Fréttablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 6
Lífeyrissjóðirnir segja gegn
eigendastefnu að tjá sig um
hvort fráfarandi forstjóri eigi
að snúa aftur. Birta áskilur
sér þó rétt til að lýsa skoð-
unum á hluthafafundi 14. júlí
næstkomandi.
bth@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Sumir hluthafar í Festi
vilja rifta fyrri ákvörðun stjórnar
félagsins og draga uppsögn Eggerts
Þórs Kristóferssonar forstjóra til
baka. Festi er félag á hlutabréfamark-
aði og hefur Kauphöllin haft starfs-
lok Eggerts til skoðunar undanfarið.
Stjórnin hefur orðið við kröfu
hluthafa og hefur boðað til fundar
14. júlí. Mikil spenna er fyrir fund-
inn, ekki síst er eftirvænting eftir
að sjá hvaða nýja fólk mun bjóða sig
fram til stjórnarsetu áður en stjórn
verður kosin á fundinum. Frétta-
blaðið hefur heimildir fyrir því að
markmið sumra hluthafa verði að
leitast við að endurraða í stjórnina
og taka upp viðræður við Eggert um
að fá hann aftur til starfa.
Starfslok Eggerts hafa vakið úlfúð
og undrun hjá þeim sem telja hann
hafa skilað rekstrarlega góðu búi.
Ástæða starfslokanna er enn óljós.
Í yfirlýsingu stjórnar sagði áður en
samþykkt var að halda hluthafa-
fund vegna málsins, að erfitt væri
að taka samtöl í smáatriðum á hlut-
hafafundi, þar sem til staðar væru
auk hluthafa, fjölmiðlar og fulltrúar
samkeppnisaðila.
Lífeyrissjóðirnir eiga um 70 pró-
sent í Festi. Ólafur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Birtu
sem á stóran hlut í Festi, segir að
Birta muni ekki með beinum hætti
tjá sig um hvort vilji sé til þess að Egg-
ert snúi aftur til starfa.
„Mitt umboð sæki ég til for-
manns og varaformanns Birtu milli
stjórnarfunda, en samkvæmt eig-
endastefnu höfum við ekki afskipti
af ráðningum fólks í skráðum félög-
um,“ segir Ólafur. „En við áskiljum
okkur fullan rétt til að fara á hlut-
hafafund til að segja okkar skoðun,“
bætir hann við.
Lífeyrissjóðir sem eiga hlutafé
á markaði tengjast Samtökum
atvinnulífsins og hefur verið
umræða meðal hluthafa um að það
kunni að bjaga þá stöðu sem nú er
uppi ef stór hluti hluthafa fylgist
þögull með athöfnum einkahlut-
hafanna. Segir einn viðmælandi
Fréttablaðsins að þegar framboð til
stjórnar birtist fyrir hluthafafund-
inn í júlí muni ákveðin leikjafræði
fara í gang. n
Við áskiljum okkur
fullan rétt til að fara á
hluthafafund til að
segja okkar skoðun.
Ólafur
Sigurðsson,
framkvæmda-
stjóri lífeyris-
sjóðsins Birtu
NÚ AÐEINS Í APPI
OG Á DOMINOS.IS
ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI,
EF ÞÚ SÆKIR
Ræða hallarbyltingu í Festi
og endurráðningu Eggerts
ser@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Að minnsta kosti
31 milljarði verður varið í smíði 582
hjúkunarrýma í mörgum stærstu
bæjarfélögum landsins á næstu
fimm árum. Er þá búnaður heimil-
anna ótalinn.
Kostnaður á hvert rými, sem
ýmist er fyrir einstaklinga eða hjón,
er að meðaltali 55 milljónir króna
að því er heimildir Fréttablaðsins
herma. Það er Framkvæmdasýslan
– Ríkiseignir sem hafa umsjón með
verkinu.
Fyrsta heimilið sem opnað verður
í þessari framkvæmdaáætlun er í
Árborg, en þangað munu 60 íbúar
f lytja í haust. Önnur heimili eru á
undirbúningsstigi en verða tekin
í gagnið á árabilinu 2022 til 2027,
en þau munu meðal annars rísa í
Reykjavík, Reykjanesbæ, Hvera-
gerði, Húsavík og Ísafirði.
Bygging nýja hjúkrunarheimilis-
ins í Árborg hefur staðið yfir frá
2019. Útlit þess hefur vakið athygli,
en húsið er hringlaga með innigarði.
