Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 41
Hjólið V:
Allt í góðu,
er hrífandi
tækifæri til
þess að
upplifa hið
kunnug-
lega á
nýjan hátt.
Hjólið er röð fimm útisýninga
á vegum Myndhöggvara-
félagsins í Reykjavík sem hafa
verið haldnar víðs vegar um
borgina frá sumrinu 2018 í
tilefni hálfrar aldar afmælis
félagsins. Fyrsta sýningin var
á dagskrá Listahátíðar 2018
og nú verður hringnum lokað
með þeirri fimmtu, Hjólið V.
Sýningin nær yfir hverfi 101, 102 og
107. Sýningarstjóri er Kristín Dag-
mar Jóhannesdóttir.
„Sýningaröðin er sett upp í
tengslum við afmælishátíð Mynd-
höggvarafélagsins sem verður í
ágúst. Félagið er stofnað 1972 en má
segja að útisýningar sem voru settar
upp við Skólavörðuholtið á árunum
1967-72 að frumkvæði Myndlista-
skólans í Reykjavík, sé viss kjarni
og undanfari félags Myndhöggvara.
Þetta voru fyrstu sýningar á skúlptúr
sem haldnar voru í opinberu rými á
Íslandi og forsprakkar sýninganna
voru þeir Ásmundur Sveinsson,
Ragnar Kjartansson og Jón Gunn-
ar Árnason. Í kjölfarið var ákveðið
að búa til formlegan félagsskap í
kringum myndhöggvara á Íslandi,“
segir Kristín Dagmar.
Hlutverk kallarans
Undirtitill sýningarinnar í ár er
Allt í góðu og er þar er vísað í verk
sem er á húsi Héraðsdóms Reykja-
víkur við Lækjartorg. „Þetta er
einskonar yfirlýsingarherferð eftir
sænsku listakonuna Ulriku Sparre
og þess vegna er textinn á sænsku,
ensku og íslensku: ALLT ÄR BRA,
ALL IS WELL, ALLT Í GÓÐU. Allt í
góðu vísar í hina fornu hugmynd
um „kallara“ (á ensku town crier)
sem gekk um borgir og lét fólk vita
á klukkustundarfresti hvernig tím-
anum leið en tilkynnti um leið að allt
væri í lagi. Nútímasamfélag boðar
gjarnan falskar lausnir til að róa
mannsheilann og bæla ótta okkar en
á tímum óvissu tekur listamaðurinn
upp hlutverk kallarans sem telur
okkur trú um skilyrðislaust öryggi
og ró,“ segir Kristín Dagmar. „Ulrika
er með annað mjög fallegt verk við
Norræna húsið, sem ákveðið var að
sýna einnig eftir að Rússar réðust inn
í Úkraínu. Þetta er einnig textaverk
sem er við Norræna húsið sem segir:
I CAN ONLY CHANGE THE WORLD
AS LONG AS I’M ALIVE.“
Táknræn staðsetning
Listamennirnir eru allir félagsmenn
Myndhöggvarafélagsins fyrir utan
Ulriku sem er alþjóðlegur gestur
hátíðarinnar. Kristín Dagmar segir
mikla breidd vera í verkunum. „Við
erum með mikið af stórum steypu-
verkum, til dæmis verk við Arnarhól
sem heitir Minnismerki um gjald-
fellingar á níunda áratugnum og
er eftir Geirþrúði Finnbogadóttur
Hjörvar. Í verkinu vinnur Geirþrúður
á skemmtilegan hátt með arkitektúr
og valdar byggingar frá 1981-1987.
Verkið er tilraun til að myndgera
óefniskennt kerfi hagkerfisins og
sögunnar og er staðsetningin við
Seðlabanka Íslands nokkuð tákn-
ræn.
