Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.07.2022, Qupperneq 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Líklega hefur fáum listamönn- um tekist að fanga betur allan þennan til- gangslausa trylling sem van- hæfir villi- menn hafa löngum látið yfir þjóðir sínar ganga. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Einn af allra merkustu listamönnum þjóðarinnar stendur á níræðu – og er enn að í listsköpun sinni úti í París, hvar hann hefur búið og starfað í sex áratugi. Líklega á enginn annar íslenskur mynd- listarmaður fleiri verk á frægustu listasöfnum heimsins en Erró, enda er hann á meðal áhrifa- ríkustu popp-artista sinnar kynslóðar og ruddi að mörgu leyti brautina í nútímavæðingu myndmálsins þar sem ádeila á útrýmingar- áráttu siðblindra stríðsherra hefur löngum verið leiðarstefið. Strákurinn frá Ólafsvík, sem ólst upp á Kirkju- bæjarklaustri og fór ungur til náms í Noregi og síðar Flórens, er afkvæmi þessara áralöngu stríða sem settu ömurlegan svip á síðustu öld, en hann er einmitt fæddur á milli heimsstyrjald- anna. Heita má að óbeit Errós á öllum þeim heimsins ráðum sem vondir menn voru eilíflega að brugga á mótunarárum hans, hafi skilað sér með áhrifaríkasta móti í myndum listamanns- ins. Stjórnlaust ófriðarbálið á síðustu öld, hvort heldur er síðari heimsstyrjöldin með gyðinga- níði og kjarnorkusprengjum, ellegar Kóreu- stríðið, Alsírstríðið, Kúbudeilan, Víetnamstríðið, borgarastríðið í Suður-Afríku, stríðið í Júgó- slavíu og Afganistan – og það er af nægu að taka – hefur myndgerst í verkum Errós svo eftir hefur verið tekið um allan heim – og þar er þjáning og skelfing óbreyttra borgara jafnan í forgrunni, en undirtónninn hefur alltaf verið ákall um frið. Líklega hefur fáum listamönnum tekist að fanga betur allan þennan tilgangslausa trylling sem vanhæfir villimenn hafa löngum látið yfir þjóðir sínar ganga. Og einstakt og einstaklega þarft er allt það ævistarf Errós. En lífshlaup hans á líka að vera landsmönnum áminning um mikilvægi listarinnar í lífi og menningu hverrar þjóðar, en þó ekki síður í sjálfsmynd hennar, því bragur og ágæti hvers samfélags verður ekki síst metið af kröftugu, frjálsu og framsæknu listalífi. Og þar er kannski kjarninn í listrænu framlagi Errós kominn. Hann stendur einn á vinnustof- unni sinni með pensilinn að vopni gegn öllum þessum misheppnaða stríðsrekstri sem hefur aldrei bitnað meira og lengur en á þeim sem síst skyldi, alþýðunni um allar jarðir. Sem frjáls og stórhuga maður hefur hann beint þessum pensli gegn ráðríkustu rugludöllum í síðari tíma sögu mannkyns svo eftir stendur keisarans nekt og nöturleg vitneskja um að stríð er ekki svarið við samskiptavanda fólks. Íslensk þjóð stendur í mikilli þakkarskuld við Erró. Og raunar heimsbyggðin öll. n Erró níræður Það vantraust og sú tortryggni sem er að byggjast upp í samfélaginu okkar út í atvinnulífið og atvinnurekendur veldur mér miklum áhyggjum. Verkalýðshreyfingin kemur varla fram opinber- lega án þess að gefa í skyn að það liggi fiskur undir steini hjá atvinnurekendum, grímulaus öfundsýki blossar upp við jákvæðar fréttir úr atvinnulífinu og á henni ala of margir fjölmiðlar og líka stjórn- málamenn til þess eins að innheimta f leiri klikk eða læk. Hér áður fyrr var horft mikið upp til atvinnu- rekenda sem lögðu á sig mikla vinnu, tóku áhættu með sitt sparifé og lögðu jafnvel heimili sitt að veði til að skapa verðmæti fyrir sig og samfélagið. Þannig hafa einstaklingar í krafti frelsis til athafna stofnað fyrirtæki og skapað störf fyrir fólk sem tryggir fjölskyldum þess lífsviðurværi og velferð. Allir hafa vonast eftir, eða barist fyrir, atvinnu- uppbyggingu í sínu samfélagi. Það er þessi kraftur og hvati einstaklinganna til að byggja upp verð- mætasköpun sem tryggir okkur það velferðarsam- félag sem við búum við í dag. Þessi tortryggni hefur leitt af sér mikið van- traust, sem við sjáum í því miður of mörgum lögum og reglugerðum, risastórum eftirlitsiðnaði og auknum kröfum til atvinnulífs og stofnana. Kostnaðurinn sem þessu fylgir er íþyngjandi og ekki til að hjálpa atvinnulífinu fram á veginn. Samhliða þessu höfum við lagt ýmsar skyldur á fyrirtæki og stofnanir sem kallar á skýrsluskil sem kosta bæði peninga og tíma. Endurstillingar er þörf, við þurfum að komast upp úr öfundsýkinni og hefja uppbyggjandi umræðu um það sem raunverulega skapar tæki- færi, verðmæti og betri lífsgæði fyrir okkur öll. Viljum við auka velferðina í okkar samfélagi verðum við að hvetja til enn frekari atvinnuupp- byggingar og styðja við þá framtakssömu og tala það fólk upp en ekki niður. n Hvenær má treysta atvinnulífinu? Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis Hér áður fyrr var horft mikið upp til atvinnu- rekenda sem lögðu á sig mikla vinnu. ser@frettabladid.is Kaupæði Það á ekki af Íslendingum að ganga þegar kemur að því að kaupa sér eitthvað til ánægju og yndisauka. Þeir þurfa bara að sjá það, þá kaupa þeir það – og þótt það sé bara kötturinn í sekknum, þá er allt eins gott að eiga hann líka. Og eitthvað er það óendan- lega dæmigert fyrir landann að kaupa sér núna gleraugu í tilefni árstímans sem eiga að heita eftirsótt lúxusvara, en eru, þegar vel er að gáð, barasta ódýrasta fjöldaframleiðsla frá einhverri borginni í Kína. Og kosta þaðan um hundrað krónur stykkið, en eru seld á Íslandi á átta þúsund. Lífsstíll Það er eitthvað í fari Íslendinga sem gerir þá upp með sér ef þeir þurfa að greiða meira fyrir vöruna en þeir ættu að gera, svona miðað við gæði og endingartíma. Þá er eins og þeir beri höfuðið hærra en þeir eiga vanalega að sér. Það er eitthvað í þjóðarsálinni sem gerir það að verkum að landsmenn fara heldur á bensínstöðina sem selur eldsneytið við hæsta verði en það lægsta. Og sömuleiðis þykir það fínna hér á landi að kaupa gasað vatn á hálfslítraflösku á tæpar 400 krónur á bensín- stöð en á 90 krónur í Bónus. Íslendingum líður nefnilega ekki vel nema þeir borgi almennilega fyrir það. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.