Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 8
Að byggja gjaldtöku á
afkomu er mjög
óheppileg leið þegar
gegnsæi verðmynd-
unar er lítið.
Rögnvaldur
Hannesson, pró-
fessor emeritus
við Viðskiptahá-
skólann (NHH) í
Bergen
Nágranna- og frændþjóðirnar
Íslendingar og Norðmenn
eiga það sameiginlegt að búa
yfir miklum náttúruauð-
lindum. Mikill munur er þó á
því hvernig verðmæti þessara
auðlinda nýtast samfélaginu
í heild, annars vegar í Noregi
og hins vegar á Íslandi.
Sá grundvallarmunur er á íslensku
auðlindinni og þeirri norsku að sú
íslenska er endurnýjanleg en ekki sú
norska. Ef við Íslendingar gögnum
vel um okkar auðlind getur hún enst
út í hið óendalega að því gefnu að
ekki komi til utanaðkomandi áföll.
Norska auðlindin mun klárast.
Vegna þess að olían er takmörkuð
auðlind gripu Norðmenn til þess
ráðs að láta megnið af þeim tekjum
sem verða til í norska olíuiðnað-
inum renna í sérstakan þjóðarsjóð,
sem við þekkjum sem norska olíu-
sjóðinn. Hugsunin á bak við það
var meðal annars sú, að þar sem
auðlindin væri ekki óþrjótandi væri
mikilvægt að tryggja að afrakstur
hennar nýttist norsku þjóðinni
áfram þótt auðlindin tæmdist eða
svo dýrt yrði að vinna úr henni
verðmæti að það borgaði sig ekki.
Rögnvaldur Hannesson, prófess-
or emeritus við norska Viðskipta-
háskólann NHH í Bergen, segir í
samtali við Fréttablaðið að einnig
hafi vakað fyrir Norðmönnum að
tryggja að ríkið fengi sem mest verð-
mæti þessarar sameignar þjóðar-
innar í sinn hlut til að það nýttist
samfélaginu í heild. Rögnvaldur er
sérfræðingur í auðlindahagfræði
og hefur sérhæft sig sérstaklega í
sjávarútvegshagfræði og jarðolíu-
hagfræði.
Hlutlaus skattheimta
Skattkerfið er að mestu leyti notað
til að afla norska ríkinu tekna frá
olíuiðnaðinum í landinu. Frá upp-
hafi hefur verið kappkostað að
skattlagning í norska olíugeiranum
sé hlutlaus á þann hátt að verkefni
sem er arðbært fyrir skatta sé það
einnig eftir að skattar hafa verið
lagðir á. Með þessu móti er reynt
að tryggja hámarksheimtur fyrir
ríkissjóð sem og að skattheimtan
sem slík brengli ekki fjárfestingar-
ákvarðanir heldur hvetji til fjár-
festinga í arðbærum verkefnum.
Til að tryggja hlutleysi skatt-
heimtu er einungis sá hagnaður,
sem eftir verður þegar allur kostn-
aður hefur verið greiddur, skattlagð-
ur, og nýta má uppsafnað tap síðar.
Gegnsæi forsendan
Rögnvaldur Hannesson segir að
mikilvæg forsenda þess að beita
sköttum með þessum hætti til
tekjuöflunar fyrir norska ríkið sé
sú staðreynd að öll verðmyndun í
olíuiðnaðinum er mjög gegnsæ. Olía
og gas selst fyrir verð sem ræðst af
framboði og eftirspurn á markaði
og birtist opinberlega.
Af þeim sökum er fullkomið
gegnsæi á af komu fyrirtækja í
norska olíugeiranum.
Að sögn Rögnvaldar gegnir öðru
máli um íslenskan sjávarútveg.
Gegnsæi þar sé miklu minna en í
olíugeiranum. „Að byggja gjaldtöku
fyrir aðgengi að auðlind á afkomu
einstakra fyrirtækja, eða greinar-
innar í heild, er mjög óheppileg leið
þegar gegnsæi verðmyndunar er
lítið, eins og í íslenskum sjávarút-
vegi,“ segir Rögnvaldur.
8 Fréttir 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR
Óheppilegt að miða
gjaldtöku við óljósa
afkomu í greininni
Norðmenn kappkosta að tryggja að sem mestur afrakstur olíuvinnslu renni í ríkissjóð og nýtist
samfélaginu í heild í gegnum olíusjóðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Daði Már
Kristófersson,
prófessor í auð-
lindahagfræði
við Háskóla
Íslands
Íslenskur sjávarútvegur greiddi 4,8 milljarða í veiðigjöld á síðasta ári en hagnaðist um 100
milljarða á veiðunum, að teknu tilliti til veiðigjalda og annars kostnaðar.
Fjórir tekjustofnar olíusjóðsins
Norðmenn afla tekna af olíuauðlindum sínum
með fjórum aðferðum:
Með almennum tekjusköttum fyrirtækja
(22%). Með sérstökum tekjusköttum á fyrirtæki
sem vinna gas og olíu (þetta er hliðstætt við
íslensku veiðigjöldin þó að þau séu mun lægri
þar sem olíu- og gasskatturinn í Noregi er 56%).Í
gegnum SDØE – sem fjárfestir fyrir hönd norska
ríkisins í öllum verkefnum á norskum sökkli – og
deilir áhættu með eigendum verkefnanna. Með
arði af eignarhlut ríkisins í Equinor (áður Statoil).
Ólafur
Arnarson
olafur
@frettabladid.is
Flókin veiðigjöld
Veiðigjöld á Íslandi eru
ákveðin eftir flóknum að-
ferðum og byggja á opinberri
afkomu sjávarútvegsins
tveimur árum fyrr. Á síðasta
ári námu veiðigjöldin 4,8
milljörðum en sjávarútvegs-
fyrirtæki högnuðust um 100
milljarða.
„Við þetta bætist að lóðrétt sam-
þætting í sjávarútveginum er mikil,
þar sem veiðar og vinnsla eru á
höndum sömu aðila og vinnslan
kaupir gjarnan hráefni sitt af útgerð
innan sömu samstæðu á öðru verði
en markaðsverði.“
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin
hafa fært út sínar kvíar og eru í
mörgum tilfellum með veiðar,
vinnslu og sölufyrirtæki erlendis,
sem kaupa hráefni af öðrum fyrir-
tækjum samstæðunnar sem starfa
hér á landi. Við það verður endan-
leg afkoma fyrirtækjanna með öllu
ógagnsæ og í raun ófært að tengja
gjaldtöku á nokkurn hátt afkomu
þeirra.
Með þessum orðum er ekki verið
að gefa í skyn að þessi fyrirtæki hag-
ræði afkomu sinni opinberlega til að
lágmarka veiðigjöldin sem greiða
þarf fyrir aðgang að auðlindinni í
sjónum, heldur einungis bent á að
gegnsæi er nær ekkert.
Samanlögð árleg tekjuöf lun
norska ríkisins vegna olíu- og gas-
vinnslu hefur hin seinni ár gjarnan
verið á bilinu 250-500 milljarðar
norskra króna. Eftir 2015 dró úr
tekjuöf lun vegna þess að verð á
jarðefnaeldsneyti lækkaði mjög
á heimsmarkaði. Nú hefur verð
hækkað að nýju eftir Covid og inn-
rás Rússa í Úkraínu þannig að tekj-
urnar í ár stefna í á bilinu 500-1.000
milljarða.
Hvað er til ráða?
Rögnvaldur Hannesson og Daði
Már Kristófersson, prófessor í auð-
lindahagfræði við Háskóla Íslands,
eru á einu máli um að þegar ekki
er hægt að byggja á áreiðanlegum
upplýsingum um afkomu fyrirtækja
sem nýta sameiginlegar auðlindir,
sé fráleitt að byggja gjaldtökuna á
afkomu þeirra.
Daði Már telur einu raunhæfu
leiðina vera að selja réttindin (þ.e.
aflahlutdeildina) og láta markaðinn
um að ákvarða verðmæti þeirra.
Rögnvaldur tekur undir það með
Daða Má og segist telja að eðlileg
nálgun gæti falist í að bjóða upp til-
tekið hlutfall aflahlutdeildarinnar á
hverju ári. Hann nefnir 5 prósent og
segir mikilvægt að hlutfallið verði
ekki of stórt þar sem það myndi
grafa undan fyrirsjáanleika í grein-
inni.
Indriði Þorláksson, fyrr ver-
andi ríkisskattstjóri, og Þórólfur
Matthías son, hagfræðiprófessor,
hafa nýlega látið í ljós þá skoðun að
eðlilegt veiðigjald útgerðarinnar
fyrir aðgang að sameiginlegri
þjóðarauðlind geti hlaupið á bilinu
40-60 milljarðar á ári.
Á síðasta ári námu heildarveiði-
gjöld útgerðarinnar 4,8 milljörðum.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofunni jókst eigið fé íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja um 100
milljarða í fyrra. Ef gjaldtaka ríkis-
ins af íslenskum sjávarútvegi væri í
takti við gjaldtöku norska ríkisins
af norska olíuiðnaðinum, hefðu
veiðigjöld numið á bilinu 55-60
milljörðum í fyrra, að mati Þórólfs
Matthíassonar. n