Fréttablaðið - 21.07.2022, Side 13

Fréttablaðið - 21.07.2022, Side 13
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Samkeppnishæfni landsins er grundvöllur framfara. Saman- burðarmælingar á henni taka til margra þátta eins og stjórnar efna- hagsmála, innviða, menntunar og vísindarannsókna. Utanríkisviðskipti eru stærri hluti af íslenskum þjóðarbúskap en almennt er meðal grannland- anna. Samkeppnishæfnin skiptir því meira máli fyrir íslenskan almenning en flestar þær þjóðir, sem við berum okkur helst saman við. Öfugsnúið Í þessu ljósi er það svolítið öfug- snúið að í grannlöndunum er samkeppnishæfni ríkari þáttur í pólitískri umræðu en hér. Í síðustu kosningum tóku Samtök atvinnulífsins virkan þátt í kosningaumræðunni. Höfuð- boðskapur þeirra var að skipta um stefnu í heilbrigðismálum. En þau töluðu ekkert um samkeppnis- hæfni atvinnulífsins. Það gerði ASÍ ekki heldur þó að hagsmunir umbjóðenda þess velti líka á samkeppnishæfni Íslands. Viðskiptaráð hefur aftur á móti sinnt þessu mikilvæga viðfangs- efni um langan tíma, en því miður hvorki náð eyrum stjórnmála- flokka né annarra hagsmunasam- taka í nægjanlega ríkum mæli. Framför Í júní kynnti Viðskiptaráð úttekt IMD-háskólans í Sviss á sam- keppnishæfni 63 ríkja. Hún er sögð vera umfangsmesta könnun af þessu tagi í heiminum. Heildarniðurstaðan er að meðal- tali góð fyrir Ísland. Við erum í 16. sæti á milli Þýskalands og Kína. Aftur á móti erum við talsvert neðar en önnur Norðurlönd, sem við jöfnum okkur þó helst til um lífskjör. Það er gul viðvörun. Síðustu 10 ár höfum við bætt stöðu landsins á mörgum sviðum en fallið niður á öðrum. Mestar framfarir hafa orðið í aukinni skilvirkni atvinnulífs og opinberra aðila. Í samfélagslegum innviðum höfum við lítils háttar bætt okkur í menntun en ekki náð að bæta vísindalega innviði nægjanlega. Samkvæmt mati svissneska háskólans hafa skattastefna og fjármál ríkis og sveitarfélaga verið hemill á meiri framfarir í opinberri skilvirkni. Afturför Þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu höfum við á hinn bóginn dregist verulega aftur úr öðrum þjóðum síðustu 10 ár. Þar er Ísland í 56. sæti og hefur fallið niður um tólf sæti. Þetta er rautt spjald á stjórn efnahagsmála. Við höfum bætt okkur lítillega í landsframleiðslu á hvern vinnandi mann og atvinnustig er hærra. Varðandi samanburð á verðlagi er Ísland aftur á móti verr statt en fyrir áratug. En mestu skiptir að við erum allt að 30 sætum neðar en önnur Norðurlönd þegar kemur að alþjóðaviðskiptum og erlendri fjárfestingu. Þetta eru þeir lykil- þættir í þjóðarbúskap okkar, sem mestu skipta. Lífskjör, sem jafnast á við önnur Norðurlönd, verða ekki sjálfbær til lengdar meðan alþjóðaviðskipti og erlend fjárfesting eru í botnsætum í víðtækum samanburði af þessu tagi. Dvínandi tiltrú Hagfræðingar Viðskiptaráðs segja í grein í Vísbendingu að þetta bendi til að tiltrú umheimsins á íslenska hagkerfið fari dvínandi. Það er alvarlegt umhugsunarefni. Engin ein tæknileg skýring er á þessari öfugþróun. Fjármála- stjórnin hefur ekki aukið traust og í einhverjum mæli er regluverkið hindrun. En óstöðugur gjaldmiðill, sem er ónothæfur utan lögsögumarka, er augljóslega stór Þrándur í götu bættrar stöðu í alþjóðaviðskiptum og frekari erlendra fjárfestinga. Í raun segir það alla söguna að stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkj- un, notar ekki ríkisgjaldmiðilinn. Það er eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna og vinnumarkaðar- ins að leysa umræðuna um þau vandræði, sem gjaldmiðillinn veldur, úr viðjum ríkjandi þögg- unar. Atvinnulífið sjálft ræður miklu um framvinduna. En pólitísk stefna skiptir þó sköpum. Ný hugsun Við höfum náð góðum árangri á mörgum sviðum, sem saman- burðurinn nær til. Það er stjórn efnahagsmála, sem hefur brugðist. Vandinn snýst ekki um hæfileika þeirra, sem ábyrgðina bera. Aftur- förin liggur í hugmyndafræðinni. Á samanburðartímanum síðustu tíu ár hefur íhaldshug- myndafræði verið um of ráðandi. Það hefur skort frjálslynda hugsun, trú á fjölþjóðlega samvinnu og skilning á mikilvægi almanna- hagsmuna. Næstu tíu ár þarf sann- færing fyrir þessum hugmyndum að verða ríkjandi í ríkisstjórn en ekki víkjandi. Pólitísk stefnubreyting er óhjá- kvæmileg. Ný hugsun er forsenda árangurs. Fyrir næstu kosningar þarf að skapa meira rými fyrir frjálslynda hugmyndafræði. Sú rökræða ætti að hefjast strax. Ísland á að standa jafnfætis öðrum Norðurlöndum á þessu sviði sem öðrum. n Sæti 56 Í Fréttablaðinu 15/7 2022 birtist grein eftir hagfræðiprófessor við hinn virðulega Háskóla Íslands. Greinin fjallar að stórum hluta um fagleg vinnubrögð við endurskoðun á ársreikningi sjávarútvegsfélagsins Vísis hf. 2013 og hvað kemur fram í áritun endurskoðenda á hann. Það ber að þakka opinbera efnis- lega umræðu um reikningsskil og endurskoðun en gagnrýni verður að standa undir nafni sem slík. Það er alvarlegt mál þegar kenni- maður á háskólastigi dæmir fagaðila seka um hroðvirkni og saknæmt athæfi við endurskoðun á þýðing- armiklum fjárhagsupplýsingum. Þessar ávirðingar, ef réttar væru, ættu að leiða til réttindamissis til endurskoðunar. Það hefði verið gott innlegg í málið hjá prófessornum að ræða efnisatriði þess fyrir greinar- skrifin við okkur endurskoðendur ársreikningsins, en ugglaust hefur það ekki þótt henta málstaðnum. Orðfærið og efnisnálgunin sem pró- fessorinn notar í grein sinni er hins vegar upplýsandi ein og sér. Undirritaður getur ekki setið undir svo alvarlegum ávirðingum og vill upplýsa prófessorinn um það sem hann skilur ekki eða vill ekki skilja. Stjórnendur leggja fram ársreikn- ing og hlutverk endurskoðanda er að láta í ljós í áritun sinni álit á honum og hvort hann sé gerður í samræmi við lög og reglur sem um hann gilda. Um ársreikninga gilda lög, reglur og alþjóðlegir staðlar og um endurskoðun gilda allt önnur lög, reglur og alþjóðlegir staðlar. Í áritun endurskoðanda í umræddum ársreikningi kemur ekkert það fram sem prófessorinn telur sig hafa eftir okkur í grein sinni. Niðurstaða árit- unarinnar var að ársreikningurinn gæfi glögga mynd í samræmi við lög um ársreikninga. Hvergi vísar prófessorinn til laga eða staðla sem ættu að hafa verið virt að vettugi. Prófessorinn sakar okkur um að hafa „komist að niðurstöðu án þess að rannsaka málið í botn“. Hann færir engin rök fyrir máli sínu, í hverju vinnubrögðum á að vera áfátt. Um endurskoðun og endur- skoðendur gilda strangar reglur og kröfur auk gæðaeftirlits. Þá vísast einnig til lögmæltra vinnupappíra sem við þurfum að útbúa til að að sanna ágæti vinnubragða okkar. Á meðan þeir vinnupappírar hafa ekki verið skoðaðir og léttvægir fundnir þá er einfaldlega ekki hægt að komast að þeirri niðurstöðu sem prófessorinn telur sér sæma. Prófessorinn segir: „Þetta telst víst góð endur skoðunar venja í ís- lensku sam hengi að skilja með þess- um hætti við árs reikninginn, þó svo það rýri mjög upp lýsinga gildi reikn- ingsins.