Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 23. júní 2022 Guðrún Erla Leifsdóttir, eigandi Timberland á Íslandi, er hér fyrir miðju með gula skóinn sem gerði Timberland að heimsfrægu merki. Með henni eru Margita Keire, verslunarstjóri í Timberland, Kringlunni og Katla Jóhannsdóttir, verslunarstjóri í nýju Timberland-versluninni í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Timberland þekkt fyrir fyrsta vatnshelda leðurskóinn Um helgina opnaði Timberland á Íslandi nýja og glæsilega verslun í Smáralind. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Í tilefni tuttugu ára afmælis Timberland á Íslandi fannst eig- endum verslunarinnar vert að fagna áfanganum með opnun nýrrar verslunar í Smáralind. 2 Kate Bush á sviði árið 1979. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY oddurfreyr@frettabladid.is Tónlistarkonan Kate Bush segir að það sé mjög mikilvægt fyrir sig að ný kynslóð hafi uppgötvað lag hennar Running Up That Hill eftir að það var nýlega notað í sjón- varpsþáttunum Stranger Things. Lagið hefur notið ótrúlegrar velgengni að undanförnu og hefur slegið þrjú vinsældamet eftir að hafa komist í fyrsta sæti vinsælda- lista í Bretlandi og á Írlandi. Í nýlegu viðtali við BBC segir hún að hún hafi búist við að lagið fengi athygli, en velgengnin hafi virkilega komið henni á óvart og það sé eins og heimurinn hafi gengið af göflunum. Henni þykir yndislegt að fullt af fólki sem hafði aldrei heyrt um hana hafi upp- götvað tónlist hennar í fyrsta sinn. Sló þrjú met Lagið hefur líka náð fyrsta sæti í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og Sviss, síðan fjórða sería Stranger Things var frumsýnd og það náði fjórða sæti í Bandaríkjunum. Eitt af metunum hennar var að vera lengst til að ná fyrsta sæti, en það tók heil 37 ár frá útgáfu lagsins. Bush setti líka met fyrir lengsta tímabil milli þess að ná fyrsta sæti, en það gerðist síðast fyrir 44 árum þegar lagið Wuthering Heights komst í fyrsta sæti. Þriðja metið var svo að vera elsta konan til að ná fyrsta sæti á vin- sældalistum í Bretlandi, en hún er 63 ára. n Kate Bush hissa á velgengninni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.