Fréttablaðið - 14.06.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 14.06.2022, Síða 26
Margrét H. Blöndal sýnir verk á sýningunni Liðamót /Ode to join í Listasafni Íslands. Margrét á langan feril að baki og hefur sýnt víða, bæði hér á landi og erlendis. „Ég er að sýna teikningar sem eru gerðar með litadufti og olíu og þrívíð verk sem ég vann beint inn í salinn. Mig langaði til að teikn- ingarnar og þrívíðu verkin hefðu jafnt vægi og yrðu um leið órjúfan- legur hluti salarins,“ segir Margrét. „Síðastliðið sumar fékk ég boð um að sýna hér og verkin eru unnin á því tímabili. Ég vildi hleypa ljósinu inn þannig að ég lét taka í burtu strúktúr sem byrgði fyrir glugga sýningarsalarins auk þess sem ég hreinsaði salinn til að skynja betur rýmið og umgjörð þess. Til að draga úr samhverfu salarins og til að hafa áhrif á hvernig hreyfingin á sér stað inni í honum setti ég tvo veggi. Ég er í eðli mínu myndhöggvari og högg- myndir verður að skoða frá öllum sjónarhornum og þessi sýning ýtir undir hreyfingu áhorfandans þar sem birtingarmyndir og sam- setning verkanna breytist við hvert skref.“ Þörf til að tilheyra Spurð um titil sýningarinnar, Liða- mót, segir hún: „Það má segja að ég viði að mér efni og kóreógrafera verkin svo inn í rýmið sem ýmist er tvívíður f lötur (pappír) eða sýningarsalurinn sjálfur. Á þessari sýningu, sem heitir Liðamót/Ode to join, er vísað til marglaga hreyfinga – annars vegar þeirra sem líða um á innri eða ytri sviðum tilverunnar – og hins vegar þess hreyfiaf ls er myndast þegar ólíkum einingum lýstur saman. Við höfum öll þörf til að tilheyra einhverju og verkin á sýningunni breyta um lið eftir því hvaðan er horft á þau.” Sjónræn tónföll Í list sinni er Margrét greinilega knúin áfram af ákafri þörf til að skapa. Um það segir hún: „Ætli þetta sé ekki þörf til að búa til stillur úr allri óreiðunni í kringum okkur. Að grípa eitthvað af blæbrigðunum og gera þau sýnileg – einhvers konar sjónræn tónföll – og búa til kyrra- lífsmynd þar sem ríkir jafnvægi þótt því verði auðveldlega raskað. Ég nálgast pappírinn eins og hljóðfæraleikari þar sem ásláttur pensilsins stjórnar því sem dregið er upp. Stundum er hann stríður, stundum rétt snertir hann yfir- borðið, stundum taktfastur. Þrívíðu verkin verða hins vegar til í rýminu í uppsetningarferlinu sjálfu sem við- bragð við því og teikningunum sem veljast inn. Það kom mér ánægjulega á óvart hvernig sum verkin pöruðu sig saman og skipuðu lið sem ég hefði aldrei getað séð fyrir en það er einmitt í þessu óvænta sem töfr- arnir verða til. Verkin eru tilvistarlegs eðlis og hafa lífið að viðfangsefni. Hreyfing er mér hugleikin vegna þess að við erum bara hér í örskamma stund og stöðnun jafngildir endalokum.“ Síðasti sýningardagur er 2. októ- ber. n Töfrar verða til í því óvænta Ég nálgast pappírinn eins og hljóðfæraleikari, segir Margrét. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við höfum öll þörf til að tilheyra einhverju og verkin á sýningunni breyta um lið eftir því hvaðan er horft á þau. TÓNLIST Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson Flytjendur voru Sinfóníettan í Osló, Schola cantorum, Berit Norbakken og Kåre Nordstoga. Stjórnandi: Hörður Áskelsson Hallgrímskirkja sunnudagur 5. júní Jónas Sen Eins og kunnugt er samanstendur Nýja testamentið meðal annars af fjórum guðspjöllum, en f leiri eru til. Mörg þeirra voru upp- götvuð árið 1945 í Nag Hammadi í Egyptalandi. Guðspjall Maríu, sem er meginuppistaðan í texta samnefnds verks eftir Huga Guð- mundsson, og var frumf lutt á Listahátíð