“ Umræddur ársreikningur var gerður í samræmi við íslensk lög um ársreikninga sem aftur byggja á löggjöf Evrópusambandsins og eru því sambærileg við það sem gildir í öllum EES-löndunum. Lögin vísa síðan til alþjóðlegra reiknings- skilastaðla varðandi það sem ekki er fjallað um í þeim. Endurskoðun var unnin í fullu samræmi við lög og alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Hagfræðiprófessorinn virðist skorta skilning á að fara þurfi að þeim lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma og virðist telja að hugmyndir og skoðanir hans gildi umfram lög og reglur. Hann telur að efnahagsreikningur eigi að endurspegla „raunverulegt“ virði félaga á hverjum tíma. Það er rangt hjá prófessornum. Ársreikningur- inn í heild sinni og þar með efna- hagsreikningur á að endurspegla það sem gildir samkvæmt lögum og reglum sem hann er byggður á. Það er andstætt bæði lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reikn- ingsskilastöðlum að færa til eignar áunnin óefnisleg réttindi. Væri það samt gert í ársreikningi, eins og prófessorinn heldur fram að eigi að gera, þá bæri endurskoðendum að benda á það frávik í áritun sinni. Hugtakið varúð hefur hér mikinn þunga. Ástæða þess að ekki er heim- ilt að nota aðferðir sem prófess- orinn virðist telja einboðnar er að félögum er ekki heimilt að blása út eignir sínar að geðþótta eins og pró- fessorinn virðist boða. Ómælt tjón hefur af slíku hlotist og má minnast þess að bæði við bankahrunið 2008 og heimskreppuna miklu 1929 kom í ljós að eignamat í ársreikningum stóð ekki alltaf undir nafni. Væru óraunsæjar hugmyndir prófessors- ins um eignamat í reikningsskilum framkvæmdar, teldust þær til fjár- glæfra. Niðurstöður ársreiknings sem gerður er samkvæmt lögum og reglum kallar prófessorinn „papp- írstap og skáldskap“. Hann má auð- vitað hafa sínar skoðanir en það sæmir ekki prófessor við virtan háskóla að bera fram þau ósann- indi að „fyrir liggi yfirlýsing endur- skoðenda fyrirtækisins Vísis hf. þess efnis að efnahagsreikningurinn sé plat, skáldskapur!“. Þessi meinta yfirlýsing er hvergi til nema í huga prófessorsins. Hagfræðiprófessorinn ófrægir ekki einungis okkur endurskoð- endur í grein sinni heldur einnig þá ríkisstarfsmenn sem unnu við afgreiðslu umsókna um afslætti af veiðigjaldi á sínum tíma. Það gerir hann, þó ekkert bendi til annars en að þeir hafi þar fylgt landslögum af kostgæfni. Hag f ræðiprófessor inn telur greinilega ekki þörf á að rannsaka mál sem hann fjallar um, beitir ósannindum og ófrægir menn að ósekju, allt í nafni stöðu sinnar hjá hinum virðulega Háskóla Íslands. Er það virkilega bara í lagi? n Hagfræðiprófessor á villigötum Birkir Leósson löggiltur endurskoðandi Hagfræðiprófessorinn virðist skorta skilning á að fara þurfi að þeim lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma og virðist telja að hugmyndir og skoð- anir hans gildi umfram lög og reglur. FIMMTUDAGUR 21. júlí 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.