Öll herbergin eru einstaklingsher-
bergi sem bjóða upp á þann mögu-
leika að hjón geti dvalið saman í
herbergi. n
Rúmlega þrjátíu milljörðum varið í
hundruð hjúkrunarrýma um landið
Nýja hjúkrunarheimilið í Árborg sem opnað verður fyrst heimilanna af þeim
sem eru í lokafrágangi eða í undirbúningi. MYND/AÐSEND
sbt@frettabladid.is
thorgrimur@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Stóran hluta upp-
sagna hjúkrunarfræðinga á bráða-
móttöku Landspítalans má rekja til
úrræðaleysis og rangrar stefnumót-
unar síðustu ára að sögn Helgu Rósu
Másdóttur, deildarstjóra á bráða-
móttökunni. Fréttablaðið greindi
frá því í síðustu viku að tuttugu og
fimm hjúkrunarfræðingar á bráða-
móttöku hefðu sagt upp eða hætt
störfum frá áramótum.
„Sjúklingar hlaðast upp innan
bráðamóttök unnar sem eiga að
vera á legudeildum spítalans. Hjúkr-
unarfræðingar á bráðamóttökunni
hafa þurft að sinna margföldum
verkefnum og sjúklingafjölda langt
yfir viðmiðum sem eðlileg geta tal-
ist. Ofan á óhófleg verkefni er rýmið
sem við vinnum í alls ekki gert fyrir
slíkan fjölda sjúklinga eða aðstand-
enda, sem gerir starfsumhverfið
afar óhagstætt og erfitt,“ segir Helga
í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra lýsti áhyggjum af stöðunni
í samtali við Fréttablaðið að loknum
ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir
málið til skoðunar, til skemmri og
lengri tíma. „Við erum með landsráð
í mönnun og menntun í heilbrigðis-
kerfinu til þess að halda utan um
þetta,“ segir Willum.
Helga segir stöðuna hafa verið
viðvarandi á bráðamóttökunni
síðustu ár en að hún hafi farið versn-
andi síðasta árið. „Aðgerðir til að
mæta þessum vanda þurfa að vera
breiðar og vona ég að viðbragðs-
teymi sem heilbrigðisráðherra
hefur skipað komi til með að dreifa
álagi betur um heilbrigðiskerfið og
að sjúklingar fái rétta þjónustu, tím-
anlega og á réttu þjónustustigi.“ n
Úrræðaleysi og röng stefnumótun á
síðustu árum helsta orsök uppsagna
Starfslok Eggerts hafa vakið úlfúð og undrun hjá þeim sem telja hann hafa skilað rekstrarlega góðu búi. Boðað hefur
verið til hluthafafundar í Festi þar sem ræða á starfslok hans en ástæða þeirra er óljós. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
thorgrimur@frettabladid.is
AFGANISTAN Að minnsta kosti
þúsund manns létust í jarðskjálfta
í Afganistan í gær. Jarðskjálftinn
mældist um 6,1 stig að stærð og voru
upptök hans um 45 kílómetra suð-
vestan við borgina Khost, héraðs-
höfuðborg í suðausturhluta landsins.
Gríðarleg eyðilegging varð í Paktika-
héraðinu, sem á landamæri að Pak-
istan. Þetta er mannskæðasti jarð-
skjálfti landsins í rúma tvo áratugi.
Fjöldi húsa hefur verið lagður í
rúst og talið er að tala látinna kunni
að hækka eftir því sem f leiri lík
finnast undir húsarústum og þar
sem mörg svæðanna sem urðu fyrir
skemmdum eru afskekkt og langt
frá viðbragðsþjónustu stjórnvalda.
Ramiz Alakbarov, sérstökum aðstoð-
arfulltrúa Sameinuðu þjóðanna í
Afganistan, taldist svo til að tæplega
2.000 heimili hafi verið eyðilögð í
skjálftanum.
Afganistan er enn að ná sér eftir
margra áratuga stríðsátök og hefur
glímt við efnahagskreppu frá því að
Talibanar sneru aftur til valda sam-
hliða brottför bandaríska hersins
frá landinu í fyrra. Eftir endurkomu
Talibana á valdastól hafa mörg ríki
dregið úr þróunarhjálp til landsins
og beitt afganska banka viðskipta-
þvingunum.
„Ríkisstjórnin starfar eftir bestu
getu,“ skrifaði Anas Haqqani, hátt-
settur Talibani, á Twitter. „Við
vonum að alþjóðasamfélagið og
hjálparsamtök hjálpi þjóðinni
okkar í þessum erfiðu aðstæðum.“ n
Meira en þúsund látin eftir jarðskjálfta í Afganistan
Afganir við húsarústir í Paktika eftir jarðskjálftann. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Helga Rósa
Másdóttir,
deildarstjóri
bráðamóttöku
Landspítalans
6 Fréttir 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