Fréttablaðið - 23.06.2022, Side 18
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Thelma Dögg Guðmundsen
hefur fallegan fatastíl sem
tekið er eftir. Stíllinn er
þægilegur, klassískur og
skemmtilegur og lýsir per-
sónuleika Thelmu vel. Áhugi
Thelmu á fatnaði vaknaði
þegar hún byrjaði að vinna
í fataverslun aðeins 16 ára
gömul.
Thelma er 31 árs förðunarfræðing-
ur og áhrifavaldur með brennandi
áhuga á öllu sem við kemur staf-
rænum markaðsmálum.
„Ég starfa sjálfstætt í fjöl-
breyttum verkefnum, aðallega á
samfélagsmiðlum. Ég er kennari
í Make-up Studio Hörpu Kára, sé
einnig um stafræn markaðsmál
þar og tek líka að mér slík verk-
efni fyrir önnur fyrirtæki,“ segir
Thelma sem nýtur sín í vinnunni.
„Ég var manneskja sem fann mig
ekki í hefðbundnu starfi en hef í
dag byggt upp fjölbreytt starf sem
ég hef ég mikla ástríðu fyrir.“
Áhugamál Thelmu liggja í öllu
sem viðkemur því að bæta andlega
og líkamlega líðan.
„Hreyfing, jóga nidra, fjall-
göngur, hugleiðsla og sund eru til
dæmis áhugamál sem hafa sprottið
upp út frá því. Að ferðast er mikið
áhugamál og hef ég haft tæki-
færi að ferðast til fjölda framandi
landa og mismunandi menningar-
heima, sem mér finnst gefandi.
Þar stendur Bali upp úr, sem er
magnaður staður sem ég stefni
á að heimsækja aftur við fyrsta
tækifæri.
Fyrst til að vinna fyrir H&M
Fatnaður hefur lengi verið áhuga-
mál hjá Thelmu.
„Áhuginn spratt þegar ég
byrjaði að vinna í fataverslun 16
ára gömul. Á einn eða annan hátt
hef ég unnið í kringum fatnað,
til að mynda núna í verkefnum á
samfélagsmiðlum með ýmsum
fatamerkjum.“
Thelma hefur meðal annars
unnið stór verkefni með Vero
Moda og H&M.
Svartur blazer og góðar gallabuxur ómissandi
Thelma Dögg
hefur verið við-
loðandi tísku-
bransann frá því
á unglingsaldri.
FRÉTTABLAÐIÐ/S
IGTRYGGUR ARI
„Ég var þá fyrsti aðilinn á Íslandi
til að vinna samfélagsmiðlaverk-
efni fyrir H&M þegar það byrjaði
hér á landi og var þar í hópi með
nokkrum aðilum frá Norðurlönd-
unum. Þar var Angelica Blick einn
stærsti áhrifavaldur Svíþjóðar en
ég hef lengi litið upp til hennar
þegar kemur að verkefnum á
samfélagsmiðlum. Þetta var virki-
lega skemmtilegt verkefni sem
endaði með ferð til Ósló á viðburð í
sænska sendiráðinu á vegum fyrir-
tækisins fyrir vel unnin störf. Það
var frábær reynsla og gaman að sjá
og fá að kynnast fólkinu á bak við
svo stórt fatafyrirtæki og upplifa
svona ferð.“
Mikil þægindakona
Í bernsku spáði Thelma fljótt í
tísku.
„Frá því að ég var lítil pældi ég
mikið í fatnaði og lagði mamma
mikið upp úr því að ég klæddist
fallegum fatnaði, sérstaklega á
sunnudögum. Það hef ég tekið
áfram úr minni æsku og finnst
ávallt gaman að klæða mig upp.
Á sama tíma er ég mikil þæginda-
kona og hef verið frá því ég man
eftir mér. Ég hef alltaf haft skoðun
á því hverju ég klæðist.“
Fatastíllinn breyttist örlítið
eftir fæðingu
Thelma lýsir fatastíl sínum sem
fjölbreyttum og að það fari eftir
dögum í hverju hún fíli sig hverju
sinni.
„Þar spila árstíðir líka inn í. Ég
hef aldrei verið týpan sem getur
tekið saman föt deginum á undan.
Ég hef aldrei reynt að fylgja vissum
stíl og ég held að það geri fatastíl
meira skemmtilegan og afslapp-
aðri. Stíllinn minn hefur breyst
örlítið eftir að ég átti strákinn
minn fyrir einu og hálfu ári síðan.
Ég er enn að finna mig þar og
kynnast líkamanum mínum eftir
barnsburð. Þar spilar fataval inn í
og finnst mér ýmis snið og flíkur
henta jafnvel betur núna en gerðu
áður og öfugt. Þrátt fyrir það finnst
mér fatastíllinn minn síðustu
ár hafa einkennst af þægindum
í bland við klassískar flíkur og
flíkur sem mér finnst standa
upp úr. Ég hef alla tíð verið með
ofnæmi fyrir óþægilegum fötum
svo þessi blanda hentar mér ein-
staklega vel.“
Finnst þér skipta máli í hverju þú
kemur fram við formlega viðburði?
„Ef ég klæðist fatnaði sem mér
líður vel í þá skilar það sér í líðan
og þá oftast líka í framkomu. Ég hef
tileinkað mér að fylgja innsæinu,
bæði daglega og fyrir fínni við-
burði. Númer eitt, tvö og þrjú er að
manni líði vel í eigin skinni sama
hvað öðrum finnst, sama hvort
það tengist fatnaði eða öðru.“
Þegar konur vilja láta bera
virðingu fyrir sér, finnst þér þá
skipta hvernig þær klæða sig?
„Það er ótrúlegt hvað fólk hefur
mikla þörf á að hafa skoðanir á
fatavali hjá konum, í hverju þær
ganga og hvað er ekki í lagi í þeim
málum. Mér finnst við vera á leið
í rétta átt með að breyta því og
vonast til að það verði úrelt ef við
höldum umræðunni gangandi.
Fyrir mér felst hvorki traust né
virðing í fatnaði né fylgihlutum
heldur í manneskjunni sjálfri.
Skoðanir, gjörðir, athafnir,
eiginleikar eða hvað sem það er, er
ávallt óháð fatnaði og stíl. Hvaða
kyn sem rætt er um eiga þessir
eiginleikar ávallt að vera metnir út
frá manneskjunni.“
Leðurjakkinn frá mömmu
Þegar kemur að sniðum, er eitthvað
sem heillar þig frekar en annað?
„Ég er rosa hrifin af „oversized“
yfirhöfnum. Oftast kýs ég buxur
með víðara sniði niður þar sem
mér þykir þær henta mér betur. Ég
er líka hrifin af að blanda saman
mismunandi sniðum og finnst það
alltaf hitta í mark.“
Uppáhaldsflíkur Thelmu eru
vanalega flestar yfirhafnir.
„Ég tek yfirhafnir í ástfóstur.
Svartur blazer hefur ávallt verið í
uppáhaldi. Ég á æðislega leðurkápu
og leðurjakka frá mömmu sem
mér þykir afskaplega vænt um.
Mamma gekk í leðurjakkanum
þegar hún var ólétt af mér svo það
hefur mikla merkingu fyrir mig.“
Aðspurð segist Thelma ekki eiga
sér neinn uppáhaldshönnuð.
„Mér finnst hins vegar frábært
hvað íslenskir hönnuðir eru að
gera flotta hluti og þá sérstaklega
konur. Ég elska að sjá aðrar konur
gera flotta hluti og í fatabrans-
anum sem hefur þá verið sérstak-
lega áberandi undanfarið.“
Thelma á sína uppáhaldsliti.
„Ég er mjög hrifin af jarðlitum og
er fataskápurinn mest í þeim litum
í bland við svart og hvítt. Ég segi
það ekki, það eru flíkur í skápnum
í skærari litum og finnst mér
ótrúlega gaman að breyta til öðru
hvoru og klæðast þeim, því mér
finnst mikilvægt að festast ekki of
mikið í sama litavali í fötum.“
Grófir skór uppáhalds
Thelma segist fyrst og fremst
heillast af grófum skóm.
„Síðustu ár hafa grófir skór verið
í uppáhaldi, aðallega boots. Mér
finnst flott að blanda saman fínum
efnum í fötum við grófa skó og er
ég miklu óhræddari við það nú en
áður. Þegar kemur að hælum vel
ég alltaf þægindi; ég er búin með
tímabilið þar sem maður lét sig
hafa óþægilega skó. Þegar ég fatt-
aði að það segir ekkert til um glæsi-
leika lagði ég slíka skó á hilluna.
Þess vegna henta flestir skórnir
mínir fyrir nánast öll tilefni, bæði
hælar og lágbotna skór.“ n
Fylgist með Thelmu Instagram
@thelmagudmunds.
Topp flíkur Thelmu
í fataskápnum:
n Góðar gallabuxur
n Svartur blazer
n Hvít skyrta í yfirstærð
n Klassísk dragt
n Rykfrakki
n Grófir skór (boots)
4 kynningarblað A L LT 23. júní 2022 FIMMTUDAGUR