Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 2
Þetta spilar allt saman í
að hámarka kraft þinn
sem íþróttamaður.
Kristín Elísabet Gunnarsdóttir
Gróðureldar geisa enn í Grikklandi
Gróðureldar eru kviknaðir í Grikklandi líkt og víðs vegar um Evrópu í hitabylgjunni sem stendur yfir. Í gær þurftu slökkviliðsmenn að hafa hemil á skógareldi
í úthverfinu Pallini austan við Aþenu. Hitabylgjan og hamfarirnar sem henni fylgja hafa verið settar í samhengi við hnattræna hlýnun vegna loftslagsbreyt-
inga. Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur varað við því að hið versta sé enn fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
jardbodin.is
J A R Ð B Ö Ð I N
VIÐ MÝVATN Kristín Elísabet Gunnarsdóttir hefur náð frábærum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Kristín Elísabet Gunnarsdótt-
ir hjálpar íþróttafólki að ná
hámarksárangri. Húnhefur
verið ráðin sem þjálfari hjá
ruðningsliði Life University.
helgifannar@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Kristín Elísabet Gunn-
arsdóttir býr í Los Angeles í Banda-
ríkjunum og rekur þaðan fyrirtækið
Better Elite Performance. Hún sér-
hæfir sig í að hjálpa íþróttamönnum
um allan heim að hámarka árangur
sinn.
Kristín hefur unnið með nokkru
af fremsta íþróttafólki heims í starfi
sínu. Hún starfaði þá um tíma með
karlaliði háskólans Life University
í ruðningi. Sjálf hefur hún verið í
íþróttum frá unga aldri.
Kristín starfar við það sem á
ensku heitir „sports performance
coach“. Hún segir hugtakið í raun
ekki þekkjast á Íslandi.
„Mitt starf snýst um það að
hámarka árangur íþróttamanna
og að lengja ferilinn þeirra, alveg
sama í hvaða íþrótt þeir eru,“ segir
Kristín. Bæði íþróttalið og íþrótta-
menn ráða hana til vinnu.
Kristín var einmitt ráðin til ruðn-
ingsliðs Life University eftir að hafa
stundað meistaranám við skólann í
meðhöndlun á íþróttameiðslum. Er
hún fyrsta og eina konan í sögunni
til að þjálfa hjá liðinu.
„Þetta er mjög stórt. Maður er
eiginlega skrifaður í sögubækurnar
fyrir að vera fyrsta og eina konan,
svo er ég útlensk í þokkabót,“ segir
hún. „Þetta voru 48 karlmenn sem
ég var að aðstoða við að hámarka
árangur sinn og koma í veg fyrir
meiðsli, útrýma meiðslum.“
Kristín segir ekki síður mikilvægt
fyrir íþróttamenn að vinna með
andlegu hliðina, jafnt og þá líkam-
legu. Mikilvægustu þættirnir séu
styrkur, að koma í veg fyrir meiðsli
og andlega hliðin. „Þetta spilar allt
saman í að hámarka kraft þinn sem
íþróttamaður,“ segir hún.
Auk ruðningsliðsins hefur Krist-
ín unnið með nokkru af fremsta
íþróttafólki heims.
Íslendingar ættu til að mynda
að þekkja nöfn Haf þórs Júlíusar
Björnssonar, eins sterkasta manns
heims, og Elísabetar Margeirsdótt-
ur, sem hljóp 400 kílómetra í Góbí-
eyðimerkurhlaupinu á 96 klukku-
stundum og 54 mínútum. Kristín
hefur unnið náið með þeim báðum.
Auk þess hefur Kristín þjálfað
stór erlend nöfn í heiminum. n
Nánar á frettabladid.is
Kristín skráði sig á spjöld
sögunnar í Bandaríkjunum
thorgrimur@frettabladid.is
TRÚFÉLÖG Reykholtskirkja á í
vændum arf frá einum helsta vel-
gjörðarmanni sínum, norska kaup-
sýslumanninum og skipaútgerðar-
manninum Jan Petter Røed. Hann
lést 20. júní síðastliðinn og var þá í
hópi auðugustu Norðmanna eftir
farsælan feril sinn í skiparekstri.
Þorvaldur Jónsson, formaður
sóknarnefndar í Reykholti, segir
að Røed hafi komið til Reykholts
fyrir tilviljun um aldamótin þegar
leigubílstjóri ákvað að fara með
hann þangað.
„Hann reyndist okkur ómetanleg
hjálparhella. Hann gaf okkur búnað
í turninn og klukku, og síðan gaf
hann peninga til að létta á skuldum
kirkjunnar. Þegar bílstjórinn ákvað
að koma hingað með hann fór hann
að forvitnast um gang mála og tók
þetta upp á sína arma.“
Þorvaldur segir að sóknarnefndar
Reykholtskirkju hafi verið getið í
erfðaskrá Røed. Enn liggur þó ekki
fyrir hve mikla fjármuni kirkjan
kemur til með að erfa frá viðskipta-
manninum.
„Við vitum bara að hann ánafnar
kirkjunni einhverju. Ekkert hversu
mikið eða hvers eðlis það er.“ n
Reykholtskirkja
erfir norskan
stórefnamann
Jan Petter Røed var einn helsti vel-
gjörðarmaður kirkjunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Samræmd vísitala
neysluverðs á Evrópska efnahags-
svæðinu hefur hækkað um 9,5 pró-
sent síðustu tólf mánuði.
Minnsta verðbólgan í Evrópu
síðustu tólf mánuði mældist í Sviss,
3,2 prósent. Næstlægst mældist hún
á Íslandi, 5,4 prósent.
Samræmd vísitala neysluverðs er
frábrugðin þeirri vísitölu neyslu-
verðs sem notuð er til verðtrygging-
ar hér á landi, þannig að húsnæðis-
liðurinn er öðruvísi reiknaður inn
í þá samræmdu en íslensku neyslu-
vísitöluna.
Samkvæmt þessu virðist verð-
bólga ofmæld hér á landi um fjögur
prósentustig samanborið við önnur
lönd. n
Með næstminnstu
verðbólgu Evrópu
Hann gaf okkur búnað
í turninn og klukku, og
síðan gaf hann pen-
inga til að létta á skuld-
um kirkjunnar.
Þorvaldur Jónsson, formaður
sóknarnefndar í Reykholti
2 Fréttir 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