Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 1
1 4 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 2
Kvöldganga að
Drekkingarhyl
Prins og Móses
í eina sæng
Tímamót ➤ 16 Lífið ➤ 22
Sigraðu innkaupin
fyrir útileguna
1
2
3
4
5
6
78
9
10
11
12
13
14 15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
2526
27
28
29
30
Pssst ...
Teiknaðu hinn
fullkomna
grillmat!
Vinna er hafin í fjármála
ráðuneytinu við að breyta
gjaldtöku af bifreiðum eftir
öra fjölgun raf bíla hér á
landi, sem er samkvæmt
bjartsýnustu vonum.
ser@frettabladid.is
ORKUSKIPTI Tekjur ríkissjóðs af
eldsneytisgjöldum og vörugjöldum
ökutækja munu líklega lækka um
tuttugu milljarða króna á þessu ári
vegna örrar fjölgunar rafbíla hér á
landi. Þetta herma heimildir Frétta
blaðsins.
„Rafbílavæðingin hér á landi hefur
gengið eftir samkvæmt bjartsýnustu
spám,“ segir Runólfur Ólafsson, fram
kvæmdastjóri Félags íslenskra bif
reiðaeigenda. „En Íslendingar eru nú
næstir á eftir Norðmönnum í fjölda
rafbíla á móts við bifreiðar sem nota
jarðefnaeldsneyti,“ bætir hann við.
„Það eina sem háir enn frekari raf
bílavæðingu hér á landi er viðvarandi
skortur á rafbílum,“ segir Runólfur.
Engu að síður jókst sala rafhlöðu
knúinna bíla í Evrópu um 63 prósent
á síðasta ári, en vel ríflega milljón raf
bílar seldust þá í álfunni og markaðs
hlutdeildin var tíu af hundraði.
Tekjur ríkisins af bensín og olíu
gjaldi hefur löngum verið gildur
gjaldstofn, en um helmingur af
útseldu verði þessa jarðefnaelds
neytis sem farið hefur á tanka öku
tækja hér á landi rennur ríkissjóð.
Vinna er hafin í fjármálaráðuneyt
inu til að breyta gjaldheimtuaðferð af
bifreiðaflota landsmanna og er búist
við að rafbílar verði þar ekki undan
skildir. Þeir eru nú einnig undan
skildir vörugjöldum að öllu leyti, ef
útsöluverð þeirra er innan sex millj
óna króna og hafa heldur ekki borið
virðisaukaskatt innan ákveðinna
verðmarka.
Innan ríkisstjórnarinnar hefur
ekki aðeins verið rætt um að jafna
gjöld á milli bílaflokka, að því er
heimildir Fréttablaðsins herma,
heldur hefur einnig verið rætt um
aukna gjaldtöku á þjóðvegum, hring
inn í kringum landið, til að mæta
þverrandi tekjum af bifreiðaelds
neyti. n
Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á bíla
minnka um tuttugu milljarða króna
Rafbílavæðingin hér á
landi hefur gengið eftir
samkvæmt bjartsýn-
ustu spám.
Runólfur
Ólafsson,
framkvæmda-
stjóri FÍB
Gljáfægðar einkaþotur af ýmsum stærðum og gerðum flytja nú auðmenn og fylgdarlið til og frá landinu í stríðum straumum og eru margar á Reykjavíkurflugvelli hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
E F N A H A G S M Á L S e ð l a b a n k a r
gerðu mikil mistök í heimsfaraldr
inum með því að prenta peninga
og lækka vexti. Þetta er mat Jóns
Daníels sonar hagfræðiprófessors.
Bankarnir þurfi ótvíræðan pólitískan
stuðning til að vinda ofan af afleið
ingum þessara mistaka.
„Stjórnmálamenn vilja almennt
ekki breyta innviðum samfélagsins,
þeir vilja bara fá skammtímalausnir
og peningaprentun er slík skamm
tímalausn," segir Jón. Seðlabankar
hafi mislesið aðstæður. „Það er rótin
að þessari háu verðbólgu." SJÁ SÍÐU 10
Mistök að lækka
stýrivexti í Covid
Jón Daníelsson,
hagfræðiprófessor