Fréttablaðið - 21.07.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 21.07.2022, Síða 1
1 4 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 2 Kvöldganga að Drekkingarhyl Prins og Móses í eina sæng Tímamót ➤ 16 Lífið ➤ 22 Sigraðu innkaupin fyrir útileguna 1 2 3 4 5 6 78 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 2526 27 28 29 30 Pssst ... Teiknaðu hinn fullkomna grillmat! Vinna er hafin í fjármála­ ráðuneytinu við að breyta gjaldtöku af bifreiðum eftir öra fjölgun raf bíla hér á landi, sem er samkvæmt bjartsýnustu vonum. ser@frettabladid.is ORKUSKIPTI Tekjur ríkissjóðs af eldsneytisgjöldum og vörugjöldum ökutækja munu líklega lækka um tuttugu milljarða króna á þessu ári vegna örrar fjölgunar rafbíla hér á landi. Þetta herma heimildir Frétta­ blaðsins. „Rafbílavæðingin hér á landi hefur gengið eftir samkvæmt bjartsýnustu spám,“ segir Runólfur Ólafsson, fram­ kvæmdastjóri Félags íslenskra bif­ reiðaeigenda. „En Íslendingar eru nú næstir á eftir Norðmönnum í fjölda rafbíla á móts við bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti,“ bætir hann við. „Það eina sem háir enn frekari raf­ bílavæðingu hér á landi er viðvarandi skortur á rafbílum,“ segir Runólfur. Engu að síður jókst sala rafhlöðu­ knúinna bíla í Evrópu um 63 prósent á síðasta ári, en vel ríflega milljón raf­ bílar seldust þá í álfunni og markaðs­ hlutdeildin var tíu af hundraði. Tekjur ríkisins af bensín­ og olíu­ gjaldi hefur löngum verið gildur gjaldstofn, en um helmingur af útseldu verði þessa jarðefnaelds­ neytis sem farið hefur á tanka öku­ tækja hér á landi rennur ríkissjóð. Vinna er hafin í fjármálaráðuneyt­ inu til að breyta gjaldheimtuaðferð af bifreiðaflota landsmanna og er búist við að rafbílar verði þar ekki undan­ skildir. Þeir eru nú einnig undan­ skildir vörugjöldum að öllu leyti, ef útsöluverð þeirra er innan sex millj­ óna króna og hafa heldur ekki borið virðisaukaskatt innan ákveðinna verðmarka. Innan ríkisstjórnarinnar hefur ekki aðeins verið rætt um að jafna gjöld á milli bílaflokka, að því er heimildir Fréttablaðsins herma, heldur hefur einnig verið rætt um aukna gjaldtöku á þjóðvegum, hring­ inn í kringum landið, til að mæta þverrandi tekjum af bifreiðaelds­ neyti. n Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á bíla minnka um tuttugu milljarða króna Rafbílavæðingin hér á landi hefur gengið eftir samkvæmt bjartsýn- ustu spám. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB Gljáfægðar einkaþotur af ýmsum stærðum og gerðum flytja nú auðmenn og fylgdarlið til og frá landinu í stríðum straumum og eru margar á Reykjavíkurflugvelli hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI E F N A H A G S M Á L S e ð l a b a n k a r gerðu mikil mistök í heimsfaraldr­ inum  með því að prenta peninga og lækka vexti. Þetta er mat Jóns Daníels sonar hagfræðiprófessors. Bankarnir þurfi ótvíræðan pólitískan stuðning til að vinda ofan af afleið­ ingum þessara mistaka. „Stjórnmálamenn vilja almennt ekki breyta innviðum samfélagsins, þeir vilja bara fá skammtímalausnir og peningaprentun er slík skamm­ tímalausn," segir Jón. Seðlabankar hafi mislesið aðstæður. „Það er rótin að þessari háu verðbólgu." SJÁ SÍÐU 10 Mistök að lækka stýrivexti í Covid Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.