Fréttablaðið - 23.06.2022, Side 2
Nú erum við með
kennara við skólann
sem voru nemendur í
skólanum á sínum
tíma.
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði.
jardbodin.is
J A R Ð B Ö Ð I N
VIÐ MÝVATN
Á laugardag lýkur sumarskóla
um smáríki með lokaprófi, en
hann hefur verið starfræktur
í nærri 20 ár. Í gær var stund
milli stríða þegar Baldur
Þórhallsson, forsvarsmaður
skólans, bauð í sumargrill og
leiki á túninu við Ægisíðu.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Nemendum og kenn-
urum við skólann finnst gaman að
koma inn á íslenskt heimili og borða
íslenskan mat. Fólk er þakklátt og
finnst þetta gaman. Það er líka gott
að nota túnið við Ægisíðu og sprella
aðeins,“ segir Baldur Þórhallsson,
prófessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands og í forsvari fyrir
sumarskóla um smáríki, en hann
bauð venju samkvæmt nemendum
og kennurum í gleði og glaum á
heimili sínu í gær.
Þar var farið í pílukast, fótbolta-
spil og ýmislegt fleira, en Baldur og
eiginmaður hans, Felix Bergsson,
hafa boðið upp á grill og leiki á
túninu við Ægisíðu þegar sumar-
skólanum er að ljúka. Lokapróf fer
fram á laugardag frá skólanum.
Sumarskóli um smáríki fjallar um
styrkleika og veikleika smáríkja og
hefur skólinn verið starfræktur í 20
ár með styrk frá Erasmus+, áætlun
Evrópusambandsins. Skólinn er
einnig með hraðprógrömm að vetr-
arlagi í Tallin, Vilníus, Kaupmanna-
höfn og Ljubljana og er unnið með
þema í þrjú ár þar til því er breytt.
Baldur segir að nemendafjöldinn
nálgist um átta hundruð á þessum
20 árum með námskeiðunum
erlendis.
„Það sem mér finnst gaman að sjá
er að margir af þessum nemendum
halda áfram að einblína á smá-
ríki og skrifa meistararitgerðir og
doktorsritgerðir um lítil ríki. Og nú
erum við með kennara við skólann
sem voru nemendur í skólanum á
sínum tíma.“
Að þessu sinni var þemað um
hvernig smáríki geta verið leiðandi
og haft áhrif á heimsvísu. „Þau þurfa
að beita tilteknum aðferðum og
leiðum til að hafa áhrif. Til dæmis
er mjög mikilvægt fyrir lítið ríki að
forgangsraða. Lítil ríki hafa minna
fjármagn, stjórnsýslan er minni og
tengslanetið úti í hinum stóra heimi
er minna. Smáríki þurfa að einblína
á fáa málaflokka og reyna að vera
best í þeim.“
Baldur segir að einnig sé fjallað
um styrkleika og veikleika lýðræðis
í litlum samfélögum en lítil ríki eru
oft sögð lýðræðislegri og minna
spillt en þau stóru.
„Alþjóðlegir mælikvarðar ná hins
vegar oft ekki utan um nándina og
frændhygli í litlum samfélögum,
sem geta leitt til þess að það verði
meiri fyrirgreiðsla til frændans eða
vinarins en í þessum stóru löndum.
Tengsl stjórnmálamanna og
sterkra hagsmunahópa eru oft
umtalsverð í litlum ríkjum og það
getur leitt til spillingar og haft áhrif
á gang lýðræðisins.“ ■
Baldur býður nemendunum
í sumargrill í námskeiðslok
Vel beit á við Flensborgarhöfn
Hátt í 400 börn tóku þátt í dorgveiðikeppni sumarnámskeiða Hafnarfjarðarbæjar við Flensborgarhöfn í gær. Í ár var smokkfiskur í boði sem beita í fyrsta
sinn og virðist það hafa skilað árangri því aflinn var meiri en hann hefur verið síðustu ár. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1990 og er hún opin krökkum á
aldrinum sex til tólf ára. Keppnin er orðin ein fjölmennasta dorgveiðikeppni landsins og mæting í ár var með betra móti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Mikil fjör var í Vesturbænum í gær þegar Baldur bauð venju samkvæmt nem-
endum og kennurum heim í gleði og glaum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fatnaður og skór hækkaði um 10
prósent milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
kristinnhaukur@frettabladid.is
NEY TE NDUR Fatnaður og skór
kostuðu mest á Íslandi árið 2021 af
öllu EES-svæðinu. Alls var verðlag á
Íslandi það næsthæsta, á eftir Sviss,
og 50 prósentum hærra en meðal-
verð álfunnar. Þetta kemur fram hjá
Eurostat, tölfræðistofnun Evrópu.
Á eftir Íslandi koma Noregur,
Danmörk og Írland en lægsta verð-
lagið er í Rúmeníu, Búlgaríu og Pól-
landi.
Árið 2020 var fatnaður dýrastur í
Danmörku en Ísland stökk upp um
10 prósent og á toppinn á þeim lista.
Eru föt og skór nú 35 prósentum yfir
meðalverðlagi í Evrópu.
Matur er 39 prósentum yfir með-
alverðlagi og hefur hækkað um 7
prósent milli ára. Þó er matur tölu-
vert dýrari í bæði Sviss og Noregi.
Áfengi og tóbak hefur hækkað um
9 prósent og næst hæst í Evrópu á
eftir Noregi.
Lengst frá meðalverðlagi Evr-
ópu eru vörur og þjónusta tengd
heilsu og menntun. Í báðum til-
fellum meira en 100 prósent dýrari
á Íslandi. ■
Föt og skór hvergi dýrari í allri Evrópu
kristinnpall@frettabladid.is
SUND Sundkappinn Anton Sveinn
McKee syndir til úrslita á HM í 50
metra laug í 200 metra bringusundi
í dag, eftir að hann kom í mark á
næstbesta tímanum í undanúr-
slitunum í gær. Anton kom í mark
á 2.08,74 og bætti með því eigið
Íslandsmet sem var búið að standa
í nokkrar klukkustundir.
Anton var með fimmta besta tím-
ann í undanrásunum fyrr um dag-
inn þegar hann kom í mark á 2.09,69
sem var bæting á eigin Íslandsmeti,
en gerði enn betur síðar um daginn
og bætti aftur eigið Íslandsmet,
nú um 0,95 sekúndu. Áætlað er að
sundið hefjist klukkan 17.28. ■
Anton syndir í
úrslitum á HM
Anton Sveinn hefur um árabil verið
einn fremsti sundmaður landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Áætlað er að sundið
hefjist klukkan 17.28
að íslenskum tíma.
2 Fréttir 23. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