í Hallgrímskirkju á sunnudaginn, uppgötvaðist þó fyrr, eða 1896. Þar birtist önnur sýn á Maríu Magdalenu en við eigum að venjast. Hún á til dæmis að hafa verið eigin- kona Jesú, nokkuð sem lesendum tryllisins Da Vinci lykilsins ætti að ráma í. Einnig kemur fram að þjáning og dauði sé ekki vegurinn til eilífs lífs, heldur andleg þekking í kenningum Jesú. Guðspjall Maríu er hluti af svokölluðum gnostískum ritum, dregið af gríska orðinu gnosis, sem þýðir þekking. Þessi þekking leiðir til frelsunar undan oki hins illa, hún er lykillinn að sáluhjálpinni. Heilsteyptur kórtexti Til að gera texta verksins heillegan – Guðspjall Maríu er aðeins brot úr stærra handriti sem hefur glatast – var bætt í hann hugleiðingum kvenguðfræðinga fyrri alda. Þar eru líka frumsamdir kórtextar eftir Niels Brunse og Nilu Parly. Útkom- an var sannfærandi skáldskapur, íhugull og andaktugur. Guðfræðin kann að hafa farið í taugarnar á einhverjum, en þá ber að benda á að tónsmíðin var ekki predikun heldur listaverk. Í skáldskap er jú allt leyfilegt. Tónlistin eftir Huga var afar fal- leg. Hún var mestmegnis mjög lág- stemmd og innhverf. Í trúarverkum eru oft tilfinningasprengjur, eins og til dæmis í mörgum messum og sálumessum, þar sem sungið er um óumræðilega dýrð og skelfilegt hel- víti. Slíkar öfgar voru fjarri hér. Að vísu voru tveir kaflar þar sem aðeins var gefið í, ef til vill til að skapa fjöl- breytni. Það var aldrei sérlega krass- andi, og átti sjálfsagt ekki að vera það. Táknmál í hljóðfæraleiknum Eins og vaninn er í trúarlegum tón- smíðum endurspeglaðist söngtext- inn í líkingum í hljóðfæratónlistinni. Tónstigar og hlaup upp á við tákn- uðu líklega bænir til æðri máttar- valda, en hlaup og tónstigar niður á við þá náð sem kemur að ofan. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en gefur örlitla hugmynd um þá táknfræði sem tónlistin var gegnsýrð af. Tón- listin virkaði í öllu falli, hún miðlaði einlægri trúartilfinningu, og jafnvel sannfæringu til áheyrenda. Inn á milli voru forkunnarfagrir sálmar sem eiga örugglega eftir að lifa um ókomna tíð sem sjálfstæð tónverk. Þeir voru eins konar hug- leiðingar um það sem fram kemur í sjálfu guðspjallinu. Auk þess voru nokkrir íhugunarkenndir einleiks- kaflar, sem enn fremur juku á and- rúmsloft hugleiðslu og bænar. Berit Norbakken sópran söng ein- söng og gerði það ákaflega fallega. Tær röddin var full af innblæstri og tilfinningum. Kórinn Schola can- torum söng svo undir stjórn Harðar Áskelssonar, og Sinfóníettan í Osló lék ásamt Kåre Nordstoga á orgelið. Allt var það nákvæmt og agað, en líka innilegt og grípandi. Flæðið í tónlistinni var áþreifanlegt og undiraldan auðfundin. Þetta var frábært. n NIÐURSTAÐA: Mergjað tónmál, magnaður flutningur. Andrúmsloft hugleiðslu og bænar Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson var frumflutt í Hallgrímskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Kvennakór Hornafjarðar heldur vor- tónleika í Guðríðarkirkju í kvöld, 14. júní, kl. 20.00. Að tónleikum loknum fer kórinn í söngferðalag til Bret- lands og mun syngja í borgunum Bournemouth og Pool 19. júní. Á efnisskrá eru meðal annars Draumalandið, Hvert örstutt spor, Sumar konur, Einskonar ást og Roll- ing in the deep. Stjórnandi Kvennakórs Horna- fjarðar er Heiðar Sigurðsson, sem hefur útsett og samið mörg þeirra laga sem kórinn er með á söngskrá sinni. Formaður kórsins er Erna Gísladóttir. n Vortónleikar í Guðríðarkirkju Kvennakór Hornafjarðar. MYND/AÐSEND 14 Menning 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.