Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 14
Við vitum að við
þurfum að skora mörk
til að vinna leiki og við
gerum vonandi betur í
því en á síðasta móti.
Dagný Brynjarsdóttir
Þegar þessi ákvörðun
var tekin, þá lá það
beinast við að heyra í
Eiði Smára og sjá hvar
hans hugur væri.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður
knattspyrnumála hjá FH
Rangæingurinn Dagný Brynj-
arsdóttir er á leiðinni á sitt
þriðja Evrópumót og verður
í hlutverki reynslumeiri
leikmanna á EM . Hún er eini
núverandi leikmaður liðsins
sem hefur skorað á stórmóti
og tekur undir að skilvirkur
sóknarleikur sé lykilatriði til
að Ísland vinni leiki á mótinu.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI „Hingað til hefur þetta
gengið vel. Síðasti hittingur á
undan þessu var í apríl og ég finn að
spennustigið í hópnum er gott. Við
sem erum í vetrardeildum höfum
verið að æfa saman síðustu tvær
vikur, í nokkurs konar foræfinga-
búðum og höfum náð að æfa vel, þó
mann hafi verið farið að klæja að
komast á æfingu með liðinu. Undir-
búningurinn þar sem allir eru fullir
þátttakendur hefst í raun í dag (í
gær),“ segir Dagný Brynjarsdóttir,
miðjumaður íslenska kvennalands-
liðsins, aðspurð hvernig fyrstu dagar
æfinga fyrir EM hafi gengið.
Íslenska liðið er með góða blöndu
af óreyndari leikmönnum á stærsta
sviðinu og leikmönnum sem þekkja
þennan undirbúning vel. Dagný er
ein fimm leikmanna sem eru að fara
á sitt þriðja Evrópumót og þrír leik-
menn hafa farið á fjögur stórmót.
„Það er ekkert skrýtið í raun
og veru,“ segir Dagný létt í lundu,
aðspurð hvernig sé að vera komin í
hóp reynsluboltanna.
„Maður lærir betur inn á þetta
hlutverk með hverju ári sem líður
og að mörgu leyti þegar maður eld-
ist áttar maður sig betur á því hvað
reynslan er mikilvæg. Við þurfum að
vera tilbúnar að aðstoða þessar yngri
þegar þær þurfa á því að halda,“ segir
Dagný, sem tekur undir að það sé ný
kynslóð af leikmönnum að koma
upp sem gæti gert gæfumuninn,
aðspurð út í leikmenn á borð við
Sveindísi Jane og Karólínu Leu.
„Sveindís og Karólína koma með
ákveðin tromp í liðið og það er líka
fullt af ungum leikmönnum sem
geta gert útslagið sóknarlega. Það
á auðvitað ekki að vera of mikil
pressa á þeim, en við vonumst til
þess að þær eigi gott mót og láti ljós
sitt skína.“
Ólíkt síðasta Evrópumóti hafa
ekki orðið mikil skakkaföll á íslenska
liðinu í aðdraganda mótsins.
„Mótin mín hingað til hafa verið
Erum betri í að stjórna leikjum en áður
Dagný fagnar
marki með
landsliðinu
síðasta haust.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
mismunandi. Árið 2013 komumst
við í átta liða úrslit þegar fólk átti
kannski ekkert endilega von á því.
Árið 2017 var talsvert af skakka-
föllum fyrir mót, við misstum marga
lykilleikmenn og við vorum ennþá
að púsla okkur saman rétt fyrir mót.
Þegar ég lít yfir hópinn í dag finnst
mér hann of boðslega sterkur og
vonandi haldast allir heilir fram
að móti,“ segir miðjumaðurinn og
tekur undir að íslenska liðið virðist
kunna betur við að stjórna leikjum
yfir lengri tíma og með fleiri vopn
sóknarlega heldur en á síðasta EM.
„Alveg sammála því að við getum
betur stjórnað leikjum í dag. Fyrir
síðasta mót var óvissa með þátttöku
Hörpu sem var búin að vera fyrsti
kosturinn í framlínunni til viðbótar
við nýtt leikkerfi, en núna erum við
búnar að spila í sama liði í að verða
eitt og hálft ár og sóknarleikurinn er
beittari. Við erum sterkari í föstum
leikatriðum og erum að fá fleiri mörk
úr opnum leik. Við vitum að við
þurfum að skora mörk til að vinna
leiki og við gerum vonandi betur í
því en á síðasta móti.“
Dagný skrifaði á dögunum undir
nýjan samning við West Ham en hún
hefur verið á mála hjá enska félag-
inu frá ársbyrjun 2020. Samningur
Dagnýjar rann út og bárust henni
nokkur tilboð, en tilboð enska
félagsins hentaði Dagnýju og fjöl-
skyldu hennar best.
„Það voru önnur tilboð á borðinu
sem ég skoðaði eitthvað, en þegar
upp var staðið hentaði mér og fjöl-
skyldu minni best að vera áfram í
London í herbúðum West Ham. Það
er allt til staðar hjá West Ham til
þess að ég geti haldið áfram að bæta
minn leik, frábærar aðstæður og fjöl-
skyldunni líður vel,“ segir Dagný sem
vill ekki gefa upp hvaðan tilboðin
bárust.
„Ég er fegin að vera búin að þessu
enda gott að vera samningsbundin
ef einhver meiðsli koma upp á Evr-
ópumótinu. Fyrir vikið var ég alltaf
ákveðin í að klára þessi mál fyrir
EM.“ ■
14 Íþróttir 23. júní 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 23. júní 2022 FIMMTUDAGUR
17
EM KVENNA
Í FÓTBOLTA
DAGAR Í
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI Ákvörðun knattspyrnu-
deildar FH um að reka Ólaf Jóhann-
esson, einn sinn dáðasta son úr starfi
í síðustu viku, vakti mikla athygli.
Gengi FH í Bestu deild karla hefur
ekki verið gott og tók stjórn knatt-
spyrnudeildar FH ákvörðun um að
reka Ólaf og Sigurbjörn Hreiðarsson
aðstoðarmann hans úr starfi. FH var
ekki lengi að fylla í þeirra skörð og
var Eiður Smári Guðjohnsen ráðinn
þjálfari og Sigurvin Ólafsson ráðinn
aðstoðarmaður hans.
„Þetta var hrikalega erfitt, ég get
aldrei þakkað Óla nógu mikið fyrir
það sem hann gerði fyrir mig sem
leikmaður. Þetta var erfið ákvörðun
sama hvernig maður lítur á hana.
Þetta eru tveir algjörir toppmenn,
þetta snýst um úrslit og þetta snýst
um að snúa gengi liðsins við. Við
töldum rétt að nýir menn kæmu
inn með ferskar hugmyndir og
reyndu að hífa okkur upp töfluna,“
segir Davíð Þór Viðarsson, yfir-
maður knattspyrnumála hjá FH, við
Fréttablaðið. Davíð var einn af þeim
sem sat fundinn með Ólafi þegar
hann var rekinn úr starfi. Davíð var
fyrirliði FH undir stjórn Ólafs á árum
áður og var aðstoðarþjálfari hans á
síðustu leiktíð.
Ólafur og Sigurbjörn voru reknir
skömmu eftir jafntefli gegn Leikni
á heimavelli í síðustu viku. „Þetta
snýst um úrslit og þau voru ekki að
falla með okkur, við höfum heyrt af
þeirri umræðu af hverju við hefðum
ekki farið í breytingar í hléinu. Við
höfðum enn trú á að Óli og Bjössi
gætu snúið þessu við, Óli er sá þjálf-
ari sem hefur gert hvað mest fyrir
FH í sögulegu samhengi. Hann er
goðsögn í FH og það var enn trú á
að þetta frí myndi hjálpa okkur og
við kæmum sterkari út úr því. Eftir
Leiknis-leikinn fannst okkur við
vera komnir á endastöð og breyt-
inga væri þörf.“
„Ákvörðunin var tekin sama
kvöld en það var ekki farið beint
niður í klefa og farið í þetta, við
funduðum eftir leikinn og komumst
að þessari niðurstöðu. Svo má hafa
skoðun á því hvort það hefði verið
betra að gera þetta daginn eftir,
þetta var sú tímasetning sem við
ákváðum að gera hana á. Við töldum
þetta rétta ákvörðun og svo verður
fólk bara að hafa sínar skoðanir.“
Eiður Smári og Sigurvin stýrðu
FH í fyrsta sinn í fyrrakvöld þegar
liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Bestu
deildinni. „Við erum hæstánægðir
og teljum okkur hafa fundið mjög
gott teymi í þeim tveimur. Þegar
þessi ákvörðun var tekin, þá lá það
beinast við að heyra í Eiði Smára og
sjá hvar hans hugur væri. Honum
leið vel hérna fyrir tveimur árum og
sýndi hversu frambærilegur þjálfari
hann er. Eiður var sá maður sem við
vildum fá inn, það var ánægjulegt
að það skyldi hafa tekist að sann-
færa hann um að koma aftur,“ segir
Davíð Þór. ■
Erfitt að reka Óla Jó en fagnar endurkomu Eiðs Smára
Eiður Smári náði
góðum árangri
með FH áður en
honum bauðst
starf sem annar
þjálfari karla-
landsliðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR