhersla á það sem skiptir
í raun máli, sem er samvera með
okkar nánustu,“ segir Oddný. „Ég
komst að því að það er brjáluð
neysla sem fylgir þessum dögum
og það eru fjöldamörg brúðkaup
yfir árið, svo ég held að kolefnisfót-
spor þeirra sé ansi stórt og í dag er
kominn tími til að reyna að hugsa
meira um umhverfið.
Ég ætla að hafa brúðkaupið eins
umhverfisvænt og ég mögulega
get. Auðvitað er aldrei hægt að gera
það alveg 100% umhverfisvænt, en
allt er betra en ekkert. Ákveðnar
veitingar verða alltaf óumhverfis-
vænar og svo þarf fólk líka að
komast á staðinn, en við ætlum að
hafa brúðkaupið fyrir utan höfuð-
borgina,“ segir Oddný. „En ég ætla
ekki að nota einnota borðbúnað
og útrýma plasti eins og ég get.“
Blöskraði plastnotkunin
„Þegar ég byrjaði að skoða
skreytingar fyrst tók ég eftir því
hvað þetta var allt svo svakalega
dýrt, einnota og oft innflutt frá
Kína, svo þetta er ótrúlega óum-
hverfisvænt,“ segir Oddný. „Mér
óx það mjög í augum að ætla að
fara að fylla sal af einnota plasti
sem væri svo bara hent eftir einn
dag. Ef það verður eitthvert plast
væri mjög gaman að geta fengið
það lánað og reyna að finna þess
háttar lausnir.
Ég var að hugsa um að fara í
Góða hirðinn og kaupa krukkur og
blómavasa fyrir blómin og góðar
konur ætluðu að hekla utan um
einhverjar krukkur úr aukagarni
sem fellur til,“ segir Oddný. „Ég hef
líka ætlað mér að nota þurrkuð
laufblöð og berjalyng til að kasta
yfir brúðhjónin, í staðinn fyrir lit-
ríkt plast eða eitthvað slíkt. Þá þarf
ekkert að þrífa það, það brotnar
bara niður. Ég var jafnvel að hugsa
um að nota eitthvað svipað fyrir
borðskraut líka.
Ég var líka byrjuð að skoða kjóla
en mig langar mikið að kaupa
hann notaðan. Mér finnst rosa
skrítið að kaupa kjól fyrir allt að
hálfa milljón, jafnvel sérsaumaðan,
og nota hann svo bara í einn dag,“
segir Oddný. „Fatahönnuðurinn
Eyrún Birna stakk líka upp á því í
hópnum að fólk kæmi til hennar
með fallegt efni að heiman til
að sauma kjól úr, svo hann væri
umhverfisvænni.
Svo var ein frænka mín að hekla
fjölnota veifur til að hengja upp
sem ég get fengið lánaðar og það er
aldeilis frábært að fá að nýta þær,“
segir Oddný. „Síðan ætlaði ég bara
að reyna að fá sem mest lánað og
föndra.
Það er líka um að gera að reyna
að nýta eitthvað úr náttúrunni
og búa til dæmis til heimagerðan
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
Oddný segist hafa áttað sig á því að brúðkaupum fylgi mikil neysla og þar sem þau séu fjöldamörg yfir árið sé um að gera að reyna að gera þau sem umhverfisvænust. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Oddný ætlar að
nota þurrkuð
laufblöð og
berjalyng til að
kasta yfir brúð-
hjónin.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
vönd, það eru til ótal slíkar hug-
myndir, það er þess vegna hægt að
gera hann úr gamalli bók,“ segir
Oddný. „Svo er líka gott að reyna
að fá allt innanlands sem hægt er.“
Umhverfisvænt líf er einfaldara
„Þegar ég fór að hugsa um að reyna
að gera þetta umhverfisvænna
fannst mér eiginlega einfaldara að
sleppa því að kaupa hluti eins og
hægt er, það sparar bæði áhyggjur
og tíma. Það er nógu mikið annað
sem þarf að hugsa um. Það þarf að
ákveða hvernig athöfnin á að vera,
hve löng hún á að vera, hvernig
mat á að kaupa, hvernig skemmti-
atriði á að hafa og allt þetta sem
skiptir raunverulega máli,“ segir
Oddný. „Það fylgir því líka óþarfa
andlegt áreiti að ætla að fara að
kaupa flottustu skreytingarnar og
flottasta kjólinn, sem setja ekki
sitt mark á daginn. Fólk man miklu
frekar eftir athöfninni og slíkum
hlutum.
Upphaflega var það líka hug-
myndin að aðalatriðið væri
samvera með fólkinu manns og að
hafa fallegan sal. Við vorum búin
að leigja okkur sal í Kjós og okkur
langar að hafa þetta tveggja daga
brúðkaup svo fólk geti verið með
okkur á staðnum í smá tíma,“ segir
Oddný. „Hugmyndin er að daginn
fyrir brúðkaupið sjálft förum við
og gestirnir saman að tína blóm og
búum jafnvel til krans á höfuðið.
Það er ótrúlega skemmtileg sam-
vera sem fylgir því. Ég ætla líka að
fara með börnunum að Vífils-
staðavatni og finna plöntur til
að skreyta með, sem verður líka
skemmtileg samvera.“
Vantaði íslenskan vettvang
fyrir þessa umræðu
„Ég ákvað að stofna Facebook-hóp-
inn Umhverfisvænar brúðkaups-
hugmyndir því mér datt í hug
að reyna að hafa mitt brúðkaup
umhverfisvænna en mér fannst
mörg brúðkaup sem ég sá á netinu
og ýmsum sölusíðum virðast vera.
Það var mikið af skemmtilegum
hugmyndum á Pinterest, en lítið af
umræðuhópum um þetta á Íslandi
og mér fannst þennan vettvang
vanta,“ segir Oddný. „Hugmyndin
var bæði að það gætu skapast
umræður og nýjar hugmyndir
gætu komið fram, og að fólk gæti
jafnvel skipst á hlutum í gegnum
þennan hóp og bæði gefið, lánað
eða selt hluti sem það hefði notað í
sínu brúðkaupi.
Hópurinn var líflaus í Covid,
en ég sé að hann hefur verið að
lifna aftur við, það eru að koma
fleiri innlegg og hugmyndir,“ segir
Oddný. „Síðast þegar ég kíkti voru
um 100 manns í hópnum en núna
eru beiðnir um að vera með að
koma inn og meðlimir eru orðnir
rúmlega 400. Það er gaman að það
sé að lifna yfir honum.“ n
Þetta
er
dagur sem
ég vil að
snúist um
að fagna
okkar ást,
sambúð og
börnum og
það sé
minni
áhersla á
neyslu-
hlutann.
Oddný Silja
Friðriksdóttir
2 kynningarblað A L LT 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGUR