Fréttablaðið - 21.07.2022, Side 6
Félagið Sannir land
vættir stendur að
gjaldtökunni fyrir bíla
stæðin. Sama félag sá
um uppbyggingu, mal
bikunarframkvæmdir
og fleiri breytingar á
svæðinu.
Fólk sem hefur lítið
milli handanna og er
sama þótt það gisti
inni á ókunnugum
notar gjarnan Couch
surfingappið.
Blað er brotið með bílastæða-
gjöldum við eina þekktustu
náttúruperlu landsins. Hluti
ferðamanna reynir að koma
sér undan gjaldtökunni.
bth@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Gjaldtaka er hafin
á bílastæði við náttúruperluna Hveri
austan Námaskarðs. Plani hefur
verið lokað þar sem fólk gat áður lagt
bíl án greiðslu. Nýtt og stórt plan er
komið þess í stað. Upplýsingaskilti
með QR-kóða hafa verið sett upp og
fer gjaldtakan fram með rafrænum
hætti. Að því gefnu að ferðamenn
sinni fyrirmælum.
Blaðamaður Fréttablaðsins kann-
aði staðhætti á Hverum í gærmorg-
un. Virtist mjög upp og ofan hvort
ferðamenn sem lagt höfðu bílum
greiddu gjaldið eða ekki.
Sumir báru því við, er spurt var
hvort þeir hefðu greitt fyrir stæðin,
að þeir skildu ekki upplýsingarnar.
Aðrir, þar á meðal íslenskur bílstjóri
sem sat í eigin rútu meðan farþegar
hans spígsporuðu um svæðið, benti
á að hann sæi engar eftirlitsmynda-
vélar. Hann myndi ekki greiða gjald
ef hann þyrfti þess ekki. Enginn
starfsmaður var á þessum tíma til
að fylgja gjaldtökunni eftir.
Félagið Sannir landvættir stendur
að gjaldtökunni fyrir bílastæðin.
Sama félag sá um uppbyggingu,
malbikunarframkvæmdir og fleiri
kostnaðarsamar breytingar á svæð-
inu. Sannir landvættir hafa staðið
fyrir svipaðri framkvæmd við Lauf-
skálavörðu og Kirkjufell. Hlut í félag-
inu í Mývatnssveit eiga landeigendur
í Reykjahlíð.
Guðrún María Valgeirsdóttir land-
eigandi sagði í samtali við Frétta-
blaðið fyrir skömmu eðlilegt að
gestir greiddu gjald fyrir þjónustu,
umsjá og vernd svæðisins. Hún
gagnrýndi Umhverfisstofnun fyrir
að hafa ekki sinnt bráðalokun þegar
svæðið spilltist fyrir nokkrum árum
og taldi eðlilegra að einka aðilar sæju
um slík mál. Gjaldtaka var reynd við
Leirhnúk og Hveri árið 2014. Hún
var stöðvuð skömmu síðar að kröfu
hluta landeigenda. Staðfesti Hæsti-
réttur lögbann á gjaldtöku Land-
eigenda Reykjahlíðar ehf. tveimur
árum síðar.
Hverir hafa nú bæst við vaxandi
fjölda ferðamannastaða þar sem
rukkað er fyrir aðgengi að náttúru-
perlum sem áður var ókeypis. Hærra
gjald er rukkað fyrir stóran bíl en
lítinn.
Gjaldtaka er fyrirhuguð við
Fjaðrárgljúfur eins og Fréttablaðið
hefur greint frá, eftir sölu jarðar
sem á stærstan hluta landsins við
gljúfrið. n
Gjaldtaka við Hveri en lítið eftirlit
ser@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Tvö þúsund Reyk-
víkingar hafa nú þegar skráð sig í
ferðaþjónustuappið CouchSurfing
sem gæti útlagst á íslensku sem
sófagisting, en þjónustan felur í sér
að bjóða gestum og gangandi fría
gistingu á sófanum í stofunni.
Um nokkurra ára gamalt app er
að ræða sem notið hefur mikilla
vinsælda á meðal ferðalanga sem
geta með þessu móti bankað upp
á hjá tilgreindum húseigendum og
hallað höfði sínu í sófa þeirra, án
þess að borga húseigendum krónu
fyrir.
Notendur þessarar þjónustu
þurfa þó að greiða eigendum
appsins tvær evrur á mánuði fyrir
að geta nýtt sér smáforritið, en
gerist þeir eins árs áskrifendur er
kostnaðurinn ein evra á mánuði,
eða sem nemur um rösklega 1.500
krónum á ári.
Appið umrædda, CouchSurfing,
er einkum og sér í lagi notað af
námsmönnum sem eru að ferðast
um heiminn og hafa ekki mikið á
milli handanna, en kæra sig koll-
ótta þótt þeir leggist inn á ókunnugt
fólk, milli þess sem þeir ferðast um
landið og njóta þess sem það hefur
upp á að bjóða. n
Tvö þúsund í Reykjavík
bjóða fólki að sofa í sófa
ser@frettabladid.is
HÁLENDIÐ Eftir krefjandi vetur hjá
Landsvirkjun hefur staða vatns-
búskapar batnað umtalsvert, að því
er sérfræðingar hennar segja.
Snjósöfnun vetrar þótti vel yfir
meðallagi og að sögn vaktmanna
tók snjóbráð vorsins snemma við
sér og skilaði sér vel í miðlunarlón.
Blöndulón og Þórisvatn náðu
lægstu stöðu seinni hluta mars og
hófst söfnun fljótlega í kjölfarið og
hefur haldist stöðug síðan. Hálslón
náði lægstu stöðu um miðjan maí
og hefur söfnun verið rólegri þar
en í öðrum miðlunum, enda spilar
jökulbráð þar stærri þátt í inn-
rennsli ársins.
Nú, seinni hluta júlímánaðar,
hefur hægst á söfnun þar til að
jökul bráð tekur við sér með hækk-
andi hitastigi á hálendinu.
Samkvæmt úttekt eru góðar líkur
á að Blöndulón og Hálslón fyllist í
ágúst en undir helmingslíkur á að
Þórisvatn fari á yfirfall í sumar. n
Vatnsbúskapur er
umtalsvert betri
Reykvíkingar eru gestrisnir þegar kemur að ókeypis sófagistingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Söfnunarlón önnur en Þórisvatn
fyllast í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gjaldtaka fyrir bílastæði er nú hafin við Hveri austan Námaskarðs í sátt meðal landeigenda þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Miami Bar til Sölu
Skemmtistaðurinn MIAMI BAR
við Hverfisgötu 33 er til sölu.
Áhugasamir vinasamlegast
setjið ykkur í samband við
Húnboga J Andersen lögmann í
síma 8922831 eða
á hunbogi@hjandersen.is.
6 Fréttir 21. júlí 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