Fréttablaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 18
Rykfrakkinn er og verður alltaf ein af grunnflíkum hvers
fataskáps, fyrir hvaða kyn sem er. Þar sem hann má binda í
mittið er hægt að skera út stundaglassvöxt ef viljinn er fyrir
hendi. En hann er líka fallegur þegar hann fær að falla niður
frjáls.
jme@frettabladid.is
Rykfrakkinn var einstaklega áberandi á tískupöllunum þar sem vor- og
sumartískan var sýnd og heldur flíkin áfram að vera eitt af klæðilegustu
tískutrendunum sem eru í gangi. Rykfrakkinn hefur líka komið sér vel í
gráa sumrinu á Íslandi, nógu sumarlegur sem sumarflík en líka nógu hlýr
til að nota með góðri peysu innanundir á kaldari sumardögum.
Flippaðir frakkar
Á tískupöllunum fyrr á árinu, þar sem haust- og vetr-
artískan var kynnt, var rykfrakkinn einnig áberandi,
á nokkuð öðruvísi máta en við eigum að venjast.
Sérstaklega var gaman að sjá hönnuði leika sér með
frakkaformið, rugla aðeins í því og snúa því ræki-
lega á haus. Rykfrakkinn fékk til dæmis að vera
kjóll með korseletti hjá Dior, sem sýndi einnig
þónokkrar aðrar framandi útgáfur af rykfrakk-
anum til viðbótar. Aðrir hönnuðir nýttu sér
útklippitrendið sem hefur vakið eftirtekt upp á
síðkastið og klipptu út göt í rykfrakkann sem
kom einstaklega skemmtilega út. Allt í allt
voru rykfrakkar tískupallanna fjölbreyttir í
sniði, efnisvali og litavali, bæði sem yfir-
hafnir og sem aðalflíkin.
Það þarf því ekki að
einskorða sig við einn
drapplitaðan ryk-
frakka í fataskápnum.
Hví ekki að skella sér
á rykfrakka kjól? n
Ruglaðir
rykfrakkar
Dior var með puttann á púlsinum í vetur fyrir rykfrakka-
æðið í haust og sýndi nokkrar skemmtilegar útfærslur.
Á tískuvikunni í París í mars mátti sjá þennan gæjalega
rykfrakka með útklipptum hliðum frá tískuhúsi Coperni.
Rykfrakkinn var upphaflega
hannaður í fyrri heimsstyrjöld-
inni af breska hernum til notk-
unar í skotgröfunum. Þessi ryk-
frakki frá Jil Sander á tískuvikunni
í París í janúar minnir um margt á
fatnað liðsforingja í heimsstyrj-
öld framtíðarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Þessi sér-
staki rykfrakki
kemur úr smiðju
Y/Project og á eftir
að vera einstaklega
flottur í haust.
4 kynningarblað A L LT 21. júlí 2022 FIMMTUDAGUR