Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 20
Markmið UMFÍ
með Unglinga-
landsmótum er að bjóða
upp á hefðbundnar
íþróttagreinar en auk
þess að kynna nýjar eða
lítt þekktar greinar til
leiks.
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson
Velkomin á Unglingalands-
mót UMFÍ á Selfossi um
verslunarmannahelgina!
Í góðum ævintýrum þurfa sögu-
hetjurnar gjarnan að gera þrjár
tilraunir til að ná árangri. Auð-
vitað tekst það alltaf í síðustu til-
raun. Við hjá UMFÍ höfum þurft að
fresta Unglingalandsmóti tvö ár í
röð, en nú stendur þriðja atrennan
yfir og er allt útlit fyrir að okkur
takist að halda glæsilegt mót í ár.
Unglingalandsmót UMFÍ hafa
farið fram reglulega frá árinu 1992
og árlega frá árinu 2002 um versl-
unarmannahelgina, og spanna þau
því nú 30 ára sögu.
Að þessu sinni er Unglingalands-
mótið haldið á Selfossi. Mótin hafa
vaxið og sannarlega sannað gildi
sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og
íþróttahátíðir, þar sem saman
koma börn og ungmenni ásamt
fjölskyldum sínum og taka þátt í
fjölbreyttri dagskrá.
Unglingalandsmót UMFÍ er
vímulaus fjölskylduhátíð þar sem
börn og ungmenni á aldrinum
11–18 ára reyna með sér í fjöl-
mörgum íþróttagreinum en sam-
hliða er boðið upp á fjölbreytta
afþreyingu, leiki og skemmtun
fyrir alla fjölskylduna. Þátttakandi
þarf ekki að vera í íþrótta- eða ung-
mennafélagi til þess að geta tekið
þátt; allir geta verið með og lögð er
áhersla á að keppendur taki þátt á
sínum forsendum og hafi gleðina
að leiðarljósi.
Lýðheilsan í fyrsta sæti
Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) frá
því í vor kemur fram að yfir 60%
Evrópubúa glíma við offitu og um
þriðjungur barna er í sömu stöðu,
þar sem hlutfallið fer hækkandi.
Óheilbrigður lífsstíll hefur leitt til
aukningar á langvinnum sjúk-
dómum í Evrópu og leiðir það
til verulegs kostnaðar og álags á
heilbrigðiskerfi Evrópuþjóða. Ljóst
er að góð lýðheilsa er grundvöllur
að farsælu lífi. UMFÍ leggur áherslu
á öflugt íþrótta- og æskulýðs-
starf og vill með því leggja sitt af
mörkum til þess að búa komandi
kynslóðum sem best heilsusamleg
uppvaxtarskilyrði.
Markmið UMFÍ með Unglinga-
landsmótum er að bjóða upp á
hefðbundnar íþróttagreinar en
auk þess að kynna nýjar eða lítt
þekktar greinar til leiks. Þannig
viljum við stuðla að því að allir
geti fundið eitthvað við sitt hæfi,
sem hvatt getur til þátttöku og
aukinnar hreyfingar.
Fjölskyldan nýtur lífsins saman
Unglingalandsmót UMFÍ er
fjölskylduhátíð. Þar fá þátttak-
endur tækifæri til þess að njóta
hreyfingar á heilbrigðum for-
sendum. UMFÍ er landssamband
26 sambandsaðila og 400 aðildar-
félaga þeirra um land allt. Hlut-
verk UMFÍ er að efla, styrkja og
byggja upp fólk, með skipulögðu
íþrótta-, félags- og æskulýðsstarfi.
Við viljum að allir geti tekið þátt
í íþróttum og hreyfingu og verið
hluti af öflugri liðsheild í samfélag-
inu. Þannig vinnum við saman að
því að bæta heilsu landsmanna og
samfélagið um leið. Fram undan
er tími þátttakendanna þar sem
mestu máli skiptir að mæta, vera
með og reyna eitthvað nýtt. Á milli
keppnisgreina njótum við þess að
vera saman með fjölskyldunni og
fylgjast með öðrum viðburðum
sem í boði eru. Þannig virkjum við
Ungmennafélagsandann sem felur
í sér að bæta sjálfan sig og sam-
félagið um leið, en hann endur-
speglast í gildum UMFÍ:
Gleði – Traust – Samvinna.
Mestu skiptir að vera með
Unglingalandsmót UMFÍ er stór
viðburður. Undirbúningur þess og
framkvæmd kalla á samvinnu og
mörg handtök. Hornsteinninn í
mótahaldinu er góður vilji sveitar-
félaga til að starfa með héraðs-
samböndum og íþróttafélögum
í heimabyggð. Á móti veitir það
þeim tækifæri til að laða að þátt-
takendur sem kynnast sveitar-
félaginu og nýta þá þjónustu sem
það hefur upp á að bjóða. Ég vil
nota þetta tækifæri og þakka
Sveitarfélaginu Árborg og starfs-
mönnum þess, sem að mótinu
koma, sem og starfsmönnum og
sjálfboðaliðum á vegum HSK og
UMFÍ, sem hafa lagt hönd á plóg
til að gera landsmót UMFÍ að þeim
vinsæla viðburði, sem það jafnan
er.
Góða skemmtun á Unglinga-
landsmóti UMFÍ um verslunar-
mannahelgina.
Jóhann Steinar Ingimundarson,
formaður UMFÍ n
Lýðheilsa og fjölskyldan í fyrsta sæti á mótinu
Jóhann Steinar
Ingimundarson,
formaður UMFÍ.
MYND/AÐSEND
Unglingalandsmótið verður sett
föstudaginn 29. júlí klukkan 20.00
á Selfossvelli. Æskilegt er að allir
þátttakendur mæti á mótssetn-
inguna og gangi inn á mótssvæðið
með öðrum þátttakendum. Á
setningunni verður mikið fjör,
tónlist og dans. Þeir Guðni Th.
Jóhannesson, forseti Íslands,
og Ásmundur Einar Daðason,
mennta- og barnamálaráðherra,
verða viðstaddir setninguna. Allir
eru velkomnir á mótssetninguna,
þátttakendur, foreldrar, systkini
og bara allir sem vilja vera í góðum
félagsskap.
Mótinu verður slitið á Selfoss-
velli 31. júlí, klukkan 23.45. Herleg-
heitunum lýkur svo með glæsilegri
flugeldasýningu.
Allir með á mótinu
Börn og ungmenni á aldrinum 11
–18 ára geta tekið þátt í keppnis-
greinum á Unglingalandsmóti
UMFÍ. Skráning er á heimasíðu
UMFÍ; umfi.is. Skráningu lýkur
mánudaginn 25. júlí. Þátttakendur
og allir aðrir mótsgestir geta tekið
þátt í afþreyingardagskránni. n
Mótssetning og mótsslit
Þátttakendur
ganga inn á
völlinn.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, verður viðstaddur setningu
mótsins.
Margt fleira er í gangi hjá UMFÍ en
Unglingalandsmót UMFÍ. Í júní var
haldið Landsmót UMFÍ 50+ fyrir
fimmtíu ára og eldri.
Íþróttaveisla UMFÍ verður
haldin nú í ágúst og september í
samstarfi við Ungmennasamband
Kjalarnesþings (UMSK).
Veislan samanstendur af fjórum
skemmtilegum viðburðum sem
allir fara fram á höfuðborgar-
svæðinu.
Við hvetjum alla til að kynna sér
viðburðina og taka þátt.
Hægt er að fá allar upplýsingar
um viðburði á umfi.is. n
Íþróttaveisla í allt sumar
ALLT UM HLAUPIÐ Á ITHROTTAVEISLA.IS
FORSETA
HLAUP
HLUTI AF ÍÞRÓTTAVEISLU UMFÍ
OG 100 ÁRA AFMÆLI UMSK
ÁLFTANESI
3. SEPTEMBER
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS
UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS
2 kynningarblað 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURUNGLINGALANDSMÓT UMFÍ