Svo eru verk sem fjalla um tengsl
milli persónulegs og opinbers rýmis
eða almannarýmis. Finnur Arnar
býr í Þingholtunum og hefur lýst
þessu gamla hverfi sem hálfgerðri
eyju í miðbænum. Í verkinu Inni-
litir skannar hann innviði bæði síns
eigin heimilis og nágranna sinna og
Ný sýn á
hversdagslegt
umhverfi
Kristín Dagmar við verk Geirþrúðar Finnbogadóttur
Hjörvar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Verk Ragnheiðar Gestsdóttur við Ægissíðuna.
MYND/AÐSEND
Verk Ulriku Sparre á húsi Héraðsdóms Reykjavíkur. MYND/AÐSEND
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
málar litrófið síðan á pílára grind-
verksins sem tilheyrir viðkomandi
húsi. Þannig að við sem göngum þar
fram hjá fáum innsýn í persónulegan
heim þessara einstaklinga sem þar
búa.
Emma Heiðarsdóttir leikur sér
líka með hugmyndir um ólík rými
og vinnur bæði með raunverulegt
umhverfi okkar en líka það hvernig
við upplifum heiminn í gegnum sím-
ann eða hið stafræna rými. Verkið
heitir Höggmyndaleit og er staðsett
á göngustígum í og við almennings-
leiksvæði í Vesturbænum. „Sum
verkanna eru áþreifanlegar högg-
myndir en önnur eru eingöngu
sýnileg á stafrænu formi og unnin í
tengslum við ákveðnar staðsetning-
ar. Verkin upplifum við því að hluta
til í gegnum símann.“
Ekki hefðbundin leið
Verkið Súla II eftir Ragnheiði Gests-
dóttur er á Ægissíðunni og virkar
sem eins konar steinsteypt borgar-
hlið, umvafið heilagleika og reisn.
„Fyrir nokkrum árum var Ragnheið-
ur í vinnustofudvöl í Beirút og fór að
hugsa mikið um súlur og marmara
sem hún sá þar í ýmsum byggingum.
Þegar hún kom aftur til Íslands tók
hún eftir því að marmarinn á Íslandi
birtist helst í eldhúsborðplötum hjá
fólki sem þá var að setja upp stórar
eyjur í eldhúsunum hjá sér. Fyrsta
súluverkið skar hún út í marmara
en núna vinnur Ragnheiður í stein-
steypu sem hún segir vera byggingar-
efni okkar Íslendinga.“
Kristín Dagmar segir skemmti-
legt að ganga um sýningarsvæðið.
„Sýningin nær yfir svæðin frá sjávar-
síðunni Sæbrautarmegin og yfir á
Ægisíðuna. Þessi ás er kannski ekki
hin hefðbundna gönguleið en það
er áhugavert að sjá á göngu öll þessi
ólíku svæði borgarinnar. Með því
vildi ég reyna að vísa í Strandlengju-
sýningarnar sem Myndhöggvara-
félagið hélt árin 1998 og 2000. Nokkur
verk frá þeim sýningum standa enn,
eins og Sólstólar Helgu Guðrúnar
Helgadóttur í Nauthólsvík og Geir-
fugl Ólafar Nordal við Skerjafjörð.
Listamennirnir Emma Heiðars-
dóttir, Finnur Arnar, Geirþrúður
Finnbogadóttir Hjörvar, Ragnheið-
ur Gestsdóttir, Sean Patrick O’Brien,
Steinunn Gunnlaugsdóttir, Ulrika
Sparre og Wiola Ujazdowska varpa
nýju ljósi á hversdagslegt umhverfi
okkar og opna verk þeirra á marg-
þætta skoðun á bæði svæði og sögu
og rýna um leið í f lóknari félags- og
samfélagslega lagskiptingu borgar-
landslagsins,“ segir Kristín Dag-
mar og bætir við: „Hjólið V: Allt í
góðu, er hrífandi tækifæri til þess
að upplifa hið kunnuglega á nýjan
hátt, kynnast fjölbreyttum verkum
samtímans og velta fyrir sér tíma og
rými borgarinnar, hvenær sem er og
á eigin forsendum.
Sýningin stendur til 11. septem-
ber. n
FIMMTUDAGUR 23. júní 2022 Menning 21FRÉTTABLAÐIÐ